EDDA-öndvegissetur og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands bjóða til umræðufundar um áhrif áliðnaðarins á samfélög og efnahagslíf, föstudaginn 3. september, kl. 14.00-15.30, stofu 104, Háskólatorgi.

Samarendra Das er annar höfunda bókarinnar Out of This Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel, sem hefur verið kölluð svartbók áliðnaðarins. Skoðun höfunda er sú að álfyrirtækin séu keyrð áfram af alþjóðlegum auð- og einokunarhringjum sem samanstanda af námufyrirtækjum, fjárfestingarbönkum, ríkisstjórnum, málmkaupmönnum og vopnaframleiðendum. Einnig lýsa þeir hvernig álframleiðslufyrirtækin arðræna samfélög og steypa þeim í vítahring skulda. Samarendra Das mun hefja fundinn með því að gera grein fyrir helstu niðurstöðum bókarinnar.

Í ljósi rannsókna Das er vert að spyrja hvort það sé samband milli bágs ástand efnahagslífs hér á landi og byggingu virkjana og álvera eða hvort bygging fleiri álvera sé sú lyftistöng sem íslenskt efnahagslíf þurfi á að halda. Jón Þór Sturluson, dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, mun bregðast við sjónarmiðum Das og hefja umræður um þau.

Sjá: www.edda.hi.is.

Myndin er tekin af Samarendra Das á fyrirlestri hans í ReykjavíkurAkademíunni á dögunum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Sept. 2, 2010
Tilvitnun:
Stofnun Sæmundar fróða „Samarendra Das á umræðufundi um áliðnaðinn í HÍ“, Náttúran.is: Sept. 2, 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/02/samarendra-das-umraedufundi-um-alidnadinn-i-hi/ [Skoðað:Oct. 14, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: