Útivera er ein skemmtilegasta leiðin til að halda sér og fjölskyldu sinni heilbrigðri og léttri í lund. Ferðalög þurfa ekki að vara lengi en það getur verið yndisleg upplifun fyrir fjölskylduna að komast aðeins út fyrir borgina eða bæinn og út í náttúruna. Keyrið varlega og njótið þess að skoða út um gluggan það sem fyrir augum ber. Mundu að ...
Efni frá höfundi
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir – Curriculum Vitae / Ferilskrá 31.12.2014
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
Þýðandi og umhverfisfræðingur.
Doktorsnemi í þýðingafræði við Háskóla Íslands.
Þýðandi og greinahöfundur hjá Náttúran til 2014.
Nám
2014-dato Doktorsnám í þýðingafræði við Háskóla Íslands
2005–2011 M.A. í þýðingafræði við Háskóla Íslands
1995-1996 M.Sc. with distinction í umhverfisvísindum við Chalmers Tekniska Högskola
1991-1995 B.Sc. í jarðfræði við Háskóla Íslands
1986-1991 B.A. í rússnesku við Háskóla Íslands
Umhirða bílsins
- Best er að fara með bílinn í allsherjarskoðun hjá bílaumboðinu að minnsta kosti einu sinni á ári.
- Ráðlagt er að gá að loftþrýstingnum í dekkjunum reglulega.
- Dekkin slitna minna ef loftþrýstingurinn er réttur auk þess sem eldsneyti sparast ef dekkin eru ekki of loftlítil.
- Gott er að bóna bílinn nokkrum sinnum á ári. Þá festist olía og ryk ...
Ekki henda litla pakkanum - hann er endurnýtanlegur, þótt hann sé ekki ætur.
Þennan pirrandi pakka er hægt að nýta á margvíslegan hátt innan heimilisins.
Þeir eru allsstaðar. Þeir detta út úr allskyns vörum sem við kaupum, og eru eins og einhvers konar padda í vítamíndósum og þeir fylgja jafnvel með nýjum skóm. Þegar ég vann í verslun snerti ég oft ...
Í dag eru margir sem kaupa tilbúna matvöru í stað þess að matreiða frá grunni innan veggja heimilisins. Slíkur matur inniheldur venjulega þráavarnar- og rotvarnarefni til þess að hann endist lengur. Meira en 3000 slík aukefni eru á markaðnum í dag.
Yfirleitt er bætt salti eða sykri í matinn. Einnig eru notuð álsílíköt (E-559), amínósýrur, ammóníum karbónöt (E-503), bútýlerað hýdroxítólúen ...
Drykkir með eða án goss sem innihalda blöndu sykurs, sætuefna, litarefna, bragðefna og eru ekki úr hreinum ávaxtasafa eða kolsýrðu vatni.
Í mörgum drykkjum er sykur eða sætuefni þótt gefið sé til kynna að drykkurinn sé nánast hreint vatn.
Eins er með ýmsa ávaxtasafa, þeir eru sykurbættir og með rotvarnar- og bragðefnum þótt hreinleiki sé gefinn til kynna á umbúðum ...
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
Þýðandi og umhverfisfræðingur.
Doktorsnemi í þýðingafræði við Háskóla Íslands.
Þýðandi og greinahöfundur hjá Náttúran til 2014.
Nám
2014-dato Doktorsnám í þýðingafræði við Háskóla Íslands
2005–2011 M.A. í þýðingafræði við Háskóla Íslands
1995-1996 M.Sc. with distinction í umhverfisvísindum við Chalmers Tekniska Högskola
1991-1995 B.Sc. í jarðfræði við Háskóla Íslands
1986-1991 B.A. í rússnesku ...
Fyrirtækið Monsanto var stofnað í St. Louis Missouri árið 1901 af John Francis Queeny sem hafði lengi starfað innan lyfjaiðnaðarins. Fyrsta framleiðsluvara fyrirtækisins var gervisætuefnið sakkarín sem fyrirtækið seldi til Coca Cola fyrirtækisins.
Árið 1919 fór Monsanto að framleiða salisílsýru og aspirín og fyrirtækið hóf einnig framleiðslu á brennisteinssýru. Á fimmta áratug 20. Aldar hóf Monsanto framleiðslu á plastefnum eins ...
Eftir Robin Wylie sem er doktorsnemi í eldfjallafræði við University College í Lundúnum.
Jörðin virðist gefa frá sér reyk og eimyrju þessa dagana. Eldfjöll gjósa nú á Íslandi, á Hawaii, í Indónesíu, Ekvador og í Mexíkó. Nýlega gusu önnur eldfjöll á Filippseyjum og í Papúa Nýju Gíneu, en þau virðast hafa róast. Mörg þessara eldgosa hafa ógnað heimilum og orsakað ...
Reglugerð um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs (reglugerðar nr. 1038/2010) tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012 og því er skilt að merkja hvort matvara og fóður innihaldi erfðabreytt efni og því á neytandinn nú val um hvort að hann sniðgangi erfðabreyttan kost eða ekki.
Í Bandaríkjunum er enn sem komið er ekki skilt ...
Nýtt E aukefnatól
Náttúran.is hefur nú þróað nýtt E aukefnatól í handhægt form sem hægt er að skoða hér á vefnum en einnig á farsímum og spjaldtölvum.
Hér er hægt að leita eftir þeim E aukefnum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða og vera þannig upplýstur um hvort að innihaldsefni eru í grænum, rauðum eða gulum flokki.
- Grænt efni sem ...
Hér koma nokkur góð ráð til að grilla á umhverfisvænni hátt:
- Forðast skal einnota grill.
- Ef þú freistast til þess að nota einnota grill, er gott að nota það aftur í nokkur skipti.
- Best er að velja grillkol sem eru merkt með FSC-merkinu.
- Ef maður grillar heima eru til góð rafmagnsgrill og gasgrill.
- Til eru rafmagnshitarar og sérhannaðir hólkar til ...
Virkjanasinnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fá hreinan meirihluta næstum allsstaðar utan Reykjavíkur. Grænt ljós er gefið á virkjanaframkvæmdir um allt land. Umhverfissjónarmið mega sín lítils og verða undir.
Þetta eru stóru fréttirnar úr kosningunum í gær. Með hverjum Samfylking myndar meirihluta í Reykjavík er smámál miðað við virkjanamálin.
Kaupfélag Skagfirðinga og Framsóknarflokkurinn fær hreinan meirihluta í Skagafirði. Kaupfélagsstjórinn hefur lýst yfir ...
Hjólreiðamenn verða að gæta sín sérstaklega þegar hjólað er í borgum þar sem er mikil umferðarmengun. Rannsóknir hafa sýnt að hjólreiðamaður í áreynslu andar dýpra en t.d. ökumaður bifreiðar, þannig að ef hjólreiðamaður verður fyrir mikilli útsetningu gegn mengandi efnum er hætta á því að þau berist auðveldlega ofan í lungu.
Svifryk er yfirleitt ekki mjög hættulegt nema það ...
Innan í Jörðinni er seigfljótandi möttull sem er að hluta til lagskiptur. Í möttlinum á sér stað hreyfing á kviku og berst kvika frá möttli upp í jarðskorpuna. Hún safnast fyrir annað hvort í sprungum (kvikuhreyfingar), myndar innskot eða safnast fyrir í sérstökum kvikuhólfum sem eru undir stórum eldfjöllum eins og t.d. undir Heklu.
Í kvikuhólfunum getur kvikan breytt ...
Jörðin er þriðja plánetan frá sólu og hún myndaðist fyrir um 4,56 milljörðum ára. Jörðin er eina plánetan í sólkerfinu sem hefur gnægð vatns á yfirborðinu, og þar sem er vatn, þar er líf. Súrefnið í lofthjúpi jarðar gerir það líf sem við þekkjum einnig mögulegt, en þó eru til örverur sem lifa súrefnisfirrtu lífi undir yfirborði jarðar, þannig ...
Oft er rætt um að við þurfum rými í kringum okkur. Við viljum geta dansað á stofugólfinu og hreyft okkur eðlilega í híbýlum okkar. Þetta er ekki síst mikilvægt hér á Íslandi þar sem fólk eyðir stórum hluta af tíma sínum innandyra og getur ekki eytt löngum stundum úti á götum og torgum.
En oft eru heimili okkar full af ...
