Mývatn á rauðum lista 11.4.2013

Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að Mývatn væri komið á rauðan lista stofnunarinnar, m.a. vegna fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar Landsvirkjunar við vatnið. Svæði á rauðum lista eru t.d. talin í verulegri hættu á að tapa verndargildi sínu.

Í yfirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar segir um ógnir sem steðja að Mývatni: ,,Áform eru um að virkja í Bjarnarflagi og óvissa ríkir um áhrif virkjanaframkvæmda á vistkerfi Mývatns." Einstakt lífríki Mývatns skapar því sérstöðu á heimsvísu. Þess vegna segir í verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá að ...

Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að Mývatn væri komið á rauðan lista stofnunarinnar, m.a. vegna fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar Landsvirkjunar við vatnið. Svæði á rauðum lista eru t.d. talin í verulegri hættu á að tapa verndargildi sínu.

Í yfirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar segir um ógnir sem steðja að Mývatni: ,,Áform eru um að virkja í Bjarnarflagi og óvissa ríkir um áhrif virkjanaframkvæmda á ...

Nú er svo komið að stjórnvöld verða að grípa inn í rekstur Landsnets og skipta þar um stjórnendur. Þetta fyrirtæki sem er í opinberri eigu hefur látið eins og fíll í postulínsbúð. Stjórnendur þess ryðjast áfram með villandi upplýsingum og án tillits til hagsmuna almennings og án eðlilegs samráðs í samfélaginu. Nokkur nýleg dæmi eru um þetta og nú síðast ...

Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum.

Slæmar horfur

Framtíðarhorfur á alþjóðlegum álmörkuðum eru slæmar og ...

Nýlega skýrsla McKinsey & Company er afruglari fyrir umræðuna um stóriðju og virkjanir. Enda veitir ekki af í samfélagsumræðunni eins og Egill Helgason bendir á í nýlegum pistli: ,,Hér vaða uppi öfl sem hafa beinlínis að markmiði að rugla, villa og blekkja."

Skýrslan verður vonandi punkturinn fyrir aftan ruglið. Punkturinn fyrir aftan skotgrafahernaðinn, uppnefningarnar, sérhagsmunagæsluna og innihaldsleysið sem Þórður Snær ...

Náttúruvernd mun eflast verði tillögur stjórnlagaráðs færðar í stjórnarskrá. Þess vegna ætla ég að svara fyrstu spurningu kjörseðilsins játandi í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Náttúruverndarákvæðin myndu að mínum dómi skapa nauðsynlegt mótvægi við núverandi áherslu á réttindi atvinnulífsins, styðja við gildandi náttúruverndarlöggjöf, stuðla að aukinni vandvirkni og yfirvegun löggjafans í umhverfismálum og tryggja betur almannarétt og upplýsingaskyldu stjórnvalda.

Tillögur stjórnlagaráðs hefðu ...

Stjórn Landverndar hefur sent stjórn Landsvirkjunar bréf þar sem farið er fram á að Landsvirkjun stöðvi nú þegar framkvæmdir fyrirtækisins við fyrirhugaða 45-90 MW Bjarnarflagsvirkjun þar til rammaáætlun hefur verið samþykkt á Alþingi.

Einnig fer stjórn Landverndar fram á að Landsvirkjun vinni nýtt mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar en núgildandi mat er að verða tíu ára gamalt. Á undanförnum tíu árum ...

Rúmur þriðjungur almennings er andvígur fyrirhugaðri háspennulínu Landsnets yfir hálendið um Sprengisand, en nokkru færri, eða 28,6%, eru henni fylgjandi. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Landvernd.

Í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir tæpu ári síðan reyndust 56% hlynnt því að þjóðgarður yrði stofnaður á miðhálendinu en 17,8% voru því andvíg. Lítill stuðningur ...

Landvernd og Fuglavernd hafa sent skrifstofu Ramsar samningsins erindi þar sem farið er fram á að samningurinn rannsaki möguleg áhrif 45-90 MW jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns. Mývatns- Laxársvæðið er eitt þriggja Ramsarsvæða á Íslandi sem njóta verndar samkvæmt samningnum, en hann fjallar um vernd votlendis sem hefur alþjóðlegt gildi, ekki síst vegna fuglalífs.

Landvernd og Fuglavernd fara ...

Landsvirkjun er að fara að virkja við Mývatn, með tíu ára gamalt umhverfismat upp á vasann, án þess að vera búin að fá tryggan kaupanda að orkunni. Fréttastjóri Stöðvar 2 segir fréttina og eina spurningin sem vaknar í huga hans er hvort nú séu ekki að verða tímamót í ,,verksögunni" eftir hrun.  Enginn fjölmiðill, nema kannski Akureyri - vikublað, hefur fjallað ...

Drög að landsskipulagsstefnu 2013-2024 voru kynnt á fundi Skipulagsstofnunar á föstudag. Ætlunin er að stefnan, verði hún samþykkt á Alþingi í vetur, taki við hlutverki Svæðisskipulags miðhálendisins frá 1999. Í því þrettán ára gamla skipulagi var hálendinu skipt í verndarsvæði og tvö mannvirkjabelti sem fylgdu Kjalvegi og veginum yfir Sprengisand.

Í þeim drögum sem Skipulagsstofnun kynnti á föstudag er áfram ...

Ómar Ragnarsson flaug yfir Hellisheiðarvirkjun í liðinni viku og tók mynd af nýrri tjörn sem hefur myndast skammt frá virkjuninni. Grunsemdir vöknuðu um að svokallað affallsvatn frá virkjuninni hefði safnast þarna fyrir, en samkvæmt starfsleyfi á Orkuveita Reykjavíkur að dæla vatninu niður í a.m.k. 800 djúpar holur vegna hugsanlegra mengandi áhrifa affallsvatns á grunnvatn og til að koma ...

Formaður Sjálfstæðisflokksins fjallaði um stöðu rammaáætlunar í ræðu á flokksráðsfundi í Kópavogi í dag. Hann hafði áhyggjur af því að svæði sem falla í virkjanaflokk samkvæmt áætluninni verði of fá. Nú sýnist mér á því sem sagt hefur verið frá í fréttum að svæði sem falla í þann flokk geti skaffað raforku á við tvær Kárahnjúkavirkjanir. Samt segir formaður Sjálfstæðisflokksins ...

Skýrsla Samtaka álframleiðenda og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um framlag áliðnaðarins til landsframleiðslu var birt í gær. Eftir að hafa rennt yfir skýrsluna í kvöld og horft á fréttir Rúv og Stöðvar 2 þá tel ég rétt að vekja athygli á eftirfarandi:

1. Samkvæmt skýrslunni er beint framlag álveranna til vergrar landsframleiðslu um 45 milljarðar króna. Það er hins vegar ekkert ...

,,Draumur allra íslenskra stjórnmálamanna er að vera í ríkisstjórn á þensluskeiði með ríkissjóð fullan af peningum". Þessi orð fyrrverandi ráðherra á opnum fundi rifjuðust upp fyrir mér í dag að gefnu tilefni. Íslenskir stjórnmálamenn hafa verið svo langt leiddir á þessu sviði að þeir hafa t.d. fórnað fiskistofnum, náttúruperlum á hálendinu og sparnaði heilu kynslóðanna í skiptum fyrir safarík ...

Samningur Landverndar, umhverfisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um rekstur Grænfánaverkefnisins var undirritaður í dag. Samningurinn var undirritaður í Kvennaskólanum í Reykjavík, en hann er 200. skólinn sem hefur þátttöku í verkefninu hér á landi.

Með undirritun samningsins er rekstur Grænfánaverkefnis Landverndar tryggður til þriggja ára. Það voru Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sem ...

Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landverndar.

Hann hefur undanfarin þrjú ár starfað að umhverfisrannsóknum á Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands. Þar á undan starfaði hann við vistfræðirannsóknir og að alþjóðamálum hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur Ingi hefur verið stundakennari í umhverfis- og vistfræði við HÍ síðastliðin fimm ár, auk þess að sinna afleysingum sem umsjónarmaður ...

Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: „Þetta er í raun ekki ...

Vegna fréttar í Fréttablaðinu í dag um afstöðu Skógræktarfélags Íslands til draga að lagafrumvarpi um breytingar á náttúruverndarlögum vill umhverfisráðuneytið vekja athygli á því samráði sem haft hefur verið við Skógræktarfélagið:

  • Þann 20. maí 2010 sendi þáverandi formaður nefndar sem vinnur að endurskoðun laganna Skógræktarfélagi Íslands erindi í tölvupósti þar sem félaginu var gefinn kostur á að koma ábendingum á ...

Svandís SvavarsdóttirÁrangursríkum ársfundi aðildarríkja samningsins um líffræðilega fjölbreytni lauk á föstudag með sögulegu samkomulagi um réttláta skiptingu hagnaðar af nýtingu erfðaauðlinda og mikilvægu samkomulagi um framkvæmd samningsins til ársins 2020. 

Bókunin um erfðaauðlindir setur alþjóðlegar samræmdar reglur um það hvernig ríki veita fyrirtækjum, stofnunum og vísindamönnum aðgang að erfðaauðlindum. Einn af mikilvægustu þáttum bókunarinnar fjallar um að tryggja ríkjum sem veiti ...

Félag umhverfisfræðinga á Íslandi boðar til fundar um umhverfisvernd og stjórnarskrá á Kaffi Sólon föstudaginn 15. október kl. 12:00.

Á aðalfundi Félags umhverfisfræðinga 25. september síðastliðinn var þriggja manna vinnuhópur stofnaður til að stuðla að því að umhverfis- og náttúruverndarákvæði verði sett í stjórnarskrá. Vinnuhópurinn á að hafa frumkvæði að samvinnu einstaklinga og félagasamtaka um þetta mál og er ...

Stjórnlagaþing mun koma saman í febrúar næstkomandi. Í lögum segir að það skuli sérstaklega fjalla um átta þætti, þar á meðal umhverfismál og eignarhald náttúruauðlinda. Umræða um eignarhald náttúruauðlinda verður vafalaust fyrirferðarmikil en hitt er ekki síður mikilvægt að þingið fjalli vandlega um sérstakt umhverfisverndarákvæði.

Fjöldi fólks hefur hvatt til þess að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána. Stjórnmálamenn hafa mælst ...

Vegna sjónvarpsfrétta Ríkisútvarpsins 26. ágúst 2010 kl. 19:00 og 22:00 um tafir við orkuöflun fyrir álver í Helguvík vill umhverfisráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri:

Í fréttinni var látið að því liggja að skipulagsmál sveitarfélagsins Ölfuss hefðu ekki hlotið eðlilega meðferð í umhverfisráðuneytinu vegna persónulegra skoðana umhverfisráðherra. Sagði m.a. í fréttinni: ,,Aðalskipulag sem gerir ráð fyrir Hverahlíðavirkjun hefur ...

Í umfjöllun fjölmiðla í dag um umræðu á Alþingi í gær um álversuppbyggingu á Bakka er því haldið fram að umboðsmaður Alþingis hafi í áliti talið úrskurð umhverfisráðherra um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda tengdum álverinu á Bakka ólöglegan. Samkvæmt bestu vitneskju umhverfisráðuneytisins hefur umboðsmaður Alþingis ekki fjallað um þennan úrskurð umhverfisráðherra eða gefið álit sitt um hann. Staðhæfingar um ...

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fyrirkomulag rjúpnaveiða í haust verði með nokkuð breyttu sniði frá fyrra ári. Tveimur helgum verður bætt við tímabilið en á móti kemur að veiðihelgar verða styttar úr fjórum dögum í þrjá. Því verða veiðidagar átján eins og í fyrra. Nú verður veiði heimil á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og tímabilið hefst frá og með 27. október ...

  • 10 skilti með fræðslu um bann við akstri utan vega sett upp á leiðum inn á hálendið.
  • Afrakstur samráðshóps sem umhverfisráðherra skipaði til að efla fræðslu.
  • Áróðri dreift með bæklingum og stýrisspjöldum í bílaleigubílum.
  • Öflugt hálendiseftirlit í sumar.
  • Sérstakt átak á Reykjanesi og unnið að því að eyða óvissu um hvaða slóða megi aka á hálendinu.

Vegagerðin, tryggingafélög og bílaleigur ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun 2009-2013 á Alþingi í dag. Lagt er til að þrettán svæði verði friðlýst á tímabilinu. Þar á meðal er gert ráð fyrir að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað og friðun þess lokið sem fyrst. Lagt er til að mörk friðlandsins í Þjórsárverum verði færð út þannig að það nái yfir allt votlendi ...
Norðurlöndin munu styrkja stöðu sína sem brautryðjendur á sviði umhverfistækni. Þetta ítrekuðu norrænu umhverfisráðherrarnir á fundi sínum í Svartsengi sem lauk í dag. Íslendingar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár og því var Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra gestgjafi fundarins.

Samkvæmt yfirlýsingu fundarins munu Norðurlöndin styrkja stöðu sína sem brautryðjendur á sviði umhverfistækni. Mikil þörf er á tækni til að ...
Umhverfisráðuneytið hefur tilkynnt sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki sé unnt að staðfesta tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins er varðar virkjun Þjórsár fyrr en kröfum skipulags- og byggingarlaga um forkynningu hefur verið fullnægt.

Af hálfu Skipulagsstofnunar, sem yfirfór umrædda breytingartillögu sveitarstjórnar, var viðurkennt að málsmeðferð sveitarstjórnar væri haldin þeim ágalla að fyrirmælum 17. gr. skipulags- og byggingarlaga um forkynningu ...

Á degi umhverfisins 25. apríl boða umhverfisráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Félag umhverfisfræðinga til málþings um vistvæna nýsköpun og nýjar áherslur í atvinnuuppbyggingu. Málþingið fer fram í Iðnó frá kl. 13:00 til 15:00.

Margar þjóðir heims hafa nú mikinn áhuga á að leggja sig fram við að skapa atvinnutækifæri á sviði vistvænnar nýsköpunar, þróunar og þjónustu. Fyrirsjáanlegt er að ...

Ríkisstjórn ÍslandsRíkisstjórn Íslands hefur samþykkt tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra um að Árósasamningurinn verði fullgiltur hér á landi. Samningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Samningurinn var gerður árið 1998 og öðlaðist gildi í október árið 2001. Þrjátíu og átta ríki undirrituðu hann auk Evrópubandalagsins, þ.á m. Ísland. Fjörutíu og eitt ...
Umboðsmaður Alþingis hefur sent frá sér álit í kjölfar kvörtunar Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi vegna tafa á úrskurði umhverfisráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru samtakanna varðandi ákvörðun Skipulagsstofnunar um matskyldu vegna borunar rannsóknarhola og lagningar vegslóða vegna borunar kjarnholu á Þeistareykjum í Aðaldælahreppi.

Niðurstaða umboðsmanns er að afgreiðsla ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum hvað ...
Ósonlagið yfir SuðurskutionuUmhverfisráðuneytið vekur athygli útgerðarmanna og eigenda báta og skipa á að frá 31. desember 2008 er óheimilt að hafa og nota halón 1301 slökkvikerfi um borð í skipum og bátum. Þá vekur umhverfisráðuneytið athygli innflytjenda og notenda ósoneyðandi kælimiðla (vetnisklórflúorkolefna) að árið 2009 er síðasta árið sem heimilt verður að flytja þessi efni inn til landsins.

Ósoneyðandi slökkvimiðlar

Notendur slökkvikerfa ...
Norrænni ráðherraráðstefnu um skógarmál lauk í dag með undirritun Selfossyfirlýsingarinnar um sjálfbæra skógrækt. Ráðstefnan fór fram á Hótel Selfossi og yfirskrift hennar var ,,Samkeppnishæf skógrækt á Norðurlöndum – Hvernig tökum við á loftslagsbreytingum og kröfu um vatnsgæði?“.
Þetta er í annað sinn sem norrænir skógarmálaráðherrar efna til fundar til að ræða skógarmál. Gestgjafar ráðstefnunnar voru Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Einar K ...
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur boðað til opins fundar í Borgarhólsskóla á Húsavík annað kvöld klukkan 20:00. Kristján Möller samgönguráðherra og oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi mun einnig ávarpa fundinn. Þau munu ræða málefni kjördæmisins, þar á meðal nýlegan úrskurð umhverfisráherra um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum.

SurtseyHeimsminjanefnd UNESCO samþykkti á fundi sínum 7. júlí í Québec í Kanada að setja Surtsey á heimsminjalistann á grundvelli vöktunar og rannsókna á þróun eyjunnar. Samþykktin felur í sér viðurkenningu til íslenskra stjórnvalda á friðun Surtseyjar 1965 og varðveislu náttúrulegs ástands hennar. Í mati á umsókn Íslands var sérstaklega tekið fram mikilvægi rannsókna og vöktunar á landnámi dýra og plantna ...

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ.

Hús Náttúrufræðistofnunar verður 3.500 fermetrar að stærð og mun standa við Jónasartorg, vestast á Urriðaholti. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti að gefa torginu þetta nafn til að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, sem oft er kallaður fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Náttúrufræðistofnun flytur í hin nýju húsakynni ...

Vegna misvísandi frétta um ferðalög umhverfisráðherra í tengslum við björgun hvítabjarnarins á Skaga vill umhverfisráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri:

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra fór til útlanda í einkaerindum um liðna helgi. Á mánudag hafði ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins samband við umhverfisráðherra og tilkynnti honum um landtöku hvítabjarnar í Skagafirði. Umhverfisráðherra var í stöðugu sambandi við ráðuneytið og Umhverfisstofnun í kjölfarið og hafði meðal ...
Í morgun bárust þær fréttir til umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar að sést hefði til hvítabjarnar við Þverárfjallsveg, milli Sauðárkróks og Skagastrandar. Umhverfisráðherra kom þeim skilaboðum strax til lögreglu á staðnum að leitað yrði allra leiða til að fanga björninn og flytja hann á stað þar sem honum yrði óhætt og ekki stafaði hætta af honum.

Í kjölfarið leitaði starfsfólk umhverfisráðuneytisins og ...

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út fræðslubækling um loftslagsmál. Í bæklingnum er sagt frá orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Þá er einnig greint frá aðgerðum sem grípa verður til svo koma megi í veg fyrir hamfarir sem kunna að verða af völdum loftslagsbreytinga.

Hér má nálgast bæklinginn sem pdf-skjal. Þeir sem vilja fá send eintök af bæklingnum geta sent tölvupóst þess efnis á ...

Sjöunda stefnumót umhverfisráðuneytisins og stofnunar Sæmundar Fróða verður haldið föstudaginn 18. apríl kl 12:00 í fundarsal Þjóðminjasafnsins og stendur til 13:00. Stefnumótin eru opnir fundir um ýmis umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Fjallað verður um vistvænar byggingar og áhrif þeirra á byggingariðnað hér á landi.

Björn Marteinsson, dósent við Háskóla Íslands og verkfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð ...

Umhverfisráðuneytið, Úrvinnslusjóður og SORPA standa fyrir sýningunni Vistvænn lífsstíll í Perlunni 25. og 26. apríl næstkomandi. Þar verður fyrirtækjum, stofnunum og félögum gefinn kostur á að kynna vörur, starf og þjónustu er stuðla að vistvænum lífsstíl almennings. Sýningin á að vekja athygli fólks á þeim fjölmörgu vistvænu vörum og þeirri þjónustu sem nú þegar er hægt að nálgast til að ...
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra lýsir furðu sinni á ákvörðun sveitarstjórna Reykjanesbæjar og Garðs um að veita álveri Norðuráls sf. í Helguvík framkvæmda- og byggingarleyfi. Í ljósi þess að málið er enn til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu og vegna þeirra álitaefna sem Skipulagsstofnun vakti athygli á í áliti sínu um mat á umverfisáhrifum verksmiðjunnar, þá telur umhverfisráðherra að efast megi um réttmæti slíkrar ...
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra átti fund með Stavros Dimas, umhverfisstjóra Evrópusambandsins, í Brussel í dag. Umræðuefni fundarins var stefna Evrópusambandsins í loftslagsmálum, væntanlegar samningaviðræður um nýjan alþjóðasaming um loftslagsmál og löggjöf á sviði umhverfismála.

Umhverfisráðherra gerði Stavros Dimas grein fyrir áherslum Íslands í loftslagsmálum um samdrátt í losun gróðurhúsaloftteguna um 50 - 75% fyrir 2050 og að unnið væri að nánari útfærslu ...
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Rejoice Mabudafhasi, aðstoðarumhverfisráðherra Suður-Afríku, hafa sameiginlega tekið við formennsku í Samtökum kvenleiðtoga í umhverfismálum. Á fundi samtakanna í Mónakó í gær var m.a. rætt um hvernig fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum gæti komið konum í þróunarlöndunum til góða, en ákvarðanir um orkugjafa fyrir heimili hafa mikil áhrif á líf og heilsu kvenna, sem sjá um flest ...

Ísland er eitt af fjórum ríkjum sem taka þátt í átaki á vegum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) um að stefna að kolefnishlutleysi. Átakinu var hleypt af stokkunum á ráðherrafundi UNEP í Mónakó í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði við það tækifæri að þótt loftslagsbreytingar væru alvarleg ógn væri mikilvægt að ganga bjartsýn til verks við að finna lausn á vandanum ...

Nú um áramótin fluttust Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og Vatnamælingar Orkustofnunar til umhverfisráðuneytins í samræmi við breytingar sem gerðar voru á verkefnaskiptingu innan stjórnarráðsins með breytingu á lögum frá Alþingi skömmu fyrir jól. Frá sama tíma fluttist matvælasvið Umhverfisstofnunar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

Með þessum breytingum verður umtalsverð aukning á umsvifum umhverfisráðuneytisins. Þannig fjölgar stofnunum ráðuneytisins um þrjár. Þær voru ...

Jón Gunnar OttóssonJón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, var í dag kosinn forseti Bernarsamningsins á aðildarríkjafundi samningsins í Strasborg í Frakklandi. Bernarsamningurinn fjallar um verndun villtra plantna, dýra og lífsvæða í Evrópu og er einn af grundvallar samningum Evrópu á sviði umhverfisverndar. Tæplega fimmtíu ríki Evrópu og Norður-Afríku eru aðilar að samningnum. Forseti Bernarsamningsins stýrir starfsemi hans og aðildarríkjafundum. Jón Gunnar var ...

Nýtt efni:

Skilaboð: