Neyðarstigi vegna eldgoss í Holuhrauni aflétt
Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglustjóranna á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi aftur niður á hættustig vegna eldgossins í Holuhrauni sem hófst um miðnætti og lauk um kl. 4 í nótt.
Ákvörðunin er byggð á mati vísindamanna í Vísindaráði á stöðunni eins og hún er núna. Enn er mikil jarðskjálftavirkni í gangi og óljóst hver framvindan verður og er fólk því beðið að fylgjast náið með fréttum um stöðu mála.
Lokanir í Jökulsárgljúfrum að Dettifossi að vestanverðu eru enn í gildi sem og lokanir á hálendinu norðan Vatnajökuls.
Klukkan 10 í morgun færði Veðurstofa Íslands litakóðann fyrir flug yfir Bárðarbungu á appelsínugulan þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Litakóði fyrir flug yfir Öskju er enn gulur. Öllum takmörkunum á flugi hefur verið aflétt.
Birt:
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Neyðarstigi vegna eldgoss í Holuhrauni aflétt“, Náttúran.is: Aug. 29, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/29/neydarstigi-vegna-eldgoss-i-holuhrauni-aflett-2982/ [Skoðað:Oct. 14, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.