Rafmagn sem virkjað er með vatnsafls- og jarðhitavirkjunum er flutt um loftlínur til notenda en stóriðjan nýtir um 80% framleiddrar orku á Íslandi.
Háspennulínur hafa mikil áhrif á landslagsupplifun okkar. Þau skera sjóndeildarhringinn í sundur og gefa nærveru mannsins til kynna á svæðum sem að öðru leyti eru ósnortin. Á fögrum svæðum eins og t.d. við Ölkelduháls hafa háspennulínurnar ...
Jarðfræðilega séð er Ísland ungt land eða um 20-25 milljón ára. Upphleðsla landsins hefur öll farið fram á síðari hluta nýlífsaldar. Landið er nær allt gert úr hraunlögum með setlögum á milli. Hraunlögin hafa hlaðist upp í eldgosum enda liggur Ísland á svokölluðum heitum reit þar sem eldgos eru tíðari en annarsstaðar. Jarðmyndunum Íslands er skipt gróflega í fernt. Elst ...
Jarðvegur er mjög mikilvægur hluti af öllu vistkerfi Jarðar. Jarðvegur er stærsta kolefnisforðabúr Jarðar og hann er viðkvæmur fyrir mengun og loftslagsbreytingum. Jarðvegur hefur verið kallaður húð Jarðarinnar vegna mikilvægi síns en hann tengir saman andrúmsloftið, steinhvolfið, vatnshvolfið og lífhvolfið.
Í jarðveginum býr fjöldi lífvera og myndar jarðvegurinn heilt endurvinnslukerfi fyrir næringarefni og lífrænan úrgang. Einnig stjórnar jarðvegur víða vatnsgæðum ...
Besta drykkjarvatnið fæst yfirleitt úr vatnsbólum sem taka grunnvatn eins og t.d. í Gvendarbrunnum í Heiðmörk. Á Þingvallasvæðinu sem er vara vatnsból Reykjavíkur koma stórir grunnvatnsstraumar frá Langjökli inn á Þingvelli og vatnið hreinsast í jarðlögum á leiðinni.
Fjöllin hafa ætíð heillað mannkynið. Í trúarritum gegna fjöll oft heilögu hlutverki. Þau eru staður þar sem himinn og jörð mætast og það er ótrúlega gaman og heillandi að ganga á fjöll.
Veröld fjalla er heil veröld út af fyrir sig. Þau eru yfirleitt ósnortin náttúra. Þar liggja einungis stígar og gönguleiðir. Dæmi um gönguleið sem gaman er að ganga ...
Eldvirkni kallast það þegar bráðið berg kemur upp á yfirborð jarðar, þegar hraun, eldfjallagös og aska kemur upp um sprungur eða gígop. Hraun eru misþykk og renna mishratt. Súr hraunkvika inniheldur hátt magn af kísli (Si) sem eykur seigju hraunsins þannig að það rennur hægar og myndar þykk, úfin apalhraun.
Sé hraunkvikan hins vegar basísk er kísilinnihald hraunstraumsins lágt, hann ...
Sólin hefur ætíð verið mannkyninu mjög mikilvæg enda má segja að sólarljósið sé grundvöllur lífsins á Jörðinni. Á steinöld bjuggu menn til mannvirki eins og Stonehenge sem greinilega sýna að þeir þekktu gjörla gang sólar.
Sólin hefur verið tilbeðin sem guð í mörgum trúarbrögðum og er almennt tákn fyrir lífgjöf, birtu og yl. Í keltneskum trúarbrögðum er sólin alltaf táknuð ...
Grunnvatn kallast það vatn sem eru undir yfirborði jarðar í holrými í bergi og í sprungum. Grunnvatn myndar svokallaða vatnsveita (aquifers) og það getur fossað fram í lækjum og uppsprettum. Grunnvatnið getur verið nokkurra þúsund ára gamalt og það hreinsast yfirleitt vel á leið sinni í gegnum hraun og setlög sem virka eins og mengunarsíur. Grunnvatn er oft kalt og ...
Veðrið, þ.e. hitastig, úrkoma og vindar ásamt legu lands, og hæð yfir sjávarmáli stjórna lífsskilyrðum á Jörðinni.
Veðrahvolf
Innsta lag lofthjúpsins byrjar við yfirborð jarðar og nær 9 km hæð við pólsvæði jarðar en 12 km hæð við miðbauginn. Innan þessa hvolfs dregur jafnt og þétt úr hitastigi með aukinni hæð, frá 18°C meðaltali við yfirborðið niður í ...
Vatnið er ásamt sólarjósinu ein af meginundirstöðum lífsins á jörðinni. Þar sem er vatn er mjög líklegt að lífverur sé einnig að finna. Ár og vötn eru þannig lífæðar Jarðarinnar.
Vatnið er í stöðugri hringrás um Jörðina. Vatn gufar upp úr hafinu, myndar ský sem færast yfir land og það rignir, regnið rennur síðan í ám og vatnsföllum til sjávar ...
Gættu þess að þeir sem ófu mottuna í stofunni hafi fengið sanngjarnt verð fyrir vinnu sína.
Spurðu um uppruna mottunnar og fáðu nánari upplýsingar.
Eins og allir vita eru sebrahestar með svartar og hvítar rendur. En af hverju? Af hverju eru þeir t.d. ekki fjólubláir og appelsínugulir?
Svarið er einfaldara en sýnist í fyrstu. Þau dýr sem aðallega veiða sebrahesta eru ljón. Sebrahestar eru meira að segja uppáhaldsfæða ljónanna. En eins og öll kattardýr sjá ljónin heiminn í svörtu og hvítu. Þannig eru ...
Fjölskyldu nokkurri í Solna hverfinu í Stokkhólmi brá aldeilis í brún fyrir um þremur vikum síðan, þegar 40 sm löng rotta (+ rófa) kom í rottugildruna í eldhúsinu. Fjölskyldukötturinn hafði alveg þverneitað að fara inn í eldhúsið á meðan rottan lék þar enn lausum hala, enda kettir vitur dýr eins og allir vita.
Rottan komst víst inn í eldhúsið í gegnum ...
Þjórsá byljar fram um foss,
fegurð heims um dali,
enginn á sér fegurra land,
né máttugri fjallasali.
Rauðleit leika roðaský
um rökkursins morgunhimna,
orð mín geta ekki lýst,
því sem ég innst í hjarta skynja.
Drottinn, fögur eru verkin þín,
fagur fjallanna hringur.
Sól rís í suðaustri við Þríhyrning
og Eyjafjallajökull syngur.
Höfundur: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
Ljósmynd: Urriðafoss. Ljósmyndari: Árni ...
Á miðnætti í kvöld rennur út frestur til að senda inn umsagnir vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá (sjá grein)
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, B.Sc. M.Sc. umhverfisfræðingur á Selfossi hefur skrifað vandaða umsögn en í niðurstöðu hennar segir svo:
Niðurstaða um umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar og rökstuðningur af hverju ekki skal setja Hvammsvirkjun í nýtingarflokk
Hvammsvirkjun ...
Eðli svefns manna og dýra er ennþá ráðgáta sem vísindin glíma við að leysa. Rannsóknir vísindamanna á svefnvenjum í dýraríkinu eru farnar að leiða ýmislegt nýtt í ljós.
Kóalabirnir sofa t.d. mjög mikið eða að meðaltali 14,5 klst. á sólarhring. Hins vegar sofa litlu brúnu leðurblökurnar mest allra dýra eða í um 20 klst. af 24.
Þau dýr ...
Það er hægt að hafa ofnæmi fyrir ótrúlegustu hlutum. Eitt af því sem hægt er að hafa ofnæmi fyrir er efni sem kallast í daglegu tali Thiuram mix eða Thiuram blanda. Efnið er notað til að hraða myndun fjölliða við framleiðslu á gúmmí, og er það í næstum öllum hlutum sem innihalda gúmmí. Það er því ekki svo auðvelt að ...
Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna. Lykillinn er að flokka úrgang rétt til að það sé mögulegt. Röng flokkun getur gert að verkum að ómögulegt sé að endurvinna úrgang á ...
Ferskir ávextir eru oft grunsamlega fagrir. Það er ekki einungis að ljótu ávextirnir hafa verið flokkaðir burt, heldur hafa margir ávextir einnig verið úðaðir eða þvegnir með skordýraeitri til þess að þeir líti betur út. Lífrænir ávextir hafa hins vegar ekki verið þvegnir upp úr eiturefnum, ekki hafa verið notuð fyrirbyggjandi lyf og varnarefni og einungis er notaður lífrænn áburður ...
Börnin okkar verðskulda það besta og hreinasta sem völ er á. Framleiðsla vörutegunda eins og vefnaðarvöru, leikfanga, húsgagna og matvöru er oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa þó að sum framleiðsla sé sem betur fer umverfisvænni en önnur. En hvernig vitum við hvaða framleiðandi er ábyrgur og hvaða vara er betri og heilbrigðari en önnur? Viðurkenndar vottanir hjálpa okkur til að vita ...
Korn er uppistaða brauðmetis og hreinleiki kornsins er því það sem mestu máli skiptir varðandi brauðmat. Sætt brauð, kökur og kex hafa aftur á móti oft sykur og fitu sem aðaluppistöðuefni. Brauðmatur úr lífrænu korni er almennt umhverfisvænna en annað brauð, sérstaklega ef kornið er ekki flutt um langan veg. Mikil mengun vegna flutninga getur vegið upp á móti öllum ...
Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri. Íslendingar eru menningarþjóð sem leggur mikið upp úr lestri og kaupir mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða áratugi. Hvernig væri að ...
Fair Trade eða sanngirnisvottun er oft nefnt réttlætismerki enda byggist hugmyndafræðin á því að sanngirni og virðing sé viðhöfð í viðskiptum. Sanngirnisvottun er nokkurs konar viðskiptasamband framleiðanda, innflytjanda, verslana og neytenda, sem er opið, gagnkvæmt og með virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi.
Sanngirnisvottun er staðfesting á því að varan er unnin á siðferðislega sanngjarnan hátt, án skaðlegra áhrifa fyrir starfsmenn og ...
Fatnaður er okkur mannfólkinu nauðsynlegur og stendur okkur næst i orðsins fyllstu merkingu. Húðin snertir efnið og því er mikilvægt að íhuga hvað við berum næst okkur. Mörg litarefni og framleiðsluferli fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks ...
Þegar verslað er hér á Náttúrumarkaði fer pöntunin alltaf í pakka sem er sendur með Íslandspósti samdægurs eða næsta dag eftir því á hvaða tíma dagsins þú pantar. Pöntunin fer af stað samdægurs sé pantað fyrir kl. 12:00 á hádegi og er þá að jafnaði komin á leiðarenda daginn eftir. Þú getur einnig sent pakkann til annarra, sem gjöf ...
Ferskt lífrænt grænmeti er án efa besta grænmeti sem hægt er að fá. Ekki er verra ef það er íslenskt. Lífrænt grænmeti er ræktað á þann hátt sem styður við vistkerfi og viðheldur heilbrigði jarðarinnar. Grænmeti er einnig ein aðaluppistaðan í mörgum unnum matvörum og því tilefni til að lesa vandlega á umbúðirnar. Hér í deildinni eru nákvæmar upplýsingar um ...
Heilsuvörur eru vörur sem stuðla að bættri heilsu á einhvern hátt. Í dag er nokkuð erfitt að skilgreina hvað flokkast undir heilsuvörur og hvað ekki, því úrvalið er gríðarlegt og hugtakið heilsa svo víðfemt. Það sem fyrir einn er hollt er kannski óheppilegt fyrir annan svo það er erfitt að alhæfa í því sambandi. Til að mynda eru þarfir ófrískra ...
Það hefur verið margsannað í rannsóknum að það að eiga gæludýr eykur lífsgæði og lengir lífið. Gönguferð með hundinum er góð líkamsrækt í hvernig veðri sem er. Gæludýrahald er mannvænt en sem slíkt er það ekki talið umhverfisvænt. Það borgar sig að gefa gæludýrinu góðan mat sem er ekki búinn til úr úrgangi heldur hollu hráefni, helst lífrænu. Mikil gróska ...
Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað ...
Kaffi, te og krydd eru þurrkaðar afurðir ýmissa jurta. Líkt og með lifandi plöntur gildir að ræktun sé sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað. Lífræn vottun eða umhverfisvottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni ...
Að borða lítið af kjöti er eitt það umhverfisvænsta sem hægt er að gera. Það þarf mikið magn vatns, heys, korns og ekki síst lands til þess að framleiða hvert kíló af kjöti. Íslenskt kjöt er þó betra en flest annað kjöt í Evrópu að þessu leyti. Íslenska fjallalambið gengur um frjálst úti í guðsgrænni náttúrunni og er því umhverfisvænt ...
Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð eða lökkuð með óvistvænum efnum sem ekki eru sérstakleg heilsusamleg og jafnveg skaðleg. Góð leikföng þurfa ekki alltaf að vera úr hreinum náttúrlegum efnum þó að þau geti verið það. Gerviefni geta verið jákvæð út frá umhverfissjónarmiðum ...
Lífrænar vörur eru þær vörur kallaðar sem bera vottun sem standast reglugerð Evrópusambandsins um lífræna framleiðslu og viðurkennd er af IFOAM, alheims-regnhlífarsamtökum um lífrænan landbúnað. 750 samtök frá 108 löndum eru aðilar að IFOAM. Vottunarmerkin bera ýmis nöfn sem getur verið erfitt að átta sig á. Þess vegna eru viðurkenndar vottanir alltaf skýrðar sérstaklega hér á vefnum og tengjast hverri ...
Í matvörudeildinni finnur þú allar mat og drykkjarvörur eða allt vöruúrval Náttúrumarkaðarins sem er ætlað til manneldis. Hér í deildinni leitumst við við að setja fram sem nákvæmastar upplýsingar og birta innihalds, framleiðslu- og vottunarupplýsingar á sem nákvæmastan hátt. Regla er að allar upplýsingar sem er að finna á umbúðunum séu hér vel læsilegar. Það á við bæði um samsetningu ...
Framleiðsla á einföldustu raftækjum hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Þess vegna keppast framleiðendur víða um heim nú um að sýna lit og minnka umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En ekki taka allir þátt í því og bíða þangað til að fyrirskipanir berast t.d. frá ESB sem þvinga þá til að minnka umhverfisáhrifin. Við getum tekið þátt í því að „umhverfisvæni verði markaðsforskot ...
Fiskur er holl uppspretta próteins og vítamína. Hann inniheldur einnig Omega-3 fitusýrur sem eru fyrirbyggjandi gegn mörgum sjúkdómum.
Nokkrir aðilar hafa þróað staðla og vottunarkerfi fyrir sjálfbæra nýtingu sjávarfangs. Umfangsmest þeirra er Marine Stewardship Council (MSC), en einnig hafa Friends of the SeaFriends of the Sea, KRAV í Svíþjóð, Naturland í Þýskalandi og stjórnvöld nokkurra ríkja þróað slík kerfi ...
Hér á Náttúrumarkaði er deild undir nafni Svansins. Svansbúðin er fyrir alla sem selja Svansmerktar vörur. Bæði geta þeir selt beint í gegnum Náttúrumarkaðinn eða aðeins kynnt vörurnar sínar, alveg eins og hverjum og einum hentar. Aðalatriðið er að yfirlit verði til yfir allar Svansmerktar vörur sem í boði eru hér á landi.
Snyrtivörur varða daglega umhirðu líkama okkar. Margar snyrtivörur höfða mest til skjótfenginna fegurðaráhrifa en taka lítið tillit til áhrifa á heilsu notandans eða umhverfisáhrifa til lengri tíma. Til eru lífrænt vottaðar snyrtivörur, umhverfisvottaðar og siðgæðisvottaðar. Snyrtivörur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum koma náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft er búið að einangra þau til að fá ...
Plöntur eru ýmist villtar eða framleiddar, þ.e. komið á legg með sáningu fræja eða gróðursetningu t.a.m. stiklinga. Þær jurtir sem eru á boðstólum hérlendis eru ýmist fluttar inn eða framleiddar hérlendis. Eftirlit með innflutningi fræja, lifandi jurta, afskorinna blóma og áburðar er á höndum Matvælastofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er að hindra að sjúkdómar eða meindýr sem berist til ...
Náttúran.is hefur hannað og látið framleiða allar vörur Náttúrubúðarinnar. Hér finnur þú Svansmerktu Náttúruspilin, lífrænt- og kolefnisvottaða stuttermaboli og taupoka merkta Náttúrunni.is sem og græn kort og veggmyndir í ýmsum stærðum og gerðum. Athugið að einnig er hægt að sérpanta veggmyndir með ákveðnum skilaboðum t.d. til notkunar í skólastarfi og einnig er hægt að panta stærri upplög ...
Eins og í sælgæti er ógrynni af litarefnum í ís og frostpinnum. Sum þessara litarefna eru unnin úr hráolíu eða kolatjöru. Brilljant blátt FCF (E-133) t.d. er að finna í ís. Efnið var lengi bannað í sumum löndum Evrópu en hefur nú verið leyft vegna reglna innan ESB. Efnið er unnið úr kolatjöru og það getur framkallað ...
Það hefur færst í vöxt að fisk- og kjötvörur séu ekki hrein afurð, jafnvel þó að aðeins sé um niðurskurð og pökkun að ræða. Kjúklingalæri og ýsuflök pökkuð í frauð og plast eru oft sprautuð með vatni, salti og sykri auk bragðaukandi efna.
Unnu fisk- og kjötafurðirnar eru þó enn varasamari hvað þetta varðar. Nítröt og nítrít (natríum og kalíumsölt ...
Börnin okkar verðskulda það besta og hreinasta sem völ er á. Líkami barna er mun minni en okkar fullorðnu, og börnin þola því minna af hættulegum efnum þar sem áhrif slíkra efna eru oft minni eftir því sem líkamsþyngd er meiri.
Í sælgæti er ógrynni af litarefnum. Sum þessara litarefna eru unnin úr hráolíu eða kolatjöru. Brilljant blátt FCF (E-133 ...
Ísland er land sem þarf að flytja inn megnið af ávöxtum sem hér eru á markaði, en mjög gott íslenskt grænmeti er hins vegar ræktað innanlands. Ávextir og grænmeti sem eru ekki með skýrt upprunavottorð eru oft grunsamlega fallegir. Oft er askorbínsýra (E300) og sítrónusýra (E330) notaðar til að varðveita lit og ferskleika grænmetis og ávaxta einkum þegar flytja þarf ...
Flest ilmvötn í dag eru unnin úr jarðolíu, og til er í dæminu að eitt ilmvatnsglas sé samsull úr um 500 mismunandi efnum. Yfirleitt stendur bara ilmefni á umbúðunum, og ekki kemur fram að þau eru unnin úr jarðolíu eða kolatjöru. Í snyrtivörum geta verið hvimleið aukefni eins og E-240 - formaldehýð sem er þekktur krabbameinsvaldur. E-218 Metýl paraben og önnur ...
Erfðabreytt matvæli eru í sjálfu sér ekki hluti af E-efna kerfinu. En rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Rannsóknir hafa að mestu verið framkvæmdar og kostaðar af framleiðendum og því verður að taka þeim með fyrirvara.
Óháðir aðilar hafa framkvæmt rannsóknir sem sumar hverjar benda til þess að erfðabreytt matvæli hafi slæm áhrif á meltingarkerfi tilraunadýra ...
Margir hafa tekið eftir því að algengar brauðtegundir eru farnar að endast æ lengur. Samt er það svo að brauð sem er nýbakað úr náttúrulegum hráefnum helst ekki lengi ferskt.
Ýmis efni eru notuð til að lengja geymslutímann. Kalsíum própríónat (E282) kemur þannig í veg fyrir að brauð og kökur mygli. Rannsóknir benda til þess að efnið geti skert athyglisgáfuna ...
Umhverfisvæn ferðamennska hefur þróast mikið á undanförnum árum. Ágangur ferðamanna getur verið ákaflega umhverfisspillandi ef ekki er hugsað um hvernig best er tekið tillit til náttúrunnar. Þetta getur átt við hvað sem er því allt sem við gerum hefur einhver áhrif á veröldina í kringum okkur.
Af hverju að fara langt þegar þú getur notið góðs sumarfrís í næsta nágrenni ...
Af hverju að fara langt þegar þú getur notið góðs sumarfrís í næsta nágrenni. Alltof margir ferðast um hálfan hnöttinn en gleyma að ferðast um sitt eigið land. Útivera er ein skemmtilegasta leiðin til að halda sér og fjölskyldu sinni heilbrigðri og léttri í lund. Ferðalög þurfa ekki að vara lengi en það getur verið yndisleg upplifun fyrir fjölskylduna að ...
Skurðgoð þeirra eru silfur og gull, handaverk manna.
Sá er elskar gullið mun ekki réttlættur og sá er eltist við gróða mun villast. Mörgum hefur gullið í ógæfu hrundið, þeir hafa gengið glötun á vit.
Gull er hrösunarhella þeim sem það heillar,
sérhver heimskingi hrasar um hana.
Síraksbók 32.
Græðgi (lati ...
Nýja kremið frá NIVEA hefur verið auglýst mikið í fjölmiðlum að undanförnu. I auglýsingunni er það fullyrt að kremið stinni húðina og auki teygjanleika „á tveimur vikum“. Ennfremur er sagt er að kremið sé 95% náttúrulegt sem vekur spurningar um hvað hin 5% af ónáttúrulegum efnum séu. Skilgreiningin á „náttúruleg“ getur svosem þýtt næstum hvað sem er enda ekki viðmið ...
Síðan að við mannfólkið fórum að hreiðra um okkur innan dyra hafa plönturnar fylgt okkur eftir. Nálægð við gróðurinn er mikilvæg á margan hátt. Plöntur þjóna því hlutverki í náttúrunni að fylla loftið af súrefni* svo að á jörðinni þrífist líf. Plöntur innan dyra auka súrefnisflæði, jafna rakastigið og hreinsa eiturefni úr loftinu. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa plöntur ...
Vöxtur gróðurs á norðlægum slóðum er í vaxandi mæli farinn að líkjast vexti plantna á grösugri breiddargráðum í suðri samkvæmt rannsókn sem var styrkt af NASA og sem byggist á 30 ára gagnasöfnum úr gervihnöttum og af jörðu niðri.
Í vísindagrein sem var gefin út sunnudaginn 10. mars 2013, í tímaritinu Nature Climate Change, kannar alþjóðlegt teymi vísindamanna frá NASA ...
Það liggur fyrir að maðurinn nýtur náttúrunnar sér til heilsubótar þótt hann hafi ekki af henni neinn beinan hagrænan ávinning. Fallegir skýjabólstrar, fálki sem flýgur yfir, hljóðið í hrossagauknum, falleg grös. Allt er þetta til að gleðja andann og létta mönnum lund.
Því miður eru sumir sem líta á náttúruna sem stað þar sem þeir eigi að sýna hvað þeir ...
Fjöldi skógarfíla hefur minnkað um 62% um alla Mið-Afríku á undanförnum 10 árum, samkvæmt rannsókn
Rannsóknin staðfesti ótta um að afríski skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis) sé í útrýmingarhættu og muni hugsanlega deyja út á næsta áratug.
Dýraverndunarsinnar segja að „skilvirkar, snöggar, marghliða aðgerðir“ þurfi til að bjarga fílunum. Áhyggjur þeirra felast í því að verið er að drepa fílana út af ...
Ungverjaland hefur tekið einarða afstöðu á móti líftæknirisanum Monsanto og erfðabreyttri ræktun með því að eyða 1000 hektörum af maís sem hafði verið ræktaður úr erfðabreyttum fræjum, að sögn ráðuneytisstjóra Ráðuneytis dreifbýlisþróunarmála, Lajos Bognar. Ólíkt mörgum löndum ESB, er Ungverjaland þjóðríki þar sem ræktun erfðabreyttra plantna er bönnuð. Perú hefur einnig samþykkt 10 ára bann á erfðabreytta ræktun, og tekið ...
Íbúar Jarðar er nú komnir upp í um 7,1 milljarð og fæðast um 300.000 börn á dag. Þessi mikla fólksfjölgun endurspeglar einkum slæma stöðu kvenna víðs vegar í veröldinni, vegna þess að ef konur fá að menntast, og ráða lífi sínu að mestu leyti sjálfar, þá velja þær yfirleitt að eignast færri börn. Einnig endurspeglar þetta slæma stöðu ...
Í matvælum nútímans eru allskyns aukefni sem við flest kunnum lítil skil á. En hvaða efni eru þetta og hvaða áhrif skyldu þau hafa á líkama okkar? Eru einhver þeirra kannski ofnæmisvaldandi og geta sum aukefni e.t.v. valdið ofvirkni hjá börnum? Eða hafa einhver þeirra e.t.v. jákvæð áhrif á líkamann?
Náttúran.is hefur tekið saman ítarlegan ...
Hægt er að vera með snertiofnæmi fyrir yfirborðsefninu cocamidoprópýl betaine sem er mjög oft notað í sápum. Efnið er unnið úr kókosolíu og dímetýlamínóprópýlamíni. Einkenni geta komið fram nokkrum klukkustundum eftir snertingu og geta innifalið rauða húð, bólgur, kláða og vökvafylltar blöðrur.
Cocamidoprópýl betaine er þekktur ofnæmisvaldur. Það getur verið ertandi fyrir húð, augu og lungu. Efnið er notað í ...
Vatnsnotkun í veröldinni er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Frá því um 1950 hefur hún meira en þrefaldast. Ástæðan er fyrst og fremst mikil fólksfjölgun en einnig aukin vatnsþörf á hvern íbúa. Um 73% af vatni sem mannfólkið ný tir fer til landbúnaðar og aðallega í áveituskurði á þurrum svæðum. Áveiturnar sóa hins vegar miklu vatni og oft nýtast ...
„Ég elska þig bæði sem móður og mey,
sem mögur og ástfanginn drengur,
þú forkunnar tignprúða fjallgöfga ey!
Ég fæ ekki dulist þess lengur.
Þú háa meydrottning, heyr þú mig:
Af hug og sálu ég elska þig.“
Svo orti Hannes Hafstein árið 1880 í Ástarjátningu sinni til Íslands. Þótt Hannes hefði á þessum tímapunkti tekið upp merki raunsæisstefnunnar, var hann ...
Jafnvel þótt mannkynið sé aðeins lítið brot af öllu lífkerfi jarðar hefur það mun meiri áhrif á umhverfi sitt en stærð þess gefur til kynna. Vegna þess hve áhrif mannsins á umhverfið og náttúruna eru umfangsmikil er erfitt að ákveða hvað sé náttúra og hvað sé manngert umhverfi. Ósnert náttúra og ósnortin víðerni eru á hverfanda hveli og sumir halda ...
Loftslagsfræðingar sem skila skýrslum til nefndar Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) segja að við séum að sjá hlýnun loftslags af mannavöldum og það er aukinn ótti við magnandi sveiflur sem kunna að auka þessi áhrif enn frekar en nú er.
Vísindamenn greina loftslagsbreytingar í trjáhringjum, kóralrifjum, og í gasbólum í ískjörnum frá Suðurskautslandinu eða Grænlandsjökli ...
Um daginn sá ég fyrirsögn í dagblaði þar sem stóð: Það er barist um Ísland. Vísað var til þeirra ólíku sjónarmiða er eru uppi um verndun eða nýtingu íslenskrar náttúru.
Mér fannst þetta dálítið skondin fyrirsögn, þar sem sé verið að berjast er sú barátta afar ójöfn. Virkjana- og iðnaðargeirinn er með fullt af starfsfólki sem hann greiðir milljónir á ...
Ýmsar blikur eru á lofti varðandi það að olíukreppa heimsins sé ekki langt undan. Bandaríkin fóru yfir topp hámarksframleiðslu á olíu (Hubbert´s peak) um 1970 og Norðursjórinn fór yfir topp hámarksframleiðslu á olíu árið 1999. Í kjölfarið á þessum staðreyndum hefur verð á olíu heldur farið hækkandi. Nú er jafnvel talið að heimsframleiðsla olíu muni fara yfir topp hámarksframleiðslu ...
Effirfarandi grein var fyrst birt hér á vefnum þ. 13. nóvember 2009 en í ljósi þess að OR vill nú fá að halda áfram að menga fyrir Hvergerðum er full ástæða er til að rifja hana vel og vandlega upp:
Hér að neðan er úrtak athugasemda vegna brennisteinsvetnis, úr athugasemdum við breytingum á aðalskipulagi Ölfuss, 2002-2014, verk höfundanna Ingibjargar Elsu ...
Tré eru lífsnauðsynleg lífinu á jörðinni. Þau binda jarðveg og stuðla að jarðvegsmyndun gegnum rotnunarferli laufblaða, trjágreina og trjábola. Án jarðvegs væri enginn landbúnaður. Trén eru einnig hluti af innbúi okkar, sumir búa í timburhúsum og húsgögn og parketgólf eru smíðuð úr viði. Tré eru einnig lífsnauðsynleg mörgum vistkerfum jarðar, vistkerfum sem veita samfélögum mannanna ómetanlega vistvæna þjónustu. Við myndum ...
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands 2012 verður haldinn að Veitingahúsinu Árhúsum, Rangárbökkum við Hellu, miðvikudaginn þann 6.júní, kl. 20:30 - 23:00.
Dagskrá:
- Setning fundar og skipan fundarstjóra og ritara
- Skýrsla formanns og stjórnar
- Ársreikningur 2011 lagður fram til afgreiðslu
- Ákvörðun um félagsgjald
- Inntaka nýrra félaga
- Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna
- Önnur mál
Að loknum aðalfundarstörfum verður flutt erindi um umhverfismál ...
Að koma á framfæri íslenskum vörum úr hreinum náttúruafurðum er eitt mikilvægasta hlutverk Náttúrunnar. Að velja íslenska list og hönnun, hugvit og þjónustu eða framleiðslu úr íslensku hráefni styrkir ekki aðeins stoðir íslensks atvinnulífs heldur getur það verið mun umhverfisvænna en að velja erlenda framleiðslu. Ástæðan er sú að mikil kolefnislosun á sér stað við alla flutninga, þá ekki síst ...
Flestar sjálfvirkar eða hálfsjálfvirkar bílaþvottastöðvar byggja á háþrýstiþvotti og burstaþvotti. Einnig er oft undirvagn bílanna þveginn og eykur það vatnsnotkunina. Stundum eru sérstakir dekkjaburstar einnig til staðar.
Þvottur á hverjum bíl tekur yfirleitt 6-8 mínútur og eru þvegnir um 20.000 bílar á ári í meðalstórri bílaþvottastöð fyrir fólksbíla. Ekki er enn til algjörlega umhverfisvæn bílaþvottastöð á Íslandi og er ...
Mengun vísar yfirleitt til skaðlegs útstreymis eða útflæðis efna frá samfélaginu út í umhverfið. Um nógu mikið magn efna er að ræða til þess að valda tjóni á heilsu fólks, lífríki eða eignum.
Efni og orka eru í sífelldri hringrás í náttúrunni. Mengun breytir hringrásum náttúrunnar og því efnisflæði sem þegar er til staðar. Oft er mengun einungis fólgin í ...
Fátt er eins notalegt eins og að setjast niður á venjulegu kaffihúsi og sötra ljúffengan heitan kaffibolla og ekki er verra ef góð bók eða lestölva er með í farteskinu. Maður er einnig manns gaman og á kaffihúsum er alltaf möguleiki á því að hitta skemmtilegt fólk sem er tilbúið að spjalla um daginn og veginn. Ekki skyldi því furða ...
Jarðhitavirkjanir eru að miklu leyti sambærilegar við námavinnslu. Jarðhitavatninu er dælt í miklu magni upp úr jarðhitageyminum, og þannig er sú náttúrulega hringrás sem til staðar er gerð miklu hraðari en hún hefði verið án virkjunar. Jarðhitageymirinn endurnýjast ekki, nema að affallsvatni sé dælt aftur ofan í jarðhitageyminn, en slíkt er gert í tilraunaskyni og enn nokkuð óljóst hve mikið ...
Ítalski stjörnufræðingurinn Galileo Galilei var einna fyrstur manna til þess að nota sjónauka til að skoða sólkerfið. Hann uppgötvaði hin fjögur stærstu tungl Júpíters og ennfremur uppgötvaði hann að tunglin snérust í kringum Júpíter en ekki jörðina, en sú uppgötvun markaði tímamót innan stjörnufræðinnar. Síðan hafa merkir stjörnufræðingar notað sjónauka til að rannsaka alheiminn, og önnur stór uppgötvun varð þegar ...
Hin íslenska hveralykt er ekki eins blásaklaus og fögur og af er látið.
Efnið sem býr til hveralyktina, brennisteinsvetni (H2S)er þekkt eiturefni sem getur valdið óþægindum og jafnvel dauða ef það fer yfir ákveðin mörk.
Ef 30 mínútna meðaltal styrkur brennisteinsvetnis fer yfir 30 ppb (parts per billion - milljörðustuhlutar rúmmáls) má búast við því að fólk með astma og ...
Regnskógar heimsins eru í hitabeltinu við miðbaug. Stærstu regnskógarnir eru í Brasilíu, Kongó og í Indónesíu. Einnig eru regnskógar í Suðausturasíu, Hawaii og í Karíbahafi. Amazonregnskógurinn í Suður Ameríku er stærsti regnskógur heimsins.
Regnskógar eru eins og nafnið gefur til kynna með hátt rakastig. Regnið í regnskógunum er 4000 – 7600 mm á ári. Til samanburðar er rigningin í Reykjavík um ...
Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt?
Ég starfa aðallega við tæknilegar og raunvísindalegar þýðingar, ásamt ráðgjöf á sviði umhverfismála.
Hvaða menntun eða reynslu hefur þú að baki?
Er með BA próf í rússnesku og sagnfræði, B.Sc. gráðu í jarðfræði, M.Sc. gráðu í umhverfisefnafræði og er að ljúka MA gráðu í þýðingafræði.
Hvað lætur þig tikka ...
Umhverfishreyfingin hefur komið þeim skilaboðum áleiðis að menning og samfélag sé háð náttúrunni og þeim möguleikum sem náttúran býður upp á. Mannkynið treystir á andrúmsloftið, hringrás vatnsins, sólarljós, ljóstillífun, jarðveg, loftslag og vistkerfi hafsins. Náttúran og vistkerfi hennar liggja ætíð samfélaginu að baki og styðja við starfsemi þess. Þess vegna skiptir máli að jafnvel sterkbyggðustu samfélög eigi sér góða og ...
Green Cross International - Græni krossinn var stofnaður árið 1993 af Mikhail Gorbachev eftir ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um umhverfismál í Rio de Janeiro árið 1992. Aðalstöðvar Græna krossins eru í Genf í Sviss. Hugsjón Græna krossins er að skapa sjálfbæra framtíð með því að skapa jafnvægi á milli manns og náttúru og manna á meðal. Græni krossinn beitir sér m.a ...
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, jarðfræðingur, þýðandi og umhverfisefnafræðingur, B.A. B.Sc. M.Sc. M.A.
Erlurimi 8, 800 Selfossi.
Fædd í Edinborg, Skotlandi.þ. 22.05.1966.
Sími: 483 1500
ingibjorg@nature.is
Aðal hæfni:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir er jarðfræðingur, þýðandi og umhverfisefnafræðingur með 16 ára starfsreynslu, í þýðingum, rannsóknum, ráðgjöf og kennslu á sviði umhverfismála og náttúruvísinda. Hún talar ...
Náttúra í víðasta skilningi þess orðs nær til hins náttúrlega umhverfis, efnisheimsins og þeirra náttúrulögmála sem þar gilda. Náttúra vísar til þeirra fyrirbæra sem er að finna í hinu náttúrulega umhverfi og einnig til lífsins sjálfs. Hugtakið náttúra á yfirleitt ekki við um framleidda hluti eða uppbyggð samfélög manna. Náttúran er einnig yfirleitt aðgreind frá hinu yfirskilvitlega. Náttúran nær frá ...
Hin náttúrumiðlæga heimspeki segir að náttúran sjálf hafi innra gildi alveg óháð því hvort að hún nýtist manninum eður ei. Þannig hefur hundurinn rétt til að lifa jafnvel þótt að eigandinn sé orðinn hundleiður á honum og hafi af honum lítið gagn. Samkvæmt þessu sjónarmiði hefur náttúran rétt til þess að vera til jafnvel þótt að hún sé ekki nýtt ...
Á Selfossi eru menn hræddir við ketti. Þeir hafa verið að lesa gamlar galdraskræður sem halda því fram að kettir séu djöfulóð dýr og svartir kettir séu beinlínis af hinu illa. Galdrafár hefur geisað í bæjarstjórninni, svo megnt að öll bæjarstjórnin greip til þess ráðs á síðasta kjörtímabili nota bene, að ganga að sem flestum köttum dauðum og krefjast þess ...
Flugvélar brenna nú þegar um 130 milljónum tonna af flugvélaeldsneyti á ári hverju. En hvað er hægt að taka til bragðs? Að sögn sérfræðinga er það eina sem hægt er að gera í stöðunni að hanna umhverfisvænar flugvélar aftur frá grunni og draga úr flugumferð. Hægt er að nota t.d. stóra túrbóhreyfla í staðinn fyrir þotuhreyfla eða svokallaða opna ...
Vatnsnotkun er mikil á Íslandi en við stöndum enn í þeirri trú að engu máli skipti hve mikið vatn við látum renna, hvort sem það er kalt vatn í glasið eða heitt vatn í sturtuna. Hægt er að spara vatn á ýmsan hátt t.d. með því að nota „spar-sturtuhaus“ á sturtuna og láta vatnið ekki leka óþarflega lengi. Spar-sturtuhausinn ...
Besta leiðin til að sporna gegn gróðurhúsaáhrifum er að „rækta skóg“. Hægt er að ná koltvíoxíði úr andrúmsloftinu með því að binda það í skógrækt. Með kælingu má einnig binda koltvíoxíð niður og dæla því niður í djúp jarðlög undir hafsbotninum. Einnig er mögulegt að frysta það og sökkva niður í hafið þar sem ísklumparnir leysast síðan hægt upp. Allar ...
Sólin er stjarna í miðju sólkerfi okkar. Jörðin snýst á sporbaug í kringum sólina. Hiti og ljós sem frá sólinni stafa viðhalda nánast öllu lífi á jörðu.
Um 74% af massa hennar er vetni, 25% er helíum. Sólin er talin vera um 4,5 milljarða ára gömul, og er um það bil komin hálfa leið í gegnum líf sitt, þar ...
Norðurljós er ljósfræðilegt fyrirbrigði sem einkennist af litríkum dansi ljóss á næturhimninum. Ljósin orsakast af samverkun hlaðinna einda úr sólvindi og efri lögum andrúmslofts jarðarinnar. Þegar slík ljós myndast á suðurhvelinu er þau kölluð suðurljós en norðurljós á norðurhvelinu. Ljósin sjást vel á Íslandi á veturna.
Eitt stærsta vandamál nútímans er losun gróðurhúsalofttegunda. Ástæðan er sú að gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu eins og koltvíoxíð, metan og vatnsgufa valda því að sá varmi sem berst frá sólinni endurkastast ekki aftur út í geiminn, heldur safnast upp í andrúmsloftinu. Þannig myndast eins konar gróðurhús utan um jörðina.
Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 0,7°C frá því fyrir ...
Eyjafjallajökull er eldkeila og svipar þar með til fjalla eins og Fuji eldfjallsins í Japan og til Mt. St.Helens í Bandaríkjunum. Fyrir gosið nú þakti um 80 km2 jökull eldfjallið og er Gígjökull stærstur þeirra skriðjökla er skríða niður úr meginjöklinum. Gígurinn í toppi fjallsins er um 2,5 km í þvermál. Gosefnin sem koma upp úr Eyjafjallajökli eru ...
Í eldgosum kemur upp kvika sem er bráðið efni úr möttli eða skorpu. Í gosopi myndast hraun, gjóska og kvikugös. Röð eldgosa á tilteknu tímabili mynda eldvirkni.
Eldvirkni skiptist í meginlandseldvirkni á meginlöndunum og úthafseldvirkni á plötuskilum og heitum reitum. Helstu einkenni úthafseldvirkni eru sprungueldstöðvar og hraungos á meðan að meginlandseldvirkni einkennist af stórum eldfjöllum sem gjósa súru bergi í ...
Tíminn líður og drengurinn stækkar og stækkar. Guttinn er að verða fjögurra mánaða. Það sem er svo yndislegt er, að persónuleiki hans og vilji er að koma í ljós. Honum finnst gaman að horfa á stóra gröfu moka snjó en leiðinlegt að vera settur í ömmustólinn. Honum finnast strútar skrýtnir en pabbi sinn bæði skrýtinn og skemmtilegur. Og mamma er ...
Guð er kærleikur. Þessa staðreynd uppgötva ég á jóladag þegar ég vakna og horfi inn í augu sjö vikna gamals sonar míns, sem horfir á mig fullur trúnaðartrausts og kærleika. Ég fer hjá mér. Mér finnst ég varla eiga skilið að vera elskuð á þennan innilega og saklausa barnslega hátt en eins og séra Óskar Hafsteinn sagði í predikun sinni ...
Í raun og veru er hægt að byrja að lesa fyrir barnið hvenær sem er. Hann Siggi litli er að verða þriggja mánaða og ég prófaði að setja hann í ömmustólinn og lesa Bangsímon fyrir pjakkinn. Ég veit að þetta var alveg hámark bjartsýninnar, en Siggi var hin rólegasti, fylgdist með tilþrifum mínum við lesturinn og virtist hafa frekar gaman ...
Allmargir nýbakaðir foreldrar lenda í því að unginn þeirra fær magakveisu. Kveisa þessi er ekki hættuleg en veldur barninu samt talsverðum óþægindum. Það er einnig þolraun fyrir foreldrana þegar barnið horfir biðjandi á pabba og mömmu og biður sífellt um hjálp.
En er þá ekkert hægt að gera? Jú, mikil ósköp, við magakveisum eru til ýmiss góð ráð. Hægt er ...
Flest ástfangin hjón hafa á einhverjum tímapunkti löngun til að eignast börn. En það er ekki alltaf jafn auðvelt. Við hjónin höfðum misst fóstur og höfðum spurst fyrir um ættleiðingar frá Kína, en okkur var tjáð hjá íslenskri ættleiðingu að samkvæmt kínverskum reglum værum við orðin of gömul til að ættleiða börn. Ég var 43 ára en maðurinn minn 55 ...
Hamingjan er að vakna að morgni dags með strákunum mínum í miðri kreppunni og í stað þess að hugsa um Icesave þá dunda ég mér við að hita pela í potti á eldavélinni. Litli strákurinn minn er mjúkur maður enda ekki nema 8 vikna og ég hlæ þegar pabbi Valgeir syngur fyrir hann „Hraustir menn“ sem KK er að spila ...
Um 85.000 flugferðir eru farnar á degi hverjum og er talið að fjöldi þeirra muni tvöfaldast til ársins 2050. Þetta þýðir að útblástur gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum mun væntanlega aukast verulega. Flugvélar brenna nú þegar um 130 milljónum tonna af flugvélaeldsneyti á ári hverju. En hvað er þá hægt að taka til bragðs ? -
-
Að sögn sérfræðinga er það eina sem ...
Fegurð heimsins er staðreynd sem ekki verður undan vikist. Hinn náttúrlegi heimur er ægifagur í bæði sköpunarferli sínu og tortímingu. Að horfa á Snæfellsjökul á sólríkum degi með svart Búðahraunið í forgrunni skapar fagurfræðilega upplifun sem fæstir vildu fara á mis við. Jafnvel eldgosin í Heklu og logandi hraun sem renna niður hlíðar eru fögur þótt hættuleg séu. Regnskógurinn er ...
Frá sólinni berst orkurík geislun með stuttri bylgjulengd. Nokkur hluti þessarar geislunar endurkastast aftur út í geim, annar hluti dreifist í andrúmsloftinu og um helmingur geislunarinnar nær yfirborði jarðar sem sólarljós. Ljósið hitar yfirborð jarðar sem sendir varmann frá sér sem innrauða geislun með langri bylgjulengd. Innrauða geislunin sem ætti að fara aftur út í geim er fönguð af svokölluðum ...
Jarðfræðilega séð er Ísland ungt land eða um 20-25 milljón ára. Upphleðsla landsins hefur öll farið fram á síðari hluta nýlífsaldar. Landið er nær allt gert úr hraunlögum með setlögum á milli. Hraunlögin hafa hlaðist upp í eldgosum enda liggur Ísland á svokölluðum heitum reit þar sem eldgos eru tíðari en annarsstaðar. Jarðmyndunum Íslands er skipt gróflega í fernt. Elst ...
Dekkin endast lengur og þú sparar eldsneyti ef loftþrýstingi í þeim er haldið réttum. Það borgar sig því að fylgjast reglulega með loftinu í dekkjunum. Hafið gjarnan loftið 10% yfir uppgefnum mörkum (ca. 0,2 bar yfir mörkum). Upplýsingar um kjörloftþrýsting í dekkjum bílsins eiga að vera í leiðbeiningabók bílsins. Gættu þess að réttur loftþrýstingur sé einnig í varadekkinu.
Það ...
Sveitarfélagið Ölfus auglýsti tillögur að breytingum á aðalskipulagi 2002-2014 þ. 20. ágúst sl. en athugasemdir við tillögurnar (sjá hér) skulu sendast í formi venjulegs pappírsbréfs í frímerktu umslagi (ath. tölvupóstur nægir ekki) til: Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.
Það nægir sem sagt ekki að hafa verið einn/ein af þeim 678 sem sendu athugasemdir við umhverfismat að sömu framkvæmdum ...
Ekkert tré endurspeglar vorið jafn sterkt og birkið. Grannt með þunnum blöðum er það tákn fyrir æsku og lífsgleði. Í maí-júní innihalda fersk birkiblöðin mörg góð og nauðsynleg efni. Þau innihalda mikið af C-vítamíni sem eykur fitubrennslu og eru einnig góð fyrir húðina.
Birkisafi úr birkiblöðum hefur heilnæma virkni vegna þess að hann hefur jákvæð áhrif á vökvajafnvægi líkamans og ...
Kennarar eru ...
Dr. James Hansen ...
Náttúran er notuð til þess að byggja upp innri styrk og karakter, m.a. af skátahreyfingunni og fjölda fólks sem ný tur þess að reyna á takmörk sín innan þeirra vébanda sem náttúran setur. Að vera sjálfum sér nógur, treysta á sjálfan sig, kunna að rata, nota áttavita, beita skynsemi og rökhugsun, bregðast rétt við aðstæðum. Allt þetta er hægt ...
Vín, öl og brennivín eru venjulega gerð úr vínberjum og korni sem er ræktað með tilbúnum áburði og notkun skordýraeiturs. Leifar af eitri geta borist í jarðveg og haft skaðleg áhrif á umhverfi. Í ræktun lífrænna víný rúga er notkun tilbúins áburðar og skordýraeiturs bönnuð. Kannaðu framboð af lífrænum vínum í verslun ÁTVR. Spurðu einnig um slík vín á veitingastöðum ...
Þrjár af hverjum fjórum bílferðum á Íslandi eru styttri en þrír kílómetrar. Það er best að aka sem minnst. Notaðu reiðhjól til þess að fara í lengri ferðir. Leyfðu börnunum að hjóla í skólann. Sniðugt er að kaupa línuskauta og/eða reiðhjól handa fjölskyldunni þannig að minna þurfi að fara stuttar vegalengdir á bíl. Sniðugt er að ræða við aðra ...
Meira en helmingurinn af sorpinu okkar getur brotnað niður á náttúrulegan hátt. Jarðgerð felur í sér að lífrænt efni eins og jurta- og matafgangar brotna niður af örverum, fyrst og fremst bakteríum og sveppum. Næringarefnin í jarðgerðarmassanum verða aftur aðgengileg fyrir nýjar jurtir. Á meðan að niðurbrot er í gangi er jarðgerðartunnan heit. Þegar niðurbrotinu lýkur lækkar hitastigið.
Það er ...
ALDREI HAFA VIRKJANASINNAR VERIÐ SPURÐIR SLÍKRA SPURNINGA?
Aldrei hafa þeir verkfræðingar og vísindamenn sem vinna að því að virkja á Íslandi verið spurðir að því hvort að þeir séu að láta persónulega ...
Ástand heimsins er mjög mismunandi eftir svæðum. Í ríkum vestrænum ríkjum lifir fólk góðu lífi þótt atvinnuleysi sé sumsstaðar viðvarandi vandamál. Einna best lífsskilyrði á jörðinni hafa þeir sem búa í norrænum velferðarríkjum því þar njóta flestir menntunar og mannsæmandi kjara. Í Bandaríkjum Norður Ameríku er gífurleg misskipting tekna. Þar búa fáir við mesta ríkidæmi heimsins en talsverður hópur við ...
- Um er að ræða upptakasvæði stórra jarðskjálfta. Jarðskjálftar af stærðargráðunni 6-7 á Richter verða nokkrum sinnum á öld. Suðurlandsskjálftinn árið 2000 losaði ...
Upplýsingar um jarðfræði sem komu fram í umhverfismati vegna Núpsvirkjunar og Urriðafossvirkjunar árið 2003 voru mjög takmarkaðar og alls ófullnægjandi. Þetta segir Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, jarðfræðingur eftir að hafa skoðað málið ný verið. Jarðfræði svæðisins er afskaplega flókin, svæðið er alltsaman sundursprungið, þar eru flekaskil og ofan í þessa flóknu sprungur kemur megineldstöð með ummyndun og jarðhita.
Í ljósi þessa ...
Jarðfræðilega séð er Ísland ungt land eða um 20-25 milljón ára. Upphleðsla landsins hefur öll farið fram á síðari hluta nýlífsaldar. Landið er nær allt gert úr hraunlögum með setlögum á milli. Hraunlögin hafa hlaðist upp í eldgosum enda liggur Ísland á svokölluðum heitum reit þar sem eldgos eru tíðari en annarsstaðar.
Jarðmyndunum Íslands er skipt gróflega í fernt. Elst ...
Í nýjasta fréttabréfi FENÚR (Fagráð um endurnýtingu og úrgang) kemur fram, að ársskammtur Íslendinga af dagblöðum og auglýsingapósti dugar til þess að þekja vegakerfi landsins rúmlega fimm sinnum. Árið 2006 tóku 17 heimili þátt í mælingum á magni pappírs sem berst inn um póstlúgur landsmanna. Niðurstaða verkefnisins var sú, að um 176 kg af dagblaðapappír og auglýsingapósti barst að meðaltali ...
Samtökin Veraldarvinir sem eru samtök sjálfboðaliða standa nú að verkefni sem sný r að því að hreinsa alla strandlengju Íslands. Áætlað er að verkefnið taki 5 ár með þátttöku margra erlendra og íslenskra sjálfboðaliða. Verkefnið er nú á öðru ári og gengur mjög vel. Með því að hreinsa strandlengjuna eykst einnig umhverfisvitund landsmanna og markmið Veraldarvina er að sanna að ...
í dag var opnuð heimasíðan www.kolvidur.is. Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti. Viðskiptavinir Kolviðar kaupa kolefnisbindingu til þess að jafna útblástursmengun ökutækja sinna og vegna flugferða. Reiknilíkan á vefsíðu Kolviðar býður viðskiptavinum að leggja fé í sjóðinn sem síðan ...
Ný skýrsla frá loftslagsnefnd Sameinuðu Þjóðanna (IPCC) kemst að þeirri niðurstöðu að mannkynið gæti dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda ef beitt væri skynsamlegum stjórnmálalegum og tæknilegum lausnum.
Loftslagsbreytingar munu hreyfa við hverju einasta samfélagi á jörðinni og það er í höndum ríkisstjórna að grípa til aðgerða segir í skýrslu loftslagsnefndarinnar.
Loftslagsnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að engin ein tæknileg lausn ...
Tímamót urðu í prentun símaskráinnar núna í ár, en hún er nú merkt Svaninum, norræna umhverfismerkinu í fyrsta skipti. Pappírinn í skrána er unninn úr sjálfbærum skógum auk þess sem blek og lím uppfylla þtrustu kröfur. Einnig hefur fyrirtækið Já sem gefur út símaskrána gert samning við Skógræktarfélag Íslands um gróðursetningu 1.500 trjáa á ári, sem er sá fjöldi ...
Ef þú vinnur í stóru fyrirtæki eru talsverðar líkur á því að þú munir lifa það að einhverjum starfsmönnum eða jafnvel þér sjálfum verður sagt upp. Margir verða bara vitni að því þegar einhverjir aðrir missa vinnuna, en þú gætir reyndar lent í þeim hópi sem er sagt upp í því augnamiði að auka skilvirkni og hagræðingu í fyrirtækinu.
En ...
Í Bandaríkjunum er það að verða æ vinsælla að lifa einföldu lífi, kaupa minna og þurfa þar af leiðandi ekki að vinna eins mikið. Á ensku kallast þetta lífsform "Simple living". Til eru samtök - The Simple Living Network sem hafa frá árinu 1996 veitt upplýsingar og þjónustu varðandi hvernig er hægt að lifa heilbrigðu, einföldu og uppbyggjandi lífi.
Einfaldur lífsstíll ...
Umhverfisyfirlýsing frá fyrirtækinu Timberland:
„Timberland leggur mikla áherslu á að draga úr gróðurhúsaáhrifum og að stuðla að betra útivistarumhverfi okkur öllum til hagsbóta bæði í dag og á morgun. Við lofum að nota meira af endurnýjanlegri orku, nota endurvinnanleg og endurnýtanleg efni, minnka úrgang, nota minna af efnavöru og styðja skógrækt. Hvers konar fótspor munum við skilja eftir okkur á ...
Með tilliti til þróunar í landbúnaði, í læknavísindum og vegna matvælaöryggis er æskilegt að varðveita erfðafræðilegt gildi náttúrunnar. Það gætu fundist ný lyf í plöntum frumskógarins, ný afbrigði af korni sem hægt er að nýta eða önnur gen sem geta komið okkur að miklu gagni. Þau gen sem glatast úti í náttúrunni vegna útrýmingar dýra og plantna verða hins vegar ...
Maðurinn hefur ætíð tekið hráefni úr náttúrunni, umbreytt því og skapað verðmæti. Þetta hefur hann gert með því að beita hugviti sínu og höndum. Þannig býr maðurinn í vissum skilningi til auðlind úr umhverfi sínu. Þegar auðlindin skapar vöru sem er komin á markað verður til hagkerfi og náttúran fær hagrænt gildi.
Það efast enginn um að náttúran hefur hagrænt ...
Eru bremsurnar í lagi ?
Er nægur bremsuvökvi til staðar ?
Er kúplingin í lagi ?
Er stýrið vel stillt ?
Er rafkerfið í lagi ?
Eru bensínslöngurnar í lagi ?
Er púströrið í lagi ?
Það margborgar sig að láta yfirfara þessa hluti reglulega.
Gott er að athuga hvort að kælivökvi, rafgeymasýra, olía og mótorolía er ekki örugglega til staðar í nægu magni. Það þarf að skipta um mótorolíu og olíusíu a.m.k. einu sinni á ári. Kælivökvann á að skipta um annað hvert ...
Blettum úr sætum má ná úr með sápuvatni. Ef það dugar ekki má nota blöndu af vatni og 25% ediksýru. Forðist ...
Að ...
Sérstaklega mikilvægt er að gera strax við litlar rispur á lakkinu eftir steinkast ...
Það er einnig mikilvægt að eiga aukaöryggi fyrir ljósin í bílnum.
Ljósin mega ekki blinda aðra ökumenn og þessvegna er ...
Koffín er náttúrulegt örvandi efni sem finnst í fræjum kaffiplöntunnar. Efnið finnst einnig í um það bil 60 öðrum plöntutegundum, t.d. í telaufi, kakóbaunum, gúaranakjörnum og kólahnetum og er því í afurðum sem unnar eru úr þessum jurtum. Koffín er ekki einungis notað í framleiðslu á drykkjarvörum eins og kóladrykkjum og orkudrykkjum heldur er það ...
Metangasbílar sem nota hauggas hafa ekki nein gróðurhúsaáhrif þar sem að hauggasið er nú þegar bara brennt á haugunum í dag. Það er því betra að nota gasið til að knýja bíla í stað bensíns eða olíu. Vert er að athuga hvort og hvaða metangasbílar eru á markaðnum.
Metangasbílar eru yfirleitt tvinnbílar, með einn tank fyrir gas og annan fyrir ...
Flest fólk skapar sér eigin fatastíll sem er hluti af persónuleika einstaklingsins. Sumir sauma sér öll föt, aðrir kaupa megnið í Rauða krossinum og enn aðrir fylgja tískustraumum. Það getur verið upplyftandi að kaupa ný föt og oftar en ekki er það árstíðabundið og að kaupa sér sumarföt á vorin getur verið hin besta skemmtun.
Hins vegar verður að hafa ...