Samtökin Veraldarvinir sem eru samtök sjálfboðaliða standa nú að verkefni sem sný r að því að hreinsa alla strandlengju Íslands. Áætlað er að verkefnið taki 5 ár með þátttöku margra erlendra og íslenskra sjálfboðaliða. Verkefnið er nú á öðru ári og gengur mjög vel. Með því að hreinsa strandlengjuna eykst einnig umhverfisvitund landsmanna og markmið Veraldarvina er að sanna að það getur bæði verið gaman og gagnlegt að hugsa um náttúruna. Auk þessa er markmiðið að stunda rannsóknir á því sorpmagni sem safnast að ströndum landsins.

Verkefnið er styrkt af Umhverfisráðuneytinu, Bændasamtökunum, Samtökum Sveitarfélaga, Háskóla Íslands og erlendum aðilum. Mikilvægt er að allir landsmenn styðji við framtak Veraldarvina til þess að hreinsun strandlengjunnar geti orðið að veruleika.

Mynd: Ferðamenn í Stokkseyrarfjöru. Ljósmynd: Guðrún Trggvadóttir. 

Birt:
16. maí 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Veraldarvinir hreinsa strandlengju Íslands“, Náttúran.is: 16. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/16// [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: