Námskeið um ræktun kryddjurta verður haldið í Endurmennt HÍ, í samstarfi HORTICUM menntafélagsins, þiðjudaginn 23. júní kl. 19:30-22:00.

Áhugi fólks á kryddjurtum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og framboð af ferskum kryddjurtum í verslunum hefur aukist mikið. Ferskleikinn er afar mikilvægur til að kryddjurtir njóti sín til fulls og því fátt betra en að hafa aðgang að þeim beint úr eigin ræktun. Á námskeiðinu verður fjallað um ræktun og notkun helstu tegunda kryddjurta sem þrífast utandyra hér á landi.

Helstu efnisþættir námskeiðsins eru ræktunarskipulag, sáning, forræktun, plöntun, jarðvegur, áburðargjöf, umhirða, plöntuheilbrigði, uppskera, geymsla og ræktun innandyra.

Kennsla/umsjón: Björn Gunnlaugsson, cand. agro. Hægt er að skrá sig á vef Endurmenntunar Hí.

Ljósmynd: Mynta. Guðrún Tryggvadóttir.

 

Birt:
1. júní 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Námskeið í ræktun kryddjurta“, Náttúran.is: 1. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/01/namskeio-i-raektun-kryddjurta/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: