Ýmsir velta fyrir sér hvaða áhrif virkjanir hafa á göngu laxfiska og hvaða árangur mótvægisaðgerðir beri.

Fimmtudaginn 3. nóvember 2011 kl. 11:50 verður haldinn í Sal 2 í Háskólabíó fyrirlestur um stíflur í ám og tilraunir til að greiða för sjógöngufiska á áhrifasvæðum stíflumannvirkja.

Fyrirlesari er Dr. Margaret J. Filardo, sem hefur í tvo áratugi verið leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám.  Hún er forstöðumaður Fish Passage Center í Oregonfylki í Bandaríkjunum, þar sem rannsakaðar eru gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska og veitt ráðgjöf um gerð fiskvega í ám sem hafa verið virkjaðar til raforkuframleiðslu.

Tilefni fyrirlestrarins er að nú stendur yfir opið umsagnarferli um drög að þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Umsagnarferlinu lýkur 11. nóvember 2011 og fer málið í kjölfarið til meðferðar Alþingis. Athyglin beinist m.a. að villtu laxa- og sjóbirtingsstofnunum í Þjórsá og áhrifum virkjana í neðri hluta árinnar á þá.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Stofnunar Sæmundar fróða, og NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna.

Allir eru velkomnir.

Grafík: Lax, af Wikipediu

Birt:
Nov. 2, 2011
Höfundur:
Háskóli Íslands
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Laxfiskar og virkjanir“, Náttúran.is: Nov. 2, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/28/laxfiskar-og-virkjanir/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Oct. 28, 2011
breytt: Nov. 2, 2011

Messages: