Dr. Rajendra K. Pachauri, einn helsti forystumaður veraldar í umræðum um loftslagsbreytingar, heldur opinn fyrirlestur í boði forseta Íslands og í samvinnu við Háskóla Íslands, laugardaginn 19. september kl. 11:30.

Fyrirlesturinn ber heitið „Can Science Determine the Politics of Climate Change“ og verður fluttur í Hátíðarsal Aðalbygginar Háskóla Íslands. Í upphafi fundarins flytur forseti Íslands stutt ávarp en Kristín Ingólfsdóttir rektor stýrir samkomunni.

Dr. Pachauri er formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC. Hann tók við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd IPPC árið 2007, en Al Gore fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna hlaut þá einnig sömu verðlaun. Dr. Pachauri er jafnframt forstöðumaður vísinda- og tæknistofnunarinnar TERI (Delhi á Indlandi (www.teriin.org) sem fæst öðru fremur við rannsóknir á orkunýtingu og endurnýjanlegum orkufgjöfum. Samstarfssamningur hefur veirð gerður milli Háskóla Íslands og TERI.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn.

Mynd: Dr. Pachauri, ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
17. september 2009
Höfundur:
Háskóli Íslands
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Vísindin og loftslagsbreytingar - Fyrirlestur Dr. Pachauri“, Náttúran.is: 17. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/17/visindin-og-loftslagsbreytingar-fyrirlestur-dr-pac/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: