Sjöunda stefnumót umhverfisráðuneytisins og stofnunar Sæmundar Fróða verður haldið föstudaginn 18. apríl kl 12:00 í fundarsal Þjóðminjasafnsins og stendur til 13:00. Stefnumótin eru opnir fundir um ýmis umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Fjallað verður um vistvænar byggingar og áhrif þeirra á byggingariðnað hér á landi.

Björn Marteinsson, dósent við Háskóla Íslands og verkfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun halda erindi um Hvaða kröfur gera vistvænar byggingar á íslenskum markaði?

Stefán Freyr Einarsson, umhverfisráðgjafi hjá Alta mun halda erindi um Tækifæri og hindranir sem fylgja vistvænum byggingariðnaði.

Myndin er af Sesseljuhúsi að Sólheimum í Grímsnesi en það er byggt á grunni vistvænnar hugmyndafræði.
Birt:
16. apríl 2008
Tilvitnun:
Guðmundur Hörður Guðmundsson „Vistvænar byggingar“, Náttúran.is: 16. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/16/vistvaenar-byggingar/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. apríl 2008

Skilaboð: