Símaskráin fær norræna svansmerkið
Tímamót urðu í prentun símaskráinnar núna í ár, en hún er nú merkt Svaninum, norræna umhverfismerkinu í fyrsta skipti. Pappírinn í skrána er unninn úr sjálfbærum skógum auk þess sem blek og lím uppfylla þtrustu kröfur. Einnig hefur fyrirtækið Já sem gefur út símaskrána gert samning við Skógræktarfélag Íslands um gróðursetningu 1.500 trjáa á ári, sem er sá fjöldi sem felldur er fyrir prentun Símaskrárinnar. Símaskráin er prentuð í 230 þús. eintökum, er 1.584 síður og vegur tæp 2 kg.
Birt:
May 9, 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Símaskráin fær norræna svansmerkið“, Náttúran.is: May 9, 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/09/smaskran-fr-norrna-svansmerki/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 24, 2007