Sorpa bs er starfsleyfisskylt fyrirtæki. Starfsleyfisskylda fyrirtækja byggir á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum og lögum nr. 93/1995 um matvæli með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt ofanskráðum lögum. Starfsleyfi nær til staðsetningar, eðli og umsvifa starfseminnar. Starfsleyfi fyrir móttöku og flokkunarstöðina í Gufunesi og urðunarstaðinn í Álfsnesi veitir Umhverfisstofnun og eftirlit með starfseminni hefur Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur. Starfsleyfi og eftirlit með endurvinnustöðvum Sorpu veita: Í Reykjavík: Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur. Í Kópavogi og Garðabæ: Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Í Mosfellsbæ: Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.
Grænt bókhald sbr. reglugerð nr. 851/2002
Sjá nánar um nákvæma staðsetningu grenndargáma og gámastöðva á Endurvinnslukortinu hér á vefnum eða á Endurvinnslukorts appinu. Staðsetningar grenndargáma og gámastöðva hafa einnig verið merktir inn á allar prentútgáfur af Grænum kortum sem Náttúran hefur gefið út.
Breyting hefur orðið á móttöku úrgangs í gámi 66 á endurvinnslustöðvum SORPU, sem er úrgangur til urðunar, pressanlegur.
Samkvæmt rannsókn á innihaldi þessa gáms kom í ljós að rúmlega 30% af efni í gámnum reyndist vera pappír, pappi, tau og klæði sem hæft er til endurvinnslu. Annað í gámnum sem ætti að fara í endurvinnslufarveg er plast, málmar og steinefni.
Frá byrjun febrúar verður lögð áhersla á að pappír, pappi, tau og klæði fari í endurvinnslufarveg í stað urðunar. Í ...