
Opinber innkaup geta haft talsverð áhrif á framboð og gæði vara og þjónustu enda er talið að þau séu um 20% af vergri landsframleiðslu. Með því að setja umhverfisskilyrði ...
Opinber innkaup geta haft talsverð áhrif á framboð og gæði vara og þjónustu enda er talið að þau séu um 20% af vergri landsframleiðslu. Með því að setja umhverfisskilyrði ...
Þann 21. maí stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi sem ber yfirskriftina, Vistferilshugsun og íslenskur byggingariðnaður. Hvað er vistferilshugsun? Skiptir máli að skoðasérstaklega lífsferil vöru þegar við erum að byggja hús? Hefur það teljandi áhrif á endingu mannvirkis og kostnað framkvæmdar ef við veljum vistvænar og vottaðar byggingavörur umfram aðrar? Hvar get ég aflað mér upplýsinga um umhverfisáhrif vöru, og hvað ...
Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2014
Radisson hótelin eru fyrst íslenskra hótela til að hljóta þessa alþjóðlegu viðurkenningu. Landvernd hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir tengdar þessu spennandi verkefni og að auka útbreiðslu þess á Íslandi.
Green Key /Græni lykillinn er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir hóteliðnaðinn. Um 2.300 hótel í 46 ...
Hótel Fljótshlíð - Smáratún ehf. hefur hlotið umhverfisvottun Norræna Svansins en Hótel Fljótshlíð er sjöundi gististaðurinn á landinu og þar af fjórða hótelið sem fær Svaninn.
Starfsfólk hótelsins vinnur að því að minnka umhverfisáhrif á mörgum sviðum. Til að fá Svaninn þarf hótelið að vera innan ákveðinna marka í orku-, efna- og vatnsnotkun og myndun úrgangs. Að auki ber hótelinu að ...
Sápusmiðjan ehf. hefur fengið lífræna vottun á fjórar gerðir að sápum:
Þær eru:
Lífrænar náttúrulegar sápur innihalda ekki efni eins og SLS, hreinsiefni, alkahól, parabena, sorbata, silikón, súlföt eða rotvarnarefni.
Umhverfisviðmið eða markmið eru í eðli sínu ekkert frábrugðin fjárhagslegum markmiðum. Hlutverk beggja er að mæla árangur af starfssemi fyrirtækisins á mismunandi sviðum, þó svo að auðveldlega sé hægt að fullyrða að fjárhags- og umhverfismarkmið séu hvert öðru háð. Það er þó einn grundvallarmunur á fjárhaglegum og umhverfislegum markmiðum. Hin fjárhagslegu hafa þróast í fjölda áratuga eða árhundruði meðan umhverfislegu ...
Iceland Sustainable Fisheries (ISF) hefur fengið MSC - Marine Stewardship Council vottun á gullkarfaveiðar Íslendinga og eru það fyrstu karfaveiðarnar í heiminum til að fá vottun samkvæmt staðli MSC. Vottunin kemur í kjölfar 17 mánaða matsferlis sem unnin var af íslensku Vottunarstofunni Túni.
ISF var stofnað af 19 fyrirtækjum árið 2012 til að halda utan um ...
Íslenskur sjávarútvegur sækir fram í sjálfbærnivottun
Veiðar íslenskra fiskiskipa á ufsa innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hafa nú hlotið MSC (Marine Stewardship Council) vottun um sjálfbærni og góða fiskveiðistjórnun. Vottunin tekur til veiða með sex veiðifærum, þar á meðal botnvörpu, dragnót, netum og línu. Vottunin er veitt í kjölfar átján mánaða ítarlegrar úttektar sem unnin var af sérfræðingum undir stjórn Vottunarstofunnar Túns ...
Þó svo að hinn beini sparnaður sem hlýst af umhverfisstarfi sé mikilvægur er hinn óbeini jafnvel enn mikilvægari.
Fyrsti hluti umhverfisstarfs er umhverfisúttekt. Hún felur í raun í sér að fyrirtækið kortleggur útgjöld sín vegna hita og rafmagns, eldsneytis og aksturs, hráefna, pappírsnotkunar, úrgangsgjöld o.s.frv.
Næsta skref er að setja þetta í samhengi við rekstur fyrirtækisins og búa ...
Fyrirtæki er samheiti yfir hvers konar formlega skráðan rekstur. Fyrirtækjaskrá heldur utan um öll fyrirtæki og félög sem skráð eru á Íslandi.
Það sem áhugavert er að ræða um hér í Húsinu og umhverfinu eru fyrirtæki sem uppfylla ákveðin viðmið, bæði á sviði samfélags- og umhverfismála. Náttúran.is hefur frá árinu 2007 lagt mikinn metnað í að safna upplýsingum, skrá ...
Búsáhöld eru til margvíslegra nota í eldhúsinu og það er betra að eiga minna af góðum gæðum en mikið úrval af lélegum gæðum.
Góð glerglös eða kristalsglös geta enst ágætlega sé vel með þau farið en plastglös eru aftur á móti mjög þægileg, sérstaklega þar sem börn eru í heimili. Varast skal þó að velja glös úr PVC því þau ...
Það sparar orku að nota frekar ketil til að hita vatn en að hita það í potti á eldavélinni. Frá umhverfissjónarmiði er best er að fjárfesta strax í vönduðum katli og gæta þess að kveikja ekki á honum tómum því það eyðileggur elementin.
Munum að sjóða aðeins eins mikið vatn og við þurfum á að halda hverju sinni til að ...
Stór hluti tekna okkar fara í mat. Rétt geymsla matvæla skiptir því miklu máli, bæði til þess að hann skemmist ekki of fljótt og til þess að hann mengist ekki. Rétt kæling og frysting er að sjálfsögðu grunnatriði við annað en þurrvöru en það er ýmislegt annað sem að við verðum að hafa í huga.
Að nota réttar umbúðir:
Gluggar hleypa mikilli orku út úr húsinu. Vel einangraðir gluggar, tvöfaldir og jafnvel þrefaldir spara til lengri tíma litið mikla peninga því orkan sem smýgur út um gluggann nýtist engum. Því er einangrunargildi glugga nokkuð sem skiptir miklu máli þegar velja skal glugga í ný hús. Á líftíma sínum í húsinu spara þeir allavega fyrir sjálfum sér, fyrir eigendur sína ...
Rafmagnstækjum fjölgar sífellt á heimilum landsins. Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda seytlar hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auðveldasta ...
Gættu þess að þeir sem ófu mottuna í stofunni hafi fengið sanngjarnt verð fyrir vinnu sína.
Spurðu um uppruna mottunnar og fáðu nánari upplýsingar.
Grænþvottur (greenwashing) kallast aðferðafræði í markaðssetningu sem felur í sér að fyrirtæki reyna að slá ryki í augu umhverfis- og heilsumeðvitaðra neytenda til að selja þeim vörur sínar og þjónustu á fölskum forsendum. Grænþvottur getur verið af margvíslegum toga og því ekki skrítið að neytendur ruglist í rýminu. Enda leikurinn til þess gerður.
Hér að neðan er leitast við að ...
Kjöraðstaða til að geyma ferskvörur er í ísskápnum við 0-4 °C. Kælingin eykur geymsluþol ferskafurða um nokkra daga upp í nokkrar vikur allt eftir fæðuflokkum. Kæling stöðvar ekki örveruvöxt né ensímvirkni en hægir á þeim tímabundið. Á kælivörum er geymsluþol annað hvort sýnt með dagsetningu (best fyrir) eða sagt hve lengi varan er fersk eftir opnun umbúða.
Skilda er að ...
Samstarfsyfirlýsing
Náttúran.is og Vistbyggðarráð hafa gert með sér samkomulag um miðlun, fræðslu og framsetningu upplýsinga um aðgengi að vistvottuðum byggingavörum hérlendis m.a. í gegnum vefsíðuna natturan.is ásamt því að hafa samstarf um undirbúning og greiningu markaðar fyrir vistvænar byggingavörur. Samkomulagið gildir frá árinu 2013 til ársins 2016.