Fundur um umhverfisvandann og ábyrgð Íslands 23.3.2012

Verið velkomin á opinn fund um Umhverfisvandann og ábyrgð Íslands, sem haldinn verður í Sal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 30. mars 2012 kl 12-13.

Undanfarin tvö ár hefur stór hópur evrópskra sérfræðinga unnið að álitsgerð og tillögum um róttækar aðgerðir í umhverfismálum. Þessi vinna hefur farið fram á vegum ESF (European Science Foundation) og COST (European Cooperation in Science and Technology) undir heitinu RESCUE (Responses to Environmental and Societal Challenges for our Unstable Earth).

Lokaskýrsla verkefnisins var kynnt í Brussel í síðasta ...

Dr. Dennis MeadowsÍ dag þ. 27. nóvember kl. 13:30 heldur Dr. Dennis Meadows fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Stofnunar Sæmundar fróða, en Dr. Meadows mun fjalla um nauðsyn þess að endurskoða hugtakið sjálfbær þróun. Þeir ríku geta ekki gert ráð fyrir að fá sífellt meira á meðan að þeir fátæku berjast við að ná sömu kjörum ...

Utanríkisráðuneyti, umhverfisráðuneyti, Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir, Alþjóðamálastofnun og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi boða til opins fundar um Ríó+20, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem fram fer í Ríó de Janeiro í júní n.k. Á Ríó+20 verður áhersla m.a. lögð á endurnýjuð pólitísk heit og græna hagkerfið sem leið að ...

Verið velkomin á opinn fund um Umhverfisvandann og ábyrgð Íslands, sem haldinn verður í Sal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 30. mars 2012 kl 12-13.

Undanfarin tvö ár hefur stór hópur evrópskra sérfræðinga unnið að álitsgerð og tillögum um róttækar aðgerðir í umhverfismálum. Þessi vinna hefur farið fram á vegum ESF (European Science Foundation) og COST (European Cooperation in Science and Technology) undir ...

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK) boðar til alþjóðlegrar ráðstefnu í tilefni af 20 ára afmæli stofnunarinnar og 100 ára afmælis Háskóla Íslands. Ráðstefnan fer fram dagana 4.–5. nóvember 2011 við Háskóla Íslands og dagskrána má nálgast hér (.pdf).

Ráðstefnan í ár skiptist í 20 málstofur með þátttöku fræðimanna af ólíkum fræðasviðum. Athygli er vakin á ...

EDDA-öndvegissetur og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands bjóða til umræðufundar um áhrif áliðnaðarins á samfélög og efnahagslíf, föstudaginn 3. september, kl. 14.00-15.30, stofu 104, Háskólatorgi.

Samarendra Das er annar höfunda bókarinnar Out of This Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel, sem hefur verið kölluð svartbók áliðnaðarins. Skoðun höfunda er sú að álfyrirtækin séu keyrð áfram ...

02. september 2010

Þriðjudaginn 12. janúar kl. 12.00-13.30 verður haldið 16. stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða. Fundurinn er haldinn í fundarsala Þjóðminjasafnsins. Fjallað verður um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og þau atriði sem sendinefnd Íslands lagði áherslu á. Þá verður vikið að mögulegum næstu skrefum í átt til alþjóðlegs samkomulags um úrbætur í loftslagsmálum, sem og þeim aðgerðum sem framundan ...

Á 15. Stefnumóti umhverfisráðuneytisin og Stofnunar Sæmunar fróða verður fjallað um tengsl milli hnattrænna loftslagsbreytinga, sjálfbærrar þróunar og öryggismála. Einnig verður rætt um alþjóðlegar samningaviðræður um loftslagsmál í aðdraganda Kaupmannahafnarfundarins.

Það er dr. Adil Najam, framkvæmdastjóri Pardee Center við Boston University, sem flytur erindið Loftslagsbreytingar, þróun og öryggi. Dr. Adil Najam er einn af aðalhöfundum 3. og 4. skýrslu Vísindanefndar ...

Umhverfisráðuneytið, Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið efna til opins fundar um alþjóðlegar samningaviðræður í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Kaupmannahöfn í desember. Fundurinn fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 10. september 2009 kl. 12:00 til 13:30.

Richard B. Howarth, prófessor við Dartmouth College í New Hampshire í Bandaríkjunum og ...

Stofnun Sæmundar fróða og umhverfisráðuneytið bjóða til „Stefnumóts um sjálfbærni jarðvarmavirkjana“ miðvikudaginn 6.maí 2009 kl 12:00-13:30 en Stefnumót Sæmundar Fróða og umhverfisráðuneytisins eru að jafnaði haldin í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands.

  • Stefán Arnórsson prófessor nefnir erindi sitt Háhitasvæði, umhverfisáhrif eða sjálfbær nýting.
  • Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur á Umhverfisstofnun talar um Jarðhitavirkjanir og brennisteinsvetni. Á eftir eru almennar umræður.

Fundarstjóri ...

Á 12. stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun verður fjallað um umhverfis- og auðlindaákvæði í stjórnarskrám. Á fundinum mun Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í umhverfisrétti, svara spurningunni hverju stjórnarskrárvernd umhverfisins breyti. Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, flytur erindi undir yfirskriftinni: ,,Í hvaða sæti setjum við umhverfið?"
Frumvarp til ...

Tillaga að náttúruverndaráætlun 2009-2013 verður til umfjöllunar á 11. Stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun. Á fundinum mun Sigurður Á. Þráinsson úr umhverfisráðuneytinu fjalla um áherslur í áætluninni og dr. Hilmar J. Malmquist fjallar um náttúruverndaráætlun 2009-2013, kosti hennar, galla og efndir.

Fundurinn fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 4. febrúar kl. 12:00 til 13:30 ...

Á 9. stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða verður fjallað um hvort verndun eða nýting sé betri nýtingarkostur? Fjallarð verður um stöðu Rammaáætlunar.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 29. október kl. 12:00 og stendur til kl. 13:30.

Tvö erindi eru á dagskrá:
„Rammaáætlun um vernd og nýtingu vatnsafls og háhitasvæða“ - Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar 2. áfanga ...

8. stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða.

Erindi:

  • „Umfang utanvegaaksturs og aðgerðir stjórnvalda“ - Ólafur Arnar Jónsson hjá Umhverfisstofnun.
  • „Hvernig tökum við á utanvegaakstri?“ - Þorsteinn Víglundsson, umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4.

Umræður að erindum loknum.

Fundurinn verður í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 24. september 2008 kl. 12:00-13:30. Stefnumótin eru opnir fundir um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni. Allir velkomnir.

Mikið hefur verið rætt um jarðhita undanfarið - en ein grundvallarspurning hefur orðið útundan:
Hvaða máli skiptir hver á jarðhitann?

Hverjir eiga jarðhitann í dag? Hvaða afleiðingar getur það haft að jarðhiti færist í meira mæli í einkaeign? Skiptir máli hvort eigendur eru innlendir eða erlendir? Hvaða grundvallarhagsmuni þarf að verja? Hvernig er hægt að tryggja að þjóðin njóti arðs af ...
08. nóvember 2007

Nýtt efni:

Skilaboð: