Arran StribbeÍ nóvember 2008 komu sextíu og fimm sjálfbærnismenntavísindamenn saman í háskólanum í Gloucestershire til þess að íhuga sjálfbærnislæsi, leikni sem fólk þarf að hafa til þess að komast af og dafna við ögrandi aðstæður 21. aldarinnar. Arran Stibbe skipulagði fundinn og ritstýrði síðan Handbók sjálfbærnislæsi: Leikni fyrir breytilegan heim (Green Books, Dartington, Bretlandi) með margmiðlunar leiðarvísi fyrir kennara. Í þessum fyrirlestri mun Dr. Stibbe tala um þá innsýn sem hann fékk í þessum þróunarferli. Hann mun sérstaklega leggja áherslu á nýjar leiðir til sjálfbærni sem fengust í ferlinum, og hvað þær gefa í skyn fyrir bæði færni og hvernig háskóli 21. aldarinnar mun líta út. Bók Dr. Stibbe má nálgast á Háskólabókasafni og í Bóksölu stúdenta. Dr Stibbe heimsækir Háskóla Íslands til að taka þátt í kennslu námskeiðsins sjálfbær framtíð, sem er hluti af MS námsleiðarinnar í umhverfis og auðlindafræði. Sjálfbær framtíð er opið öllum framhaldsnemendum skólans. 

Um fyrirlesarann: 

Arran Stibbe hefur akademískan bakgrunn í verkfræði, hugvísindum og mannvistfræði. Hann sameinar þessar vísindagreinar í kennslu sinni og rannsóknum í menntun til sjálfbærni. Hann er dósent í hugvísindum við háskólann í Gloucestershire, er handhafi brekskra verðlauna fyrir kennslu og kennsluþróun (National Teaching Fellow) og starfar við stofnun Gloucesterháskóla sem vinnur að rannsóknum um virka menntun (Centre for Active Learning), þar sem kennarar og nemendur kanna saman. Hann hefur birt greinar í vistmálvísindum og er stofnandi þróunarhóps um sjálfbærni í háskólamenntum (Sustainability in Higher Education Developers group), sem hefur 200 meðlimi í Bretlandi.

Birt:
11. apríl 2010
Tilvitnun:
Kristín Vala Ragnarsdóttir „Sjálfbærnislæsi“, Náttúran.is: 11. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2010/04/11/sjalfbaernislaesi/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: