Háskóli Íslands stendur fyrir ýmsum áhugaverðum uppákomum og ferðum á aldarafmælinu. Þann 10.apríl nk. verður jarðfræði Reykjavíkur skoðuð í fylgd jarðvísindamanna Háskóla Íslands. Ekið verður vítt og breitt um borgina og stoppað á völdum stöðum þar sem hugað verður að megindráttum í jarðfræðilegri gerð höfuðborgarsvæðisins. Leiðsögumaður í ferðinni er Hreggviður Norðdahl varaforseti jarðsvísindadeildar og fræðimaður á Jarðvísindastofnun.

Lagt verður af stað í Jarðfræðistrætó frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands við Sturlugötu, kl. 10:00, Ferðin endar þar sem hún hófst, við Öskju kl. 13:00.

Skráning í ferðina er á netfangið von@hi.is

Ókeypis er í ferðina.

Birt:
7. apríl 2011
Höfundur:
Háskóli Íslands
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Jarðfræði Reykjavíkur, jarðfræðistrætó – 6. gönguferð HÍ og FÍ“, Náttúran.is: 7. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/07/jardfraedi-reykjavikur-jardfraedistraeto-6-gongufe/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: