Samvinna hefur verið á milli Land- og Ferðamálafræðistofu Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og Náttúran.is um gerð Græns Íslandskorts/Green Map Iceland en Háskóli Íslands hefur allt frá árinu 2008 veitt faglega ráðgjöf auk þess að veita fjármunum til verkefnisins.


Heit framtíð, kalt stríð: Vísindin og loftslagsumræðan 28.2.2015

Nokkrir af  þekktustu sérfræðingum samtímans á sviði loftslagsrannsókna, Gavin Schmidt, Erick Fernandes, Kevin Anderson og Erik M. Conway, taka þátt í ráðstefnunni „Heit framtíð, kalt stríð: Vísindin og loftslagsumræðan“ sem fram fer á Háskólatorgi 105 sunnudaginn 1. mars kl. 13:00 -  17:00.

Dagskrá:

  • Guðni Elísson: „Earth2015“
  • Gavin Schmidt: „Simulating the emergent patterns of climate change“
  • Erick Fernandes: „Turn Down the Heat – Why a 4°C Warmer World Must be Avoided”
  • Kevin Anderson: „Delivering on 2°C: evolution or revolution ...

Afsprengi ofgnóttarinnar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Föstudaginn 30. október heldur Juliet Schor, prófessor í félagsfræði við Boston College og höfundur fjölmargra bóka og fræðigreina um neyslusamfélag nútímans fyrirlestur um deilihagkerfið í boði rannsóknarverkefnisins „The Reality of Money“ við Heimspekistofnun, Landverndar og Háskóla Íslands á Þjóðarspeglinum í HÍ. Pallborðsumræður í lokin.

Dagskrá:

  1. Juliet Schor. Samneysla: nýtt fyrirbæri eða sama gamla neysluhyggjan?
  2. - Pallborðsumræður að loknu erindi próf. Schor ...
28. október 2015

Nokkrir af  þekktustu sérfræðingum samtímans á sviði loftslagsrannsókna, Gavin Schmidt, Erick Fernandes, Kevin Anderson og Erik M. Conway, taka þátt í ráðstefnunni „Heit framtíð, kalt stríð: Vísindin og loftslagsumræðan“ sem fram fer á Háskólatorgi 105 sunnudaginn 1. mars kl. 13:00 -  17:00.

Dagskrá:

  • Guðni Elísson: „Earth2015“
  • Gavin Schmidt: „Simulating the emergent patterns of climate change“
  • Erick Fernandes: „Turn Down ...
28. febrúar 2015

Kevin Anderson, prófessor og fráfarandi forstöðumaður Tyndall-loftslagsstofnunarinnar í Manchester, flytur erindi á Háskólatorgi (sal HT-105) undir yfirskriftinni „Strúturinn eða fönixinn? Mishljómur eða sköpunargleði í heimi loftslagsbreytinga“. Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.50–14.50.

Kevin Anderson tekur nú við formennsku í orku- og loftslagsdeild Manchester-háskóla, en mun með fram því stýra Tyndall stofnuninni ásamt nýjum forstöðumanni. Hann er ...

24. febrúar 2015

Kristín Vala t.v. og Vandana Shiva í pallborði er sú síðarnefnda kom til Íslands árið 2011. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, hefur fengið innöngu í Rómarklúbbinn svokallaða (e. Club of Rome) sem vinnur að því að greina helstu vandamál sem steðja að mannkyninu og jörðinni.

Rómarklúbburinn eru alþjóðleg samtök sem eiga sér nærri 50 ára sögu en aðild að þeim eiga leiðtogar sviðum stjórnmála, viðskipta og vísinda sem deila áhuga á framtíð jarðar ...

23. janúar 2015

Merki Háskóla Íslands Þjóðarspegillinn: Ráðstefna í félagsvísindum er haldinn í október ár hvert við Háskóla Íslands. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi.

Í tengslum við ráðstefnuna er veggspjaldasýning á 1. hæð Háskólatorgs þar sem fjölmargir fræðimenn, meistara- og doktorsnemar kynna rannsóknir sínar.

Í ágripabók Þjóðarspegilsins eru ágrip allra erinda ...

30. október 2014

Árný Erla Sveinbjörnsdóttir.Vísbendingar eru um að breytingar á efnasamsetningu grunnvatns á jarðskjálftasvæðum geti nýst til þess að segja fyrir um stóra jarðskjálfta og auka skilning á ferlum í jarðskorpunni sem verða fyrir slíka skjálfta. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn tengdri tveimur stórum jarðskjálftum sem urðu á Norðurlandi árið 2012 og 2013 og greint er frá í nýjasta hefti Nature Geoscience. Tímaritið ...

03. október 2014

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Evrópustofa í samvinnu við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, standa fyrir opnum fundi um stefnu Evrópusambandsins um loftslagsbreytingar í Odda 101 fimmtudaginn 5. júní kl. 13-16.

Á málþinginu verður fjallað um stefnu Evrópusambandsins í loftslagsmálum og hvernig hún hefur áhrif á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Er sambandið að standa sig nægilega vel í baráttunni gegn hlýnun jarðar? Á ...

Vísindamenn við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala (RÍN) áttu stóran þátt í útgáfu nýrra Norrænna næringarráðlegginga (NNR) sem komu út í byrjun mars sl.

Norrænu ríkin hafa um árabil átt samvinnu um útgáfu heilstæðra næringarráðlegginga og byggjast þær á vinnu rúmlega hundrað sérfræðinga undir forystu vinnuhóps á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Inga ...

23. apríl 2014

Dr. Dan Laffoley, sérfræðingur í vistkerfum úthafanna, flytur fyrirlesturinn „Hafið, framtíðin sem við viljum“ í sal 105 á Háskólatorgi (HT105) mánudaginn 7. apríl 12.10– 13.10. Laffoley er þekktur fyrirlesari (danlaffoley.com) og hefur verið mikilvægur þátttakandi stefnumótun og umhverfisverndarumræðu í Evrópu og Stóra-Bretlandi undanfarna áratugi, en ...

Ráðstefna um samræktun „aquaponics“ fer fram á Sólheimum í Grímsnesi þ. 25. mars nk.

Dagskrá:

  • 8:30-9:00        Skráning og kaffi
  • 9:00-9:10        Velkomin að Sólheimum - Guðmundur Ármann Pétursson, Sólheimar
  • 9:10-9:30        Kynning á aquaponics – Ragnheiður Þórarinsdóttir, Svinna-verkfræði ehf. / Háskóli Íslands
  • 9:30-9:50        Breen - Aquaponics á Spáni – Fernando Sustaeta, Breen
  • 9:50-10:10      Aquaponics í stórborginni Kaupmannahöfn ...

Föstudaginn 14. mars kl. 13.00-17.00 verður haldið málþing um Guðmund Pál Ólafasson í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Guðmundur Páll Ólafsson (1941-2012) var einkar fjölhæfur maður og lagði gjörva hönd á margt. Hann er án efa þekkastur fyrir bókaflokk sinn um náttúru Íslands en síðasta bókin í þeim flokki, Vatnið í náttúru Íslands, kom út árið 2013, u ...

Málþing með nokkrum þekktustu sérfræðingum samtímans, Stefan Rahmstorf, Michael Mann, Kari Norgaard og Peter Sinclair, á sviði loftslagsrannsókna verður haldið laugardaginn 5. október í Háskólatorgi 105 (13.00–17.00). Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Guðni Elísson, forseti Íslensku- og menningardeildar, setur þingið og kynnir þátttakendur. Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands, stýrir umræðum. Ráðstefnan er haldin ...

05. október 2013

Niðurstöður Samleiðniverkefnisins (Converge Project) verða kynntar í sal Þjóðminjasafns Íslands þ. 4. október kl.14:00

Í Samleiðniverkefninu hefur undanfarin 4 ár verið rannsakað hvernig mannkynið getur búið á sjálfbæran máta innan þeirra marka sem Jörðin setur.

Í verkefninu tóku þátt háskólar og félagasamtök í Bretlandi, Svíþjóð, Ungverjalandi, Indlandi og á Íslandi. Íslenski hópurinn þróaði aðferðafræði sem allir geta notað ...

Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus boðar til hádegisfundar um sjálfbærni og ástand jarðar mánudaginn 3. júní kl. 12-14 í sal Norræna hússins.

Á fundinum verður rædd ársskýrsla bandarísku samtakanna Worldwatch Institute þar sem farið er yfir ástand jarðarinnar eins og það blasir við í ár. Sérstaklega verður hugað að því hvaða róttæku leiðir má fara í því að sveigja í aðra ...

Einn áhrifamesti fyrirlesari um loftslagsbreytingar, Bill McKibben heldur opinn fyrirlestur í boði Landverndar, Norræna hússins og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Frá vitund til verka“ um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum og fer fram í Norræna húsinu sunnudaginn 5. maí kl. 12:30.

Bill McKibben er höfundur fjölda bóka um umhverfismál og einn stofnenda hinnar ...

Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðarins halda opið málþing um íslenskan matvælaiðnað, umhverfismál og vistvæna nýsköpun, laugardaginn 20. apríl kl. 13-17 í Háskólatorgi Háskóla Íslands.  Þar verður fjallað um græna hagkerfið og stefnu stjórnvalda í þeim málum. Sagt verður frá Evrópuverkefnunum Ecotrofoods (www.ecotrophelia.eu) og Converge (www.convergeproject.org) og hvernig staðið er að því að minnka ...

Sjötta árið í röð stendur Gaia félag meisaranema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands fyrir Grænum dögum.

Allir fyrirlestrar og aðrir viðburðir Grænna daga fara fram á ensku.

Mánudagur - 18. mars

12:00-12:30 Opnunarathöfn Grænna daga á Háskólatorgi - Ávörp flytja; Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Davíð Fjölnir Ármannsson formaður Gaia auk þess ...

Föstudaginn 15. mars flytur Jón Geir Pétursson, doktor í þróunar- og umhverfisfræði og skrifstofustjóri í umhverfis – og auðlindaráðuneytinu, fyrirlestur sem ber heitið „Frá orðum til athafna: Unnið með jafnrétti og loftlagsbreytingar í Úganda“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12:00-13:00.

Íslensk stjórnvöld hafa rekið markvissan málflutning fyrir auknum áherslum á jafnréttismál í alþjóðlegu loftslagsviðræðunum og hefur þar ...

13. mars 2013

„Lífræn matjurtarækt á íslandi, þróun hennar og staða“ er yfirsögn MS varnar Rögnu Dagbjartar Davíðsdóttur nema í Umhverfis og auðlindafræði við Háskóla Íslands en vörnin fer fram á morgun, miðvikudaginn 23. janúar kl 15:00 í VRII, Hjarðarhaga 6, stofu 157.

„Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi samþykkt tillögu þess efnis að auka lífræna landbúnaðarframleiðslu þannig að hún verði um 15 ...

Fimmtíu ár frá útgáfu bókarinnar „Raddir vorsins þagna“ eftir Rachel Carson. Skilaboð móttekin en án viðbragða?

Að því tilefni verður haldinn opinn fyrirlestur miðvikudaginn 17. október 2012 í Öskju, stofu 132, kl. 12.25-13.15 en þá mun Joni Seager, prófessor í hnattrænum fræðum við Bentley-háskóla, halda erindi sem ber heitið „Fimmtíu ár frá útgáfu bókarinnar „Raddir vorsins þagna“ eftir ...

Miðvikudaginn 13. júní flytur einn þekktasti loftslagsvísindamaður heims, prófessor Michael Mann við Penn State University, fyrirlestur á vegum EDDU – öndvegisseturs og Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 12.00–13.30 í í Odda, stofu 101.

Í fyrirlestrinum, sem ber heitið „The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines“, fjallar Mann um rannsóknir sínar og ...

Ráðstefna um náttúru og umhverfi í skólastarfi  verður haldin fimmtudaginn 24. maí kl. 13:00 í Skriðu, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Dagskrá:

  • 13:00 Setning
  • 13:10 Líffræðinám úti við – meiri þörf en nokkurn tíma áður: Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor við Menntavísindasvið
  • 13:45 Naflagras: Brynhildur Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Garðaskóla
  • 14:20 Rannsóknir og þróun á sviði sjálfbærni: Allyson Macdonald prófessor við ...

Alþjóðleg ráðstefna um útinám og náttúruleg leiksvæði verður haldin á Menntavísindasviði  Háskóla Íslands, Reykjavík frá 31. maí til 2. júni 2012.

Ráðstefnan mun skapa vettvang fyrir fagfólk og almenning til að deila þekkingu og reynslu á þessu sviði, með því að bjóða upp á fyrirlestra, umræður, kynningar og vinnusmiðjur.

Fyrirlesarar hafa fjölbreytan bakgrunn í félags- og uppeldisfræðum, frístunda- og ungmennastarfi ...

07. maí 2012

Dr. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, flytur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Erindið verður flutt mánudaginn 30. apríl kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.
Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.


Ágrip af erindi Freysteins Sigmundssonar:

„Mörg rök hafa verið færð fyrir því að kvikuhólf sé undir Heklu. Í slíkum eldfjöllum verða eldgos þegar kvikuþrýstingur nær að ...

Ýmsir velta fyrir sér hvaða áhrif virkjanir hafa á göngu laxfiska og hvaða árangur mótvægisaðgerðir beri.

Fimmtudaginn 3. nóvember 2011 kl. 11:50 verður haldinn í Sal 2 í Háskólabíó fyrirlestur um stíflur í ám og tilraunir til að greiða för sjógöngufiska á áhrifasvæðum stíflumannvirkja.

Fyrirlesari er Dr. Margaret J. Filardo, sem hefur í tvo áratugi verið leiðandi í rannsóknum ...

02. nóvember 2011

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK) boðar til alþjóðlegrar ráðstefnu í tilefni af 20 ára afmæli stofnunarinnar og 100 ára afmælis Háskóla Íslands. Ráðstefnan fer fram dagana 4.–5. nóvember 2011 við Háskóla Íslands og dagskrána má nálgast hér (.pdf).

Ráðstefnan í ár skiptist í 20 málstofur með þátttöku fræðimanna af ólíkum fræðasviðum. Athygli er vakin á ...

Föstudaginn 16. september, kl 12:00, Háskólabíó - miðjan.

Margrit Kennedy er arkítekt, vistfræðingur og fjármálasérfræðingur og hefur um árabil gagnrýnt núverandi fjármála- og peningakerfi. Hún er fyrrverandi prófessor við arkitektúrdeild Háskólans í Hannover.  Fyrir um þrjátíu árum hóf hún að kynna sér rannsóknir á peningakerfinu. Hún taldi að ekki væri unnt að takast á við  umhverfisvandamál samtímans vegna grunngalla í ...

Mánudaginn 29. ágúst heldur Vandana Shiva opinberan fyrirlestur í Háskólabíói, kl. 17.00. Aðgangur er ókeypis.
Vandana Shiva er hugsuður og baráttukona á sviði sjálfbærrar þóunar, umhverfis- og mannréttindamála. Hún er þekkt um allan heim fyrir baráttu sína fyrir hag indverskra bænda og starf sitt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni og bættrar umgengni við umhverfið.

Vandana Shiva hóf snemma á ferli ...

Dr. Vandana Shiva, baráttukona á sviði sjálfbærrar þróunar, umhverfis- og mannréttindamála, heldur opinberan fyrirlestur í Háskólabíó á vegum Háskóla Íslands, Slow Food Reykjavík, Framtíðarlandsins og EDDU - öndvegisseturs þ. 29. ágúst nk. kl. 17:00.

Dr. Vandana Shiva, baráttukona á sviði sjálfbærrar þróunar, umhverfis- og mannréttindamála, heldur opinberan fyrirlestur í Háskólabíó á vegum Háskóla Íslands, Slow Food Reykjavík, Framtíðarlandsins og EDDU ...

Máni Arnarson verkfræðingur flytur fyrirlesturinn Hrun íslenska efnahagskerfisins: Notkun kerfislíkana við að kanna samtengingu fjármála-, þjóðfélags- og heimskerfa í stofu 101 á Háskólatorgi Háskóla Íslands miðvikudaginn 1. júní kl. 12:00 en fyrirlestrinum lýkur um kl. 13:30.

Meðhöfundar skýrslu, sem ber sama titil og fyrirlesturinn, og kemur út 1. júní, sitja einnig fyrirlesturinn. Þeir eru Þorbjörn Kristjánsson (nemi í ...

30. maí 2011

Háskóli Íslands stendur fyrir ráðstefnu um stöðu verkfræði í vistfræðilegum heimi en ráðstefnan er ein af mörgum uppákomum stofnunarinnar í tilefni 100 ára afmælisins. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 27. apríl kl. 14:00-17:00 í stofu 132 í Öskju.

Aðal fyrirlesari er Peter Head, sem er framkvæmdastjóri hjá Arup verkfræðistofunni í Bretlandi, en hann ræðir um aukið hlutverk verkfræðinga í ...

26. apríl 2011

A conference on simulations and measurements of the ocean environment, sponsored by the University of Iceland and the Icelandic Marine Research Institute, will by held Sunday April 17 from 9:30 to 17:45 at the University of Iceland, in hringsalur HT-101 in Háskólatorg. Hringsalur HT-101 is below the restaurant Háma, in Háskólatorg (University Plaza) at the University of Iceland ...

16. apríl 2011

„Reykjanes er einstakur staður á jörðinni því þar má sjá flekaskil milli meginfleka jarðskorpunnar, Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans.  Flekaskilunum fylgir eldvirkni, jarðhitavirkni, sprungur, misgengi og jarðskjálftar og flekarnir fjarlægjast hver annan um tvo sentímetra á ári,“ segir Páll Einarsson, prófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins í jarðskjálftum.

Hann er annar tveggja leiðsögumanna í skoðunarferð sem farin verður ...

08. apríl 2011

Háskóli Íslands stendur fyrir ýmsum áhugaverðum uppákomum og ferðum á aldarafmælinu. Þann 10.apríl nk. verður jarðfræði Reykjavíkur skoðuð í fylgd jarðvísindamanna Háskóla Íslands. Ekið verður vítt og breitt um borgina og stoppað á völdum stöðum þar sem hugað verður að megindráttum í jarðfræðilegri gerð höfuðborgarsvæðisins. Leiðsögumaður í ferðinni er Hreggviður Norðdahl varaforseti jarðsvísindadeildar og fræðimaður á Jarðvísindastofnun.

Lagt verður ...

07. apríl 2011

Dr. Suzuki er prófessor í líffræði við Háskóla Bresku Kólumbíu, náttúruverndarsinni  og sjónvarpsmaður sem þekktur er fyrir að útskýra náttúruvísindin á einfaldan og heillandi hátt. Sjónvarpsþættir hans, The Nature of Things, hafa verið sýndir á mörgum helstu sjónvarpsstöðvum heims. Kesara Jónsson prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild kynnir fyrirlestur Suzuki.

Fyrirlesturinn verður fluttur í dag kl. 17:00 í Öskju, stofu ...

04. apríl 2011

GAIA, félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands stendur frá 30. mars til 1. apríl (miðvikudag til föstudags) fyrir Grænum dögum í skólanum. Markmið daganna er að vekja nemendur og nærumhverfi skólans til umhugsunar um umhverfismál.

Meðal þess sem verður í boði í ár eru fyrirlestrar um rafbíla og lunda, kvikmyndasýning, tónleikar og barsvar, eða pub quiz, svo ...

Á Hugvísindaþingi á föstudag og laugardag verða nokkrar áhugaverðar málstofur um umhverfismál.

Umhverfismál á nýrri öld.
Í málstofunni verður fjallað um umhverfismál og umhverfispólitík á Íslandi frá sjónarhorni nokkurra ólíkra húmanískra fræðigreina. Megináhersla málstofunnar er á stöðu umhverfismála hérlendis í dag, svo og á þróun þeirra á allra næstu árum. Einnig verður fjallað sérstaklega um nokkra málaflokka, einkum þá hnattrænar ...

Konfúsíusarstofnun Norðurljós sýnir kínversku heimildarmyndina Grænir hermenn (Heavy Metal) e. Jin Huaqing (2010) í sal 132 í Öskju í dag kl. 17:30.

Í meira en 20 ár hafa Japanir, Bandaríkjamenn, Ástralir, Evrópubúar og fleiri, flutt fleiri tonn málm- og raftækjaúrgangs til Fengjiang borgar. Haugar allskyns málma hafa skuggaleg áhrif á borgarmyndina.

Um 50 þúsund farandverkamenn, sem forðast fátæktina í ...

03. mars 2011
  • Mengun í hvölum og örnum.
  • Hvað með mengun í þorskinum?
  • Er mengun í blóði íslenskra kvenna?
  • Fær maður nokkuð í magann af því að baða sig í Nauthólsvík?
  • Er sjórinn við landið að verða  hættulega súr?
  • Er rigningin góð?
  • Er Ísland hreinasta land í heimi?

Þessum spurningum og fleiri verður reynt að svara á ráðstefnu um mengun á Ísland.

Ráðstefna ...

Þann 25.05.2010 varði Sigurðar Eyberg Jóhannsson meistaraprófsritgerð sína í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi Sigurðar var Dr. Brynhildur Davíðsdóttir.

Á undanförnum árum hefur ákallið um sjálfbæra þróun farið stöðugt hækkandi. Í kjölfar þessa hafa komið fram hinir ýmsu vísar sem leitast við að mæla sjálfbærni. Einn slíkra er Vistsporið eða The Ecological Footprint. Markmið þessarar rannsóknar ...

21. október 2010

Jón Kristinsson arkitekt heldur fyrirlestur í Námu, Endurmenntun Háskóla Íslands, þriðjudaginn 7. september kl. 12:10.

Umræða um sjálfbærni er ofarlega á baugi þessa dagana. Mikilvægi bættrar orkunýtingar er liður í þá veru. Á köldum svæðum hérlendis er raforka notuð til húshitunar, rétt um 10% landsmanna býr á þessum svæðum. Með hækkandi orkuverði verður þessi málaflokkur æ mikilvægar.

Jón Kristinsson ...

06. september 2010

Daníel í StokkseyrarfjöruSören Breiting frá Danska menntavísindasviðinu (áður þekkt sem Danski uppeldisháskólinn, DPU) mun halda fyrirlestur fimmtudaginn 2. september 2010 kl. 14-15 í Bratta, húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð, gengið inn frá Háteigsvegi.

Í fyrirlestrinum fjallar Breiting um hvernig samþætta megi menntun til sjálfbærrar þróunar í námskrána án þess að börnin fyllist sektarkennd og angist, t.d. vegna loftslagsbreytinga. Menntun til sjálfbærni ...

Arran StribbeÍ nóvember 2008 komu sextíu og fimm sjálfbærnismenntavísindamenn saman í háskólanum í Gloucestershire til þess að íhuga sjálfbærnislæsi, leikni sem fólk þarf að hafa til þess að komast af og dafna við ögrandi aðstæður 21. aldarinnar. Arran Stibbe skipulagði fundinn og ritstýrði síðan Handbók sjálfbærnislæsi: Leikni fyrir breytilegan heim (Green Books, Dartington, Bretlandi) með margmiðlunar leiðarvísi fyrir kennara. Í þessum ...

Prófessor Harald Sverdrup flytur fyrirlestur um alþjóða gullmarkaðinn. Í fyrirlestrinum fjallar hann um það hvernig markaður með hrávöru og góðmálma gengur fyrir sig og hvernig afleiðumarkaðir og spákaupmennska hafa afskræmt markaðskerfin og leitt þannig af sér gríðarlega markaðsáhættu í bankakerfi sem virðist stjórnlaust. Sverdrup mun ræða um stóra samninga og skuldbiningar sem gerðar hafa verið í gulli, silfri og öðrum ...

Þriðja árið í röð stendur Gaia félag meisaranema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands fyrir Grænum dögum. Þemað í ár er líffræðilegur fjölbreytileiki.

Líffræðilegur fjölbreytileiki styður fjölbreytni gena, tegunda og vistkerfa sem mynda líf á jörðinni. Við erum núna stöðugt að verða vitni af tjóni á líffræðilegum fjölbreytileika, sem hefur djúpstæð áhrif á náttúru heimsins og velferð manna. Megin ...

Föstudaginn 26. mars kl. 14:30-15:45 býður námsbraut í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands upp á opinn fund um vistferilsgreiningar í Lögbergi, Háskóla Íslands, stofu 101. Fyrirlestrar fara fram á ensku og gert er ráð fyrir umræðum eftir framsögur.

What is LCA? How an LCA tool can help on carrying out LCA.
Some practical examples of industries using ...

23. mars 2010

Sálfræðingurinn Don Beck hefur unnið mikið og merkilegt starf til að ná að skilja þróun hugsunar (evolution of thought) sem byggist á þróun þjóðflokka. Hann heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands föstudaginn 19. mars kl 12:20 undir titlinum; "Sustainable Cultures, Sustainable Planet: A Values System Perspective on Consctructive Dialogue and Cooperative Action".

Allir velkomnir!

Sjá nánar á vef Háskóla Íslands.

17. mars 2010

Á 15. Stefnumóti umhverfisráðuneytisin og Stofnunar Sæmunar fróða verður fjallað um tengsl milli hnattrænna loftslagsbreytinga, sjálfbærrar þróunar og öryggismála. Einnig verður rætt um alþjóðlegar samningaviðræður um loftslagsmál í aðdraganda Kaupmannahafnarfundarins.

Það er dr. Adil Najam, framkvæmdastjóri Pardee Center við Boston University, sem flytur erindið Loftslagsbreytingar, þróun og öryggi. Dr. Adil Najam er einn af aðalhöfundum 3. og 4. skýrslu Vísindanefndar ...

Dagur námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands verður haldinn föstudaginn 16. október kl. 15:00-18:00 í fundarsal Öskju, 3. hæð.

Dagskrá:
15:00 Opnunarávarp - Guðrún Gísladóttir, formaður stjórnar námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræðum.
15:05 Hvers vegna nám í umhverfis- og auðlindafræðum? / Why an interdisciplinary study programme in Environment and Natural Resources? - Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar ...

14. október 2009

Dr. Rajendra K. Pachauri, einn helsti forystumaður veraldar í umræðum um loftslagsbreytingar, heldur opinn fyrirlestur í boði forseta Íslands og í samvinnu við Háskóla Íslands, laugardaginn 19. september kl. 11:30.

Fyrirlesturinn ber heitið „Can Science Determine the Politics of Climate Change“ og verður fluttur í Hátíðarsal Aðalbygginar Háskóla Íslands. Í upphafi fundarins flytur forseti Íslands stutt ávarp en Kristín ...

17. september 2009

Hrafnhildur Bragadóttir, lögfræðingur, flytur erindið: Aðgöngumiðar að andrúmsloftinu - losunarheimildir og viðskipti með þær. í Lögbergi stofu 101 þ. 23. september nk. kl. 12:15.

Í erindinu verður rætt um alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum samkvæmt loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og Kýótó-bókuninni. Einnig verður fjallað um áhrif EES-samningsins á ráðstöfun losunarheimilda íslenska ríkisins og litið til ný legra breytinga á regluverki EB ...

17. september 2009

Málþing um stöðu og framtíð landbúnaðar og byggðar í sveitum verður haldið mánudaginn 14. september næstkomandi í Norræna húsinu í Reykjavík. Þar verða kynntar niðurstöður úr viðamiklu rannsóknaverkefni um þessi efni, „Litróf landbúnaðarins“, sem landfræðingar við Háskóla Íslands hafa unnið að undanfarið. Verkefnið hlaut afmælisstyrk Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins.

Á málþinginu verður fjallað um fjölþætta starfsemi til sveita og fjölþætt hlutverk landbúnaðar ...

Using the global recession as an opportunity to create a sustainable and desirable future

Dr. Robert Costanza visthagfræðingur mun halda opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands, nánar tiltekið í Öskju sal 132, þann 26. ágúst klukkan 16:00-18.

Dr. Costanza er prófessor í visthagfræði (ecological econmics) og forstjóri Gund Institute for Ecological Economics vð Vermontháskóla. Dr. Constanza er einn af þekktustu ...

25. ágúst 2009

Christopher Vasey heldur fyrirlestur á Háskólatorgi i dag kl. 17:00 undir yfirsögninni: Þekking heimsins á náttúruvættum.

Þjóðsögur margra landa fjalla um samskipti manna við álfa og dverga. Frásagnir af þessu tægi er að finna í öllum heimshornum frá örófi alda. Hvernig stendur á því að sumir sjá þessar verur en aðrir ekki? Hvaða þýðingu hefur vitneskja um þessar verur ...

Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, ásamt Guðrúnu Gísladóttur, prófessor, og Brynhildi Davíðsdóttur, dósent, við líf- og umhverfisvísindadeild Háskólans, og 14 rannsóknastofnunum í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum var nýlega úthlutað 1.200 milljón króna styrk frá Umhverfisáætlun ESB innan 7. rammaáætlunarinnar.

Þessi styrkur er veittur til þess að þróa yfirgripsmikið jarðvegsmódel sem gerir kleift að skilgreina virkni ...

07. júní 2009
Námskeið um ræktun kryddjurta verður haldið í Endurmennt HÍ, í samstarfi HORTICUM menntafélagsins, þiðjudaginn 23. júní kl. 19:30-22:00.

Áhugi fólks á kryddjurtum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og framboð af ferskum kryddjurtum í verslunum hefur aukist mikið. Ferskleikinn er afar mikilvægur til að kryddjurtir njóti sín til fulls og því fátt betra en að hafa aðgang að ...

Endurmenntun Háskóla íslands Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði við að greina helstu hópa háplantna á Íslandi og hvernig þekkja má algengar tegundir. Námskeiðið verður haldið í Þjóðgarðinum í Skaftafelli þar sem saman fer mikil tegundaauðgi og gróska.

Flestir sem ferðast um landið hafa upplifað hvernig plöntur auka ánægju af útiverunni, hvort sem ferðalangurinn dáist að smáu en litfögru fjallablómi eða ...

Í dag, miðvikudaginn 27. maí kl. 17.30, gangast nokkrir kennarar og nemendur í Háskóla Íslands fyrir málfundi og myndasýningu undir fyrirsögninni "Höfnum erfðabreyttum lífverum á Íslandi!" Fundurinn er haldinn í Háskólatorgi nr. 102.

Tilefni fundarins er fyrirliggjandi umsókn um leyfi til stórfelldrar útiræktunar á erfðabreyttu byggi til lyfja- og iðnaðarframleiðslu á Rangárvöllum.

Sýnd verður kvikmyndin "The World According ...

27. maí 2009

Síðastliðin 40 ár hefur Ísland, lítið land í norðurhöfum, leitað stórra lausna í orku-, atvinnu-, og efnahagsmálum. Á þessu málþingi var fjallað um stóriðjustefnu stjórnvalda í ljósi náttúruverndar, hnattvæðingar og efnahaglegs sjálfstæðis.

Sérstakur gestur á málþinginu var bandaríski rithöfundurinn John Perkins, höfundur The Confessions of an Economic Hitman. Perkins er staddur hér á landi í tilefni af frumsýningu heimildamyndarinnar Draumalandið ...

Sigríður Guðmarsdóttir heldur fyrirlestur í fimmtu stofu (2.h.) aðalbyggingar Háskóla Íslands mánudaginn 23. febrúar n.k. kl. 15:00-16:00.
 
Um efni fyrirlestursins segir Sigríður:
 "Ein af algengustu líkingum um texta fyrstu vistfemínísku guðfræðinganna er líkingin um nauðgun náttúrunnar. Eru þessi tengsl milli arðráns og nauðgunar gagnleg fyrir vistguðfræðiumræðu nútímans eða hæfa aðrar betur umhverfisumræðum nútímans? Ég hef valið ...

Meistaranemar við umhverfis- og auðlindafræðideild Háskóla Íslands halda Græna daga í annað sinn dagana 2. – 6. mars nk. Markmið daganna er að vekja nemendur og starfsfólk skólans til vitundar um vistvæna neyslu og endurvinnslu.

Meðal dagskráliða er fatavelta á Háskólatorgi, þar sem menn geta komið með notuð föt og skipt þeim fyrir önnur sem verða á markaðinum, eða keypt notuð ...

Hlynur Bárðarson meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ heldur fyrirlestur um meistaraprófsverkefni sitt í dag föstudaginn 6. febrúar kl. 16:30 í sal N-132 í Öskju, náttúrufræðahúsi, Sturlugötu 7.

Viðfangsefni Hlyns er „Flokkun á íslensku landslagi og fylgni við jarðfræðilega þætti, Icelandic landscape classification and correlation with geological factors.“

Nýlega hefur verið þróuð aðferð við flokkun á íslensku landslagi ...

Atvinnusköpun á Íslandi mikilvægt málefni einmitt núna. Heimskaffimálþing verður haldið á Háskólatorgi Háskóla Íslands þ. 12. janúar nk. frá kl. 17:45-21:00 og mun það fjalla um það hvernig unnt sé að framleiða íslenska hönnun á Íslandi.

Í svokölluðum heimskaffisamræðum eru engir sérfræðingar og allir taka þátt í að þróa nýjar hugmyndir sjá theworldcafe.com
Allir hönnuðir, frumkvöðlar, fjárfestar ...

Á 9. stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða verður fjallað um hvort verndun eða nýting sé betri nýtingarkostur? Fjallarð verður um stöðu Rammaáætlunar.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 29. október kl. 12:00 og stendur til kl. 13:30.

Tvö erindi eru á dagskrá:
„Rammaáætlun um vernd og nýtingu vatnsafls og háhitasvæða“ - Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar 2. áfanga ...


Land- og ferðamálafræðiskor HI og Rannsóknamiðstöð ferðamála auglýsa eftir áhugasömum nemendum til að rannsaka markaðsímynd fyrirtækja í ferðaþjónustu sem nýta visthæft eldsneyti. Um er að ræða meistaranám í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands

Verkefnið mun m.a. leitast við að kanna viðhorf ferðamanna til nýtingar umhverfisvæns eldneytis og kortleggja hvort tveggja afstöðu ferðamanna og áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem ...

Mánudaginn 30. júní kl. 12.00 í stofu 101 á Háskólatorgi mun Martin Weitzman prófessor í hagfræði við Harvard University tala um hagfræði loftslagsbreytinga.

Weitzman var á árinu 2000 ráðgjafi Auðlindanefndar og hefur m.a. skrifað grein með Þorvaldi Gylfasyni prófessor um fiskveiðistjórn á Íslandi. Weitzman er einn af 200 bestu hagfræðingum veraldar skv. lista IDEAS/RePEc. Hann er fæddur ...

29. júní 2008

Föstudaginn 27. júní kl. 11.00 mun einn helsti sérfræðingur heims á sviði upplýsingatækni, Subramaniam Ramadorai, flytja fyrirlestur í Hátíðarsal HÍ, Aðalbyggingu. Umhverfisvernd er mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækja og upplýsingatækni er ekki undanskilin þegar kemur að losun kolefnis út í andrúmsloftið. Erindi Ramadorai heitir „Vistvæn upplýsingatækni“.

Ramadorai er forstjóri TCD (TATA Consulting Services) sem er í hópi stærstu upplýsingatæknifyrirtækja ...

26. júní 2008
Í nótt, nákvæmlega 23:59, verða samkvæmt almanaki Háskólans sumarsólstöður. Þá er sól hæst á lofti við sólarlag. Á morgun tekur daginn svo aftur að stytta þó það verði reyndar ekki fyrr en eftir 3 mánuði að dagur verði skemmri en nóttin. Jónsmessa er svo þann 24. júni n.k., aðfararnótt þriðjudags. Ekki eru allir sammála um hvora nóttina velta ...
Málþing í Öskju Náttúrufræðahúsi, stofu 132, Sturlugötu 7 fimmtudaginn 29. maí kl. 13 -17.

Dagskrá

13:00 Setning málþings
13:10 Upphaf þjóðgarða og gildi þeirra í fortíð, nútíð og framtíð Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður Jökulsárgljúfrum
13:40 Verndarviðmið Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna, IUCN Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í grasafræði, Háskóla Íslands
13:55 Áherslubreytingar í stjórnun náttúruverndarsvæða Karl Benediktsson prófessor í ...
27. maí 2008

Umhverfisdagar í HÍ dagana 1.-3. apríl

Í tilkynningu frá HÍ segir að tilgangur daganna er að auka umhverfisvitund meðal stúdenta og starfsfólks skólans. Að þessu sinni verður athygli einkum beint að endurvinnslu og neyslu. Að Umhverfisdögum standa Gaia - félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum, Stúdentaráð Háskóla Íslands og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við HÍ.

Þriðjudaginn 1. apríl ...

Fimmta stefnumót Umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða

Fjallað verður um áhættuna sem fylgir því þegar erlendar plöntur eða dýr eru flutt inn til landsins.

Erindi:

  • Snorri Baldursson, Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Þröstur Eysteinsson, Skógrægt ríkisins
Fundurinn hefst kl. 12:00, föstudaginn 7. desembr í fundarsal Þjóðminjasafnsins og stendur til 13:00. Stefnumótin eru stuttir, snarpir og skemmtilegir fundir sem eru öllum opnir.

Fimmtudaginn 13. september fór fram ökutækjakeppni VOR (vettvangur um orku- og stóriðjurannsóknir) og Orkuveitu Reykjavíkur. Vistvænustu bifreiðar landsins tóku þátt í keppninni þar sem kappið í akstrinum snerist um sparneytni og lágan eldsneytiskostnað.

Markmið keppninnar var að vekja athygli á mengun frá ökutækjum ásamt orkueyðslu og beinum orkukostnaði ökutækja. Jafnframt var tilgangurinn að vekja almenning til meðvitundar um þá valkosti ...

Háskóli Íslands efnir til málþings í tilefni af Samráðsfundi um loftslagsbreytingar sem haldið er dagana 12. - 14. júní í Reykjavík. Málþingið er haldið í hátíðarsal háskólans miðvikudaginn 14. júní og hefst kl. 9:00. Málþingið er öllum opið. Þar munu vísindamenn og sérfræðingar fjalla um hreina orkugjafa framtíðar, m.a. vetni og jarðhita, auk þess sem ný stárlegar hugmyndir íslenskra ...

Sýning stendur nú yfir á ljósmyndum eftir Hjörleif Guttomsson náttúrufræðing í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands að Sturlugötu 7 og lýkur henni 25. maí næstkomandi.
Við opnun sýningarinnar 26. apríl sl. afhentu þau hjón, Kristín og Hjörleifur, Lögverndarsjóði náttúru og umhverfis 28 ljósmyndir af náttúru Íslands. Ljósmyndirnar verða til sölu að sýningu lokinni og mun söluverð renna til Lögverndarsjóðs náttúru og ...

Nýtt efni:

Skilaboð: