Ungverjaland hefur tekið einarða afstöðu á móti líftæknirisanum Monsanto og erfðabreyttri ræktun með því að eyða 1000 hektörum af maís sem hafði verið ræktaður úr erfðabreyttum fræjum, að sögn ráðuneytisstjóra Ráðuneytis dreifbýlisþróunarmála, Lajos Bognar. Ólíkt mörgum löndum ESB, er Ungverjaland þjóðríki þar sem ræktun erfðabreyttra plantna er bönnuð. Perú hefur einnig samþykkt 10 ára bann á erfðabreytta ræktun, og tekið þannig mjög einarða afstöðu gegn erfðabreytttum innihaldsefnum.

Planetsave segir frá:

Næstum 1000 hekturum af maís sem hafði verið ræktaður úr erfðabreyttum fræjum, hefur verið eytt um allt Ungverjaland, segir ráðuneytisstjóri Ráðuneytis dreifbýlisþróunarmála, Lajos Bognar. Erfðabreytti maísinn hefur verið plægður niður, sagði Lajos, en frjókorn hafa ekki dreifst frá maísnum, bætti hann við.
Ólíkt mörgum ESB löndum, þá eru erfðabreytt fræ bönnuð í Ungverjalandi. Eftirlitið mun halda áfram, þrátt fyrir að fræinnflytjendur og kaupmenn séu skyldugir til að tryggja að vörur þeirra séu ekki erfðabreyttar, sagði Bognar.

Við rannsóknina hafa eftirlitsmenn fundið Pioneer Monsanto vörur á meðal þeirra fræja sem sáð var.

Frjálst flæði vöru innan ESB, felur í sér að yfirvöld munu ekki rannsaka hvernig fræin bárust til Ungverjalands, en þeir munu athuga hvar fræin eru notuð, sagði Bognar. Opinbera svæðisútvarpið tilkynnti að tvö stærstu fræframleiðslufyrirtæki heims væru tengd málinu, og að erfðabreyttu fræi hefði getað verið sáð á þúsundir hektara í landinu ef eftirlitið hefði ekki gripið inn í. Flestir bændur á svæðinu hafa kvartað þar sem þeir voru að uppgötva að fræin sem þeir fengu afgreidd voru erfðabreytt.

Þar sem uppskerutíminn nálgast, er of seint að sá nýjum fræum, þannig að uppskera heils árs hefur brugðist.

Og ekki hefur það bætt stöðu bænda, að fyrirtækið sem dreifði fræunum innan Baranya sýslu er komið í gjaldþrotameðferð. Þessvegna, ef alþjóðleg fræframleiðslufyrirtæki eiga að greiða einhverjar skaðabætur, þá mun það fé fara aðallega til kröfuhafa, en ekki fara til bændanna sjálfra.

Birt:
7. mars 2013
Tilvitnun:
Anthony Gucciardi, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Ungverjaland eyðir öllum kornökrum með erfðabreyttu korni frá Monsanto“, Náttúran.is: 7. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/06/ungverjaland-eydir-ollum-kornokrum-med-erfdabreytt/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. mars 2013

Skilaboð: