Á 9. stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða verður fjallað um hvort verndun eða nýting sé betri nýtingarkostur? Fjallarð verður um stöðu Rammaáætlunar.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 29. október kl. 12:00 og stendur til kl. 13:30.

Tvö erindi eru á dagskrá:
„Rammaáætlun um vernd og nýtingu vatnsafls og háhitasvæða“ - Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar.

„Déja-vu um sátt í skugga græðgi og gjörnýtingarstefnu“ - Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar.

Stefnumótin eru opnir fundir um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni. Allir velkomnir!

Myndin er af borholustrókum við Hverahlíð. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
27. október 2008
Tilvitnun:
Stofnun Sæmundar fróða „Virkjun eða verndun: hvort er betri virkjunarkostur“, Náttúran.is: 27. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/27/virkjun-eoa-verndun-hvort-er-betri-virkjunarkostur/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: