Austurlensk heimspeki og búddatrú er um 2500 ára. Hæstu hæðum sínum hefur hún náð t.d. á hásléttu Tíbets, þar sem Dalai Lama ríkti áður en hann var hrakinn í útlegð af kínverjum. Það sem tíbetskir búddamunkar iðka öðru fremur er hugleiðsla og er nú hægt að fá kennslu í tíbetskri hugleiðslu hjá Hugleiðslu- og friðarmistöðinni, hugleidsla.is.
 
Kennarar eru Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, dýralæknir og Halldór Jónsson, læknir. Skemmst er frá því að segja að ég skellti mér á námskeið, og hef nú þegar náð að þroska með mér gjörhygli (mindfulness) og slaka á.  Hugleiðslan er mjög góð slökunaraðferð og hægir jafnvel aðeins á hjartslætti og blóðþrýstingur lækkar. Ekki er um trúboð hjá kennurunum að ræða, en þeim sem vilja kynna sér tíbetskan búddisma nánar er bent á að setja sig í samband við félag búddista á Íslandi.
 
Farið er í gegnum bókina Diamond Mind eftir Rob Nairn, sem er orðin metsölubók í dag og gerðar ýmsar æfingar t.d. rúsínuæfingin vinsæla sem felur í sér að borða eina rúsínu á um 10 mínútum.
 
Ótrúlegt en satt. Þetta er hægt, og ég hvet alla sem eru að leita að nýjum leiðum til að ná tökum á hugsun sinni og slaka á að kynna sér hvenær næsta námskeið verður á hugleidsla.is Mynd af Dalai Lama af consciouslivingfoundation.org.
Birt:
5. apríl 2009
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Að íhuga eins og tíbetar gera“, Náttúran.is: 5. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/05/ao-ihuga-eins-og-tibetar-gera/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: