Almannavarnir hvetja íbúa á landinu, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi að veita athygli eftirfarandi veðurspá Veðurstofu Íslands:


Varað er við óveðri í nótt og á morgun. Hvessir í kvöld. Suðaustan stormur, 15-23 m/s suðvestanlands með slyddu og síðan rigningu í nótt. Hvassari suðvestantil á landinu  (þ.á.m. á norðanverðu Snæfellsnesi), snemma í fyrramálið, mánudagsmorgun, allt að 28 m/s á stöku stað og vindhviður yfir  40 m/s við fjöll. Vindur verður í hámarki frá kl. 6 til kl. 9 eða um það leyti sem fólk heldur til vinnu eða skóla. Lægir mikið  eftir hádegi. Á höfuðborgarsvæðinu má búast við að hvassast verði í efri byggðum Reykjavíkur og Kópavogs, og í Vallahverfinu og Áslandi í Hafnarfirði.


Í öðrum landshlutum á morgun, suðaustan 15-23 og slydda eða og hvassar vindhviður við fjöll. Lægir mikið síðdegis.

Einnig er búist er við mikilli úrkomu á morgun á Suðausturlandi og Austfjörðum.
Fólki er bent á að fylgjast náið með upplýsingum um veður á vefsíðu Veðurstofunnar www.vedur.is og færð á vefsíðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is .

Birt:
11. nóvember 2012
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Viðvörun vegna suðaustanstorms í fyrramálið “, Náttúran.is: 11. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/11/vidvorun-vegna-sudaustanstorms-i-fyrramalid/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: