Aðlögun að lífrænum búskap – Fyrstu skrefin 4.5.2016

Námskeið fyrir bændur og annað áhugafólk um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit, vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða.

Reykjavík, föstudaginn 6. maí 2016, kl. 11.00-16.00Þarabakka 3 (3.h.), 109 Reykjavík (í Mjóddinni; næg bílastæði t.d. nærri Breiðholtskirkju).

Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Innifalið í námskeiðinu er prentað fræðsluefni, allar glærur og eintak af Reglum Túns um lífræna framleiðslu, auk veitinga. 

Tilkynningar um þátttöku skal senda á tun@tun.is fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 5 ...

Námskeið fyrir bændur og annað áhugafólk um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit, vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða.

Reykjavík, föstudaginn 6. maí 2016, kl. 11.00-16.00Þarabakka 3 (3.h.), 109 Reykjavík (í Mjóddinni; næg bílastæði t.d. nærri Breiðholtskirkju).

Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Innifalið í námskeiðinu er prentað fræðsluefni, allar glærur og eintak af Reglum Túns ...

Skjáskot af heimasíðu Nesbúeggja nesbu.is.Vottunarstofan Tún ehf. hefur staðfest að framleiðslustoð Nesbúeggja ehf. í Miklholtshelli II uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænum eggjum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent þ. 25. janúar 2016.

Nesbúegg ehf. er fyrsti íslenski stórframleiðandinn sem hlýtur slíka vottun og hefur markaðssetningu á lífrænum eggjum.

Með vottun Túns er ...

28. janúar 2016

Íslenskur sjávarútvegur sækir fram í sjálfbærnivottun

Veiðar íslenskra fiskiskipa á ufsa innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hafa nú hlotið MSC (Marine Stewardship Council) vottun um sjálfbærni og góða fiskveiðistjórnun. Vottunin tekur til veiða með sex veiðifærum, þar á meðal botnvörpu, dragnót, netum og línu. Vottunin er veitt í kjölfar átján mánaða ítarlegrar úttektar sem unnin var af sérfræðingum undir stjórn Vottunarstofunnar Túns ...

Námskeið verður haldið á vegum Lífrænu akademíunnar í Reykjavík þriðjudaginn 15. apríl 2014 um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit og vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða. Kjörið tækifæri fyrir bændur og aðra sem hyggjast hefja lífræna ræktun og afla sér þekkingar.

Skráning: ord@bondi.is og tun@tun.is eða í síma 563 0300 og 511 1330.
Þátttökugjald: Kr ...

Vinnsla og útflutningur fiskafurða úr vottuðum sjálfbærum veiðum við Ísland

Fyrirtækin Stakkavík ehf. og Spes ehf.í Grindavík fá MSC-rekjanleikavottun
Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fiskvinnslufyrirtækið Stakkavík ehf. og fiskútflutningsfyrirtækið Spes ehf. uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC-vottuðum sjálfbærum ...

Vettvangsheimsókn og samráðsfundir

Vottunarstofan Tún vinnur að mati á grásleppuveiðum við Ísland samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC) um sjálfbærar fiskveiðar.

Matsnefnd sérfræðinga mun afla upplýsinga um þessar veiðar, m.a. með viðræðum við fulltrúa veiða og vinnslu, rannsóknar-, eftirlits- og stjórnstofnanir og aðra hagsmunaaðila. Í þeim tilgangi mun nefndin funda í Reykjavík dagana 21. - 24. maí n.k.
Hagsmunaaðilar ...

Námskeið verður haldið á vegum Lífrænu akademíunnar í Reykjavík föstudaginn 19. apríl 2013 um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit og vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða. Kjörið tækifæri fyrir bændur og aðra sem hyggjast hefja lífræna ræktun og afla sér þekkingar.

Skráning: ord@bondi.is og tun@tun.is eigi síðar en 10. apríl.
þátttökugjald: Kr. 6.500
Fundarstaður ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Te & Kaffi uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænu kaffi. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í kaffibrennslu félagsins í Hafnarfirði í morgun, föstudaginn 11. janúar 2013. Te & Kaffi er fyrsta vinnslustöðin sem fær vottun til framleiðslu á lífrænu kaffi hér á landi.

Með vottun Túns er staðfest að lífrænt kaffi sem vinnslustöðin framleiðir ...

Fimm landssamtök og þjónustuaðilar hvetja til breyttrar stefnumótunar og meiri aðgæslu

Ný frönsk vísindarannsókn bendir til þess að langtíma neysla erfðabreyttra afurða kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar. Rannsóknin sýnir skaðleg heilsufarsáhrif erfðabreytts maísyrkis sem víða er notað í dýrafóður og matvæli og varpar hún þar með ljósi á alvarlegar brotalamir í leyfisveitingakerfi sem notast er við í ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Mjólkurbúið Kú ehf. uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænum ostum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í mjólkurvinnslu félagsins í Hafnarfirði í morgun, fimmtudaginn 30. ágúst. Mjólkurbúið Kú ehf. er fyrsta sérhæfða vinnslustöðin sem fær vottun til lífrænnar ostaframleiðslu hér á landi.

Með ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Grand Hótel Reykjavík við Sigtún í Reykjavík uppfylli reglur um meðferð lífrænna matvæla við framreiðslu á lífrænum hluta morgunverðar. Vottorð þessa efnis var formlega afhent við hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík í dag, fimmtudaginn 9. ágúst. Með þessu er brotið blað í sögu vottunar lífrænnar framleiðslu hérlendis þar sem Grand Hótel Reykjavík er fyrsta ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að lífræn aðlögun er hafin á þremur bújörðum í Dalvíkurbyggð. Um er að ræða jarðirnar Hnjúk í Skíðadal, Velli í Svarfaðardal og Krossa 1 á Árskógsströnd. Vottorð þessa efnis voru formlega afhent við hátíðlega athöfn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík fimmtudaginn 1. desember s.l. Vottunin er áfangi í þróunarverkefninu „Lífræn framleiðsla í Dalvíkurbyggð“ sem Vaxtarsamningur ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Organic Lífsstíll ehf. uppfylli kröfur um lífrænar aðferðir við framleiðslu á matvælum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent eigendum fyrirtækisins þann 7. september 2011.

Organic Lífsstíll ehf. er fyrsta sérhæfða fyrirtækið hér á landi sem hlýtur vottun til lífrænnar framleiðslu á svonefndu hráfæði.
Með vottun Túns er staðfest að Organic Lífsstíll ehf. noti ...

Framleiðsla á matvörum úr vottuðum sjálfbærum þorskveiðum við Íslandsstrendur uppfyllir alþjóðlegar kröfur

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Akraborg ehf. á Akranesi uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC-vottuðum sjálfbærum fiskveiðum. Vottunin var formlega staðfest með útgáfu vottorðs sem Rolf Hákon Arnarson framkvæmdastjóri Akraborgar ehf. hefur nú veitt viðtöku.

MSC-rekjanleikavottun (MSC Chain of ...

Þorsk- og ýsuveiðar á Íslandsmiðum standast alþjóðlegar kröfur um sjálfbæra nýtingu

Sæmark sjávarafurðir ehf. hlýtur nú, fyrst íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, vottun samkvæmt stöðlum Marine Stewardship Council (MSC) um sjálfbærar fiskveiðar. Að baki liggur langt og ítarlegt matsferli sérfræðinga Vottunarstofunnar Túns. Þessi fyrsta íslenska MSC vottun verður formlega staðfest með útgáfu vottorða sem Svavar Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sæmarks, veitir viðtöku fimmtudaginn 23 ...

Þann 17. mars s.l. birtu átta starfsmenn háskólastofnana og líftæknifyrirtækja varnargrein í Morgunblaðinu fyrir erfðatækni. Ekki fer á milli mála að þeir taka eindregna stöðu með henni, á hverju sem gengur, enda eru þeir í réttu liði: Hinn heilagi sannleikur um áhættuleysi erfðatækni er “samdóma álit þeirra vísindamanna sem gerst þekkja”. Og ekki er slegið af í afskriftum ritrýndra ...

Vottunarstofan Tún hefur tilkynnt birtingu skýrslu um mat á sjálfbærni þorsk-, ýsu- og steinbítsveiða við Íslandsstrendur. Um er að ræða mat á nokkrum fiskveiðiútgerðum undir forystu fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks sjávarafurða. Útgerðarfyrirtækin gera út á handfæri, línu og dragnót, einkum við vestan- og norðanvert landið. Matið fer fram samkvæmt vottunarreglum Marine Stewardship Council (MSC), en þær byggjast m.a. á viðmiðunarreglum FAO ...

Á stofnfundi Samtaka lífrænna neytenda, í fyrradag, færði Vottunarstofan Tún stofnfundinum að gjöf sérprentun á yfirlitsriti Söndru B. Jónsdóttur „The Benefits of Organic Agriculture - Review of Scientific Research & Studies“ um niðurstöður nokkurra helstu rannsókna sem gerðar hafa verið á lífrænum aðferðum á undanförnum árum.

Í inngangi ritsins segir:

Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning meðal vi ...

Vottun býla og fyrirtækja sem framleiða, vinna úr, pakka og markaðssetja lífrænar afurðir.

Hvað eru lífrænar vörur?

Lífrænar vörur eru framleiddar með sjálfbærum aðferðum og án eiturefna, hormóna og erfðabreyttra efna. Þessum aðferðum er beitt í framleiðslu matvæla, snyrtivöru, fatnaðar, áburðar, sáðvöru, dýrafóðurs, byggingarefna og fleiri afurða. Margvíslegur iðnaður, verslun og þjónusta byggja á hagnýtingu lífrænna afurða.

Vottun er lögboðin ...

Sjóvík ehf. og Fram Foods Ísland hf. fá vottun til vinnslu og viðskipta með MSC-vottaðar sjávarafurðir

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækin Sjóvík ehf. og Fram Foods Ísland hf. uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC- vottuðum sjálfbærum fiskveiðum. Vottorð þessa ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Bústólpi ehf. uppfylli kröfur um lífrænar aðferðir við framleiðslu á kjarnfóðri. Vottorð þessa efnis verður formlega afhent í vinnslustöð fyrirtækisins á Akureyri þann 14. desember 2010.

Bústólpi ehf. er fyrsta sérhæfða kjarnfóðurfyrirtækið hér á landi sem hlýtur vottun til lífrænnar ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Sóley Organics í Hafnarfirði uppfylli kröfur um lífrænar aðferðir við framleiðslu á snyrti- og heilsuvörum og á tejurtum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent 9. nóvember 2010.

Sjá; Vottað lífrænt - Tún.

Sóley Organics er í hópi fyrstu Hafnfirsku fyrirtækjanna sem hljóta vottun til lífrænnar ...

Línu-, handfæra- og dragnótaveiðar á þorski, ýsu og steinbít - Tilnefningar til setu í matsnefnd.

Vottunarstofan Tún ehf. hefur tilnefnt menn í matsnefnd sem annast mun aðalmat á línu-, handfæra- og dragnótaveiðum á þorski, ýsu og steinbít samkvæmt reglum Marine Stewardship um sjálfbærar fiskveiðar.

Tilkynningu Túns í heild sinni má lesa í meðfylgjandi skjali.

Hagsmunaaðilum sem hafa athugasemdir um efni tilkynningarinnar ...

Vottunarstofan Tún ehf hefur staðfest að fyrirtækið Alkemistinn uppfylli kröfur um lífrænar aðferðir við framleiðslu á snyrti- og heilsuvörum og á tejurtum. Vottorð þessa efnis var afhent á Gamlársdag 2009. Alkemistinn er fyrsta fyrirtækið sem hlýtur vottun til lífrænnar framleiðslu í sveitarfélaginu Reykjanesbæ. Hefur slík starfsemi þar með skotið rótum í ríflega þriðja hverju sveitarfélagi landsins.

Með vottun Túns er ...

Þrír Norðlenskir bændur og fyrirtæki fá vottun á lífræna framleiðslu og náttúrunytjar.

Föstudaginn 17. október voru afhent á Akureyri vottorð Vottunarstofunnar Túns til þriggja Norðlenskra framleiðenda um að þeir uppfylli alþjóðlegar kröfur um lífrænar aðferðir og sjálfbærar náttúrunytjar.

Vottun hlutu bændur á Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit sem stunda blandaðan búskap, bændur á Höfnum á Skaga sem safna æðardún og vinna úr ...

Vottunarstofan Tún vekur athygli á málstofu um lífrænt fiskeldi sem haldin verður á Grand Hóteli kl. 10:30 þriðjudaginn 30. september n.k.

Málstofan er haldin á vegum Túns og Hólaskóla, og mun Dr. Helgi Thorarensen kynna nýjar reglur um lífrænt fiskeldi sem eru í burðarliðnum. Að því loknu mun Dr. Stefan Bergleiter, sérfræðingur frá þþsku vottunarstofunni Naturland flytja fyrirlestur ...

Vínó ehf. fær vottun

Víninnflutningsfyrirtækið Vínó ehf. í Mosfellsbæ hefur fengið vottun Vottunarstofunnar Túns til innflutnings og markaðssetningar á vínum frá Suður-Ameríku, sem framleidd eru úr víný rúgum samkvæmt alþjóðlegum reglum um lífræna ræktun.

Vottunin nær til nokkurra tegunda af hvítvíni og rauðvíni frá Argentínu og Chile. Með henni er staðfest að vín þessi eru framleidd samkvæmt kröfum sem eru ...

Hagkaup fær vottun til vinnslu á pasta- og tómatvörum sem seldar eru undir vörumerkinu Ítalía. Um er að ræða hluta af því vörumerki og fær Hagkaup heimild til að merkja þær
afurðir sem lífrænar og setja vottunarmerki Túns á þær.

Hagkaup fær vottun Túns á því að öll hráefni vottaðra vörutegunda eru ræktuð með lífrænum aðferðum í sátt við náttúruna ...

Lífræn heilsuvöruframleiðsla á Íslandi - Jurtaapótek Kolbrúnar grasalæknir ehf.fær vottun.

Jurtaapótek Kolbrúnar grasalæknis ehf. á Laugavegi 2 í Reykjavík fær í dag vottun Vottunarstofunnar Túns til vinnslu, pökkunar og sölu afurða úr jurtum og jurtaolíum samkvæmt alþjóðlegum reglum um lífrænar aðferðir.

Vottunin nær til vinnslu á lífrænum lækningajurtum, te- og kryddjurtum, jurtaolíum, og öðrum heilsu- og snyrtivörum. Vottorð þessu til ...

Í dag afhenti Vottunarstofan Tún Íslenska kalkþörungafélaginu efh. vottun þess efnia að starfsemi fyrirtækisins samræmist reglum varðandi vinnslu og nám náttúrulegra afurða til lífrænnar ræktunar.

Vottun Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. er tvíþætt: (a) kalkþörunganáms á botni Arnarfjarðar, svo og flutnings og meðferðar á hráefninu áður en það er tekið til frekari vinnslu, og (b) úrvinnslu kalkþörunganna og framleiðslu á hágæða fóðri ...

Fréttatilkynning frá Vottunarsstofunni TÚN

Villtar íslenskar heilsuplöntur og æðarvarp:
Sjálfbærar náttúrunytjar á Dyrhólaey fá vottun

Ábúendur í Dyrhólahverfi í Mýrdal hafa hlotið vottun til staðfestingar á sjálfbærum landnytjum í Dyrhólaey. Annarsvegar er um að ræða vottun samkvæmt alþjóðlegum reglum um lífræna framleiðslu til söfnunar á villtum heilsuplöntum. Hinsvegar eru vottaðar nytjar á æðarvarpi til söfnunar á dún samkvæmt reglum Túns ...

Fyrstu merki um lífræna þróun í dölum Borgarfjarðar:

Hraundís Guðmundsdóttir á Rauðsgili í Hálsasveit hefur nú fengið vottun Vottunarstofunnar Túns til söfnunar á villtum íslenskum plöntum samkvæmt alþjóðlegum reglum um lífrænar aðferðