Síðastliðin 40 ár hefur Ísland, lítið land í norðurhöfum, leitað stórra lausna í orku-, atvinnu-, og efnahagsmálum. Á þessu málþingi var fjallað um stóriðjustefnu stjórnvalda í ljósi náttúruverndar, hnattvæðingar og efnahaglegs sjálfstæðis.

Sérstakur gestur á málþinginu var bandaríski rithöfundurinn John Perkins, höfundur The Confessions of an Economic Hitman. Perkins er staddur hér á landi í tilefni af frumsýningu heimildamyndarinnar Draumalandið, sem byggð er á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar, en Perkins kemur fram í myndinni.

John Perkins starfaði um árabil sem efnahagslegur málaliði (Economic Hitman) hjá stóru ráðgjafafyrirtæki í Bandaríkjunum. Perkins segir efnahagslega málaliða vera hálaunamenn sem svíkja milljarða dollara af ríkjum um allan heim. Þeir stýra peningum frá Alþjóðabankanum, Bandarísku Þróunarstofnuninni og öðrum útlendum "hjálparstofnunum" í hirslur risafyrirtækja og vasa örfárra stóreignamanna sem stjórna auðlindum plánetunnar. Þeir nota tól eins og falsaðar fjárhagsáætlanir, kosningasvindl, mútur, fjárkúgun, kynlíf og morð. Þeir leika leik sem er jafn gamall mannkyninu, en hefur fengið nýtt og hrikalegt umfang með vaxandi hnattvæðingu.

Hjálmar Gíslason er frumkvöðull sem stundar gagnanámuvinnslu með ný stárlegum hætti. Hjálmar setur fram hagtölur sem sýna í nýju og skýru ljósi þá þróun sem átt hefur sér stað í fjármálaheiminum hér á landi á undanförnum árum.

Sigurður Jóhannesson er hagfræðingur. Hann hefur rannsakað þá orkusamninga sem gerðir hafa verið við erlend stóriðjufyrirtæki á Íslandi.

Fundastjóri var Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

 

Birt:
8. apríl 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Er allt uppi á borðinu?“, Náttúran.is: 8. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/08/er-allt-uppi-boroinu/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: