Óvissustig vegna óveðurs 12/07/2015

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs, í samráði við alla lögreglustjóra landsins. Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Á þessu stigi hefst samráð milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar. Athuganir, rannsóknir, vöktun og mat er aukið. Atburðurinn er skilgreindur og hættumat framkvæmt reglulega til að meta stöðuna hverju sinni. Fylgist með frekari upplýsingum fra ...

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs, í samráði við alla lögreglustjóra landsins. Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Á þessu stigi hefst samráð milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar. Athuganir, rannsóknir, vöktun og mat ...

Í ljósi slæmrar veðurspár hefur Vegagerðin ákveðið í samráði við Lögregluna á Suðurlandi og viðkomandi þjónustustöðvar Vegagerðarinnar, að loka hringvegi 1 frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni kl. 14:00 í dag. ( Lokunarstaðir við Lómagnúp og Freysnes verða einnig mannaðir) 

Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum uppúr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um ...

Vindaspákort Veðurstofu ÍslandsViðvörun frá Veðurstofunni: Búist er við stormi (meðalvindi yfir 20 m/s) á landinu síðdegis á morgun og ofsaveðri (meðalvindi yfir 28 m/s) við Öræfajökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjöll og í Vestmannaeyjum.
Það er hæglætisveður á landinu í dag, en á morgun syrtir í álinn, þegar djúp lægð (niður undir 940 mb) nálgast landið úr suðri.
Búist er við ofsaveðri (meðalvindur ...

Hellisheiði, ljósm: Ómar RagnarssonUndanfarnar vikur hefur orðið nokkur aukning á jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum og nágrenni hans. Meðal annars varð skjálfti af stærð 4 í lok maí sem átti upptök við Kleifarvatn og fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu.

Í framhaldi slíks atburðar getur spennuástand í jarðskorpunni orðið óstöðugra á stærra svæði í kring.
Greining á smáskjálftum bendir til þess að slíkur óstöðugleiki geti verið ...

Við Vatnajökul. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vinna við mælingar á snjókjörnum sem safnað var á Vatnajökli og á hálendinu norðaustan hans í mars síðastliðnum. Tilgangurinn var að mæla styrk og ákomu efna í úrkomu sem féll veturinn 2014 til 2015, frá september til loka mars, og meta hvort og þá hve mikið ákoman hefur orðið fyrir áhrifum af gosinu í Holuhrauni ...

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á að búist er við tveimur kröppum lægðum upp að landinu frá föstudagsmorgni fram á laugardagskvöld. Spáð er suðaustan stormi eða roki á morgun (SA 20-25 m/s) en sunnan roki eða ofsaveðri á laugardag (S 25-30 m/s). Mikið vatnsveður fylgir þessum lægðum og hefur verið gefin út sérstök viðvörun þess efnis.
Miðað við ...

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á slæmri veðurspá frá Veðurstofunni. Spáin er svohljóðandi: Vaxandi suðaustanátt og með snjókomu eða slyddu eða rigningu, fyrst suðvestantil. Suðaustan 20-28 m/s sunnan- og vestantil í kvöld. Suðaustan 20-28 norðan- og austantil í nótt, en snýst í mun hægari suðvestan átt sunnan- og vestantil. Slydda eða snjókoma í nótt, en mikil slydda eða rigning suðaustanlands ...

Spáð er mikilli rigningu á Vestur-, Suðvestur-, Suður- og Suðausturlandi á laugadag (29. nóvember) og fram á aðfaranótt mánudags. Búast má við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla á þessum svæðum og þar gæti sólarhringsúrkoma farið vel yfir 100 mm (sjá meðfylgjandi kort). Varað er við vexti í ám á Snæfellsnesi, kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul ...

Mengunarmælar í Hveragerði og á höfðuborgarsvæðinu sýna nú hækkun á styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2).  Hæsta gildi í Hveragerði hefur farið yfir 1400 µg/m3 og mælir í Hvaleyrarholti hefur farið yfir 1500 µg/m3.

Hæg austanátt er núna á þessu svæði og eykur það líkurnar á því að styrkur brennisteinsdíoxíðs eigi eftir að hækka.

Fólk með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er hvatt til ...

Mikil brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Höfn í Hornafirði. Mengunarmælar sýndu að styrkur SO2 væri á bilinu 9.000-21.000 míkrógrömm á rúmmetra. Almannavarnir hafa sent út SMS skilaboð til íbúa Hafnar í Hornafirði. Almannavarnir hvetja íbúa svæðisins til þess að halda til innandyra, fylgjast með fjölmiðlum og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis sem finna má á heimasíðum embættanna ...

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær reglur verið hertar í ljósi ...

Loftgæði við Mývatn 1. 10. 2014Mjög háir mengunartoppar hafa verið að mælast í nótt og í morgun við Mývatn en einnig hefur mengun verið að mælast á Húsavík.

Veðurstofan bendir á að í dag (miðvikudag) er spáð sunnanátt og dreifist þá gasmengunin frá eldgosinu til norðurs og markast áhrifasvæðið af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Suðvestlægari vindur í kvöld og færist þá svæðið ...

Ábending vegna veðurs næstu daga, 29.september til 1. október 2014

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á veðurspá morgundagsins, mánudags sem og þriðjudags og miðvikudags.
Talsverður lægðagangur er nú á Norður Atlantshafi og næstu þrjá sólahringa koma upp að suðvesturströndinni þrjár krappar lægðir. Þeim fylgir sunnan og suðaustan stormur og talsverð eða mikil rigning um sunnan og vestanvert landið.

Á ...

Frá gosstöðvunum í Holuhrauni þ. 10. sept. 2014.Í gær dró úr gosvirkni í Holuhrauni. Þá var aðeins miðhluti gossprungunnar virkur og sloknað á gígnum Suðra. Hæstu strókarnir úr gígnum Baugi voru 120 metrar en gígurinn er orðinn 60 metra hár.

Þetta kemur fram á facebook síðu Jarðvísindastofnunar. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur sem staddur er norðan Dyngjujökuls sagði í samtali við fréttastofu að jarðvísindamenn hafi ekki komist að gosstöðvunum ...

Mjög há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafa mælst í kvöld á Reyðarfirði eða um 4.000 µg/​m3. Þetta eru hæstu gildi sem mælst hafa síðan  byrjað var að mæla SO2 frá eldstöðinni í Holuhrauni. Gera má ráð fyrir að svipuð mengun sé á fleiri stöðum á Austfjörðum, þó svo að  mælingarnar hafi komið fram á mælinum á Reyðarfirði. Íbúar eru ...

Mjög slæmt veður er á gossvæðinu í Holuhrauni, mikill vindur og sandstormur og hafa vísindamenn, sem verið hafa á svæðinu orðið að fara í skálann í Dreka eða heim á leið. Gosið virðist vera á 1,5 km langri sprungu og hefur hraun runnið frá eldstöðinni í um 3 km í austur. Vísindamannaráð almannavarna kom saman klukkan 10:00 og ...

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ábendingu:

Ábending vegna væntanlegs storms á sunnudag, 31. ágúst 2014

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á slæmri veðurspá fyrir morgundaginn, sunnudag: Kröpp og djúp lægð kemur að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. Búast má við ...

Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglustjóranna á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi aftur niður á hættustig vegna eldgossins í Holuhrauni sem hófst um miðnætti og lauk um kl. 4 í nótt.

Ákvörðunin er byggð á mati vísindamanna í Vísindaráði á stöðunni eins og hún er núna. Enn er mikil jarðskjálftavirkni í gangi og óljóst hver ...

02:14

Rétt eftir miðnætti hófst gos milli Dyngjujökuls og Öskju, nyrst í Holuhrauni. Um er að ræða 100 metra sprungugos á sprungu í norðaustur - suðvestur átt. Gosið virðist rólegt og þunnfljótandi hraun rennur frá sprungunni. Vísindamenn sem verið hafa við rannsóknir skammt frá gosinu,  fylgjast með því í öruggri fjarlægð. Áætlað er að  TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fljúgi yfir gosstöðvarnar ...

Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja að lítið eldgos sé hafið undir sporði Dyngjujökuls. Þar sem atburður er hafinn hefur Ríkislögreglustjóri ákveðið að færa hættustig upp á neyðarstig og Veðurstofa Íslands hefur fært litakóða vegna flugs upp á rautt, sem þýðir að flug er nú bannað yfir svæðinu.

Talið er að um lítinn atburð sé að ræða enn sem komið er og ...

Lögreglustjórarnir á Húsavík og Seyðisfirði hafa ákveðið að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kring um Bárðarbungu undanfarna daga.

Um er að ræða öryggisráðstöfun þar sem ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftavirknin undir Bárðarbungu geti leitt til eldgoss með stuttum fyrirvara. Rétt er þó að taka fram að enn eru engin merki um gos – reynslan úr ...

Nú undir kvöld hefur ekkert dregið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli. Vísindaráð almannavarna fundaði í dag og telja jarðvísindamenn á Veðurstofunni og Háskóla Íslands að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls. Þá kom einnig fram á fundinum að leiðni í Jökulsá á Fjöllum er há miðað við árstíma. Samkvæmt Veðurstofunni hafa yfir 800 jarðskjálftar ...

Fundað var í morgun með starfsmönnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnu þar sem farið var yfir stöðuna.  Jarðskjálftahrinan er enn í gangi og GPS gögn staðfesta að um er að ræða kvikuhreyfingar.

Virknin er mest áberandi á tveimur þyrpingum norðan og austan Bárðarbungu.  Engin merki eru sjáanleg um að gos sé hafið en áfram er fylgst með framvindu mála ...

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa í Bárðarbungu.

Frá því í nótt hefur verið viðvarandi jarðskjálftahrina í Bárðarbungu sem stendur enn yfir. Jarðvísindamenn og viðbragðsaðilar hafa verið upplýstir og fylgjast vel með framvindu mála.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti ...

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli lýsir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn sé komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi.

Á þessari stundu er það mat vísindamanna Veðurstofunnar að um lítið hlaup sé að ræða.
Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og ...

Við hlýindin undanfarna daga hefur snjó tekið upp á norðan- og austanverðu landinu ásamt Vestfjörðum og hluta af Suðurlandi. Síðastliðinn vetur var sá snjóþyngsti síðan 1995 með snjókomu fram undir lok maí. Í upphafi þessarar viku hlýnaði snögglega á Norður- og Austurlandi, eftir langvarandi kuldatíð, svo flóð komu í árnar við snjóbráðnun. Upp úr miðnætti í dag fór rennslið í ...

Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli lýstu í dag þ. 26. mars 2013 yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu.

Veðurstofa Íslands hefur upplýst almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um óvenjulegar jarðhræringar í Heklu. Jafnframt hefur Veðurstofan hækkað eftirlitsstig Heklu í gult vegna flugumferða, sem þýðir að eldfjallið sýni óvenjulega virkni.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari ...

Mikilvægasti hlekkurinn í almannavarnakerfinu eru íbúar þessa lands. Nú þegar margir sitja í myrkrinu og líður hugsanlega ekki vel þá eru góðir nágrannar og vinir verðmætir. Einnig eru margir sem ekki geta fylgst með fréttum eða nálgast upplýsingar. Gott er að kanna hvernig þeir hafa það og sjá hvort stutt símtal eða önnur samskipti geti ekki létt lundina.  Á slíkum ...

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórana á Selfossi, Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarfirði og Dölum, Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík, að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð hefur verið á vestan- og norðanverðu landinu.

Búast má við miklu óveðri og ófærð auk þess sem stórstreymt er í fyrramálið og getur veðrið haft áhrif á sjávarhæð.  Við ...

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á veðurspá frá Veðurstofu Íslands þar sem spáð er ofsaveðri (20-32 m/s) fyrst á Vestfjörðum síðdegis í dag en V-lands í nótt og á morgun.  Stórhríð er spáð á norðanverðu landinu í nótt og frammá morgun.  Einnig er bent á að samfara óvenju lágum loftþrýstingi er stórstreymt.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Austlæg átt, 8-13, en NA ...

Almannavarnir hvetja íbúa á landinu, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi að veita athygli eftirfarandi veðurspá Veðurstofu Íslands:


Varað er við óveðri í nótt og á morgun. Hvessir í kvöld. Suðaustan stormur, 15-23 m/s suðvestanlands með slyddu og síðan rigningu í nótt. Hvassari suðvestantil á landinu  (þ.á.m. á norðanverðu Snæfellsnesi), snemma í fyrramálið, mánudagsmorgun, allt að 28 m ...

Veðurstofan varar við stormi um landið norðan- og vestanvert á morgun.

Gert er ráð fyrir vaxandi norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í nótt og víða stormur (norðan 20-25 m/s) þar í fyrramálið.

Einnig er búist við stormi (18-23 m/s) með snjókomu við Breiðafjörð og á Norðurland vestra um og eftir hádegi.

Norðaustanlands fer að snjóa á morgun, þar ...

2. nóvember 2012, kl. 19:30

Enn er stormur eða rok (20-28 m/s) víða um land. Horfur eru á að ekki fari að lægja fyrr en á morgun.

Nú undir kvöld hefur verkefnum björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila fækkað nokkuð og hópum sem eru að störfum á vegum björgunarsveitanna hefur fækkað.

Vakt verður í Samhæfingarstöð almannavarna framundir miðnætti en þó ...

Aðgerðarstjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið til starfa.  Fræðsluyfirvöld eru hvött til að vinna eftir verklagsreglum um röskun á skólastarfi Aðgerðarstjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu vilja beina þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna skólabarna á höfuðborgarsvæðinu að tryggja að skólabörnin verið sótt í skólann í dag svo þau séu ekki ein á ferð í óveðrinu. Jafnframt hafa skólar verið beðnir um ...

Lögregla höfuðborgarsvæðisins beinir því til íbúa að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Gangandi vegfarandur hafa tekist á loft og slasast í óveðrinu. Aftakaveður er víða á landinu og verkefni vegna veðurofsans fjölmörg. Alls eru um 150 - 170 björgunarsveitarmenn að störfum á höfuðborgarsvæðinu. Margar aðstoðarbeiðnir hafa borist Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.  Þá eru margir vegir erfiðir yfirferðar á landinu vegna veðursins og ...

Veðurstofa Íslands sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í dag:

Viðvörun vegna norðan veðurs næstu daga

30.10.2012

Veðurstofan bendir á að vonskuveður verður um norðanvert landið næstu daga. Búast má við norðanátt og snjókomu með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Gert er ráð fyrir stormi (meira en 20 m/s) norðvestantil á landinu á morgun miðvikudag og víða ...

Veðurstofan vill vekja athygli á slæmu veðri sem spáð er næstu daga. Eftir miðjan dag á morgun verður komið norðan vonskuveður um landið norðanvert með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Með þessu verður snjókoma og él og getur færð og skyggni spillst á skömmum tíma. Eins ættu menn sem hafa húsdýr úti við að huga að því að koma ...

Að höfðu samráði við vísindamenn, lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, almannavarnir í héraði, viðbragðsaðilar og vísindamenn hafa allir verið að vinna mikla vinnu síðan hrinan hófst á laugardaginn. Verkefni sem eru lýsandi fyrir vinnu þessara aðila á óvissustig. Því var talið rétt að óvissustigi ...

aðvörunarkefir almannavarnaViðvörunarkerfi sem getur sent neyðarskilaboð (sms) í farsíma vegna hættu hefur verið þróað til notkunar fyrir almannavarnir hér á landi. Kerfið virkar með þeim hætti að hægt er að senda boð um yfirvofandi hættu í farsíma til íbúa og ferðamanna á ákveðnum svæðum svo fremi að þar sé farsímasamband. Eftir að landsvæði hefur verið valið getur Neyðarlínan kallað fram alla ...

Í mars s.l. kom í ljós að allur ís var farinn af Öskjuvatn en það er mjög óvenjulegt að slíkt gerist á þessum árstíma.  Vegna þess fóru vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í könnunarflug með flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF.  Í ljós kom að vatnið er alveg íslaust og engar augljósar vísbendingar um ástæðu þess.  Mjög ólíklegt er ...

Í áhættuskoðun almannavarna er leitast við að skilgreina og kortleggja hættur, sem almannavarnir gætu þurft að takast á við í framtíðinni. Þessar hættur eru af ýmsum stærðum, gerðum og uppruna, með mismunandi líkur, tíðni og alvarleika. Á árunum 2008 til 2011 var unnin áhættuskoðun fyrir allt landið til að kortleggja hættur og áhættur á landinu. Unnið var með heimamönnum í ...

Í gærkvöldi og nótt hefur leiðni aukist í Múlakvísl og Veðurstofan og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa fylgst náið með ástandinu á svæðinu. Rétt fyrir miðnætti 20. júli varð vart við óróa í Mýrdalsjökli um leið og leiðni óx hraðar en áður. Samband við vatnshæðamæli við Léreftshöfuð rofnaði í um klukkustund. Í öryggisskyni var ákveðið að loka þjóðveginum um Mýrdalssand meðan ástandið ...

Hlaup er hafið í Múlakvísl. Búið er að loka þjóðvegi eitt við brúna yfir Múlakvísl, en vegurinn hefur rofnað þar,  rétt austan við Höfðabrekku. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð. Verið er að meta ástandið. Flogið verður yfir Mýrdalsjökul, Kötlu, Múlakvísl og Mýrdalssand nú á sjöunda tímanum. Verið er að efla viðbúnað fyrir austan og lögreglan í umdæminu er við ...

Síðustu dagana hafa GPS-landmælingatæki á Heklusvæðinu sýnt óvanalegar jarðskorpuhreyfingar sem túlka má sem afleiðingu af kvikuhreyfingum djúpt í rótum fjallsins.  Engir jarðskjálftar hafa fylgt þessum færslum og jarðskorpuhreyfingarnar hafa að nokkru gengið til baka.  Engin merki sjást um yfirvofandi eldgos.  Þrýstingur í kviku undir Heklu hefur vaxið síðan í síðasta gosi og nú síðustu ár hefur hann verið svipaður eða ...

Að gefnu tilefni er ítrekað að mikið öskufall er á svæðinu frá Mýrdalssandi og austur fyrir Freysnes í Öræfum.  Þjóðvegur 1, um Skeiðarársand, er lokaður frá Kirkjubæjarklaustri  að Freysnesi.  Ekkert ferðafæri er á svæðinu þar sem öskufallið er mest og ekkert skyggni er til gosstöðvanna.  Þeim sem ekki eiga brýnt erindi á svæðið er bent á að vera ekki á ...

Nýtt efni:

Messages: