Óvissustig vegna óveðurs
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs, í samráði við alla lögreglustjóra landsins. Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Á þessu stigi hefst samráð milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar. Athuganir, rannsóknir, vöktun og mat er aukið. Atburðurinn er skilgreindur og hættumat framkvæmt reglulega til að meta stöðuna hverju sinni. Fylgist með frekari upplýsingum fra Almannavörnum, á Facebook www.facebook.com/Almannavarnirum veðurspá á www.vedur.is, færð á vegum www.vegagerdin og upplýsingum á textavarpinu, www.textavarp.is .
Uppfært 13:00
Spáin frá því í gær virðist vera að ganga eftir. Vegagerðin hefur ákveðið að loka mjög mörgum vegaköflum í samráði við lögregluna og björgunarsveitir vegna óveðursins. Búið er að loka þjóðvegi 1 á Suðurlandi frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. Áætlað er að loka veginum milli Reyðarfjarðar og Hafnar klukkan 14:00. Áætlað er að Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes, Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði og Suðurstrandavegur verði lokað klukkan 15:00 . Fleiri vegum verður lokað þegar líður á daginn og eru frekari upplýsingar á vefsíðu Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/13266. Einnig er hægt að fylgjast með í www.textavarpinu.is.
Birt:
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Óvissustig vegna óveðurs“, Náttúran.is: 7. desember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/12/07/ovissustig-vegna-ovedurs/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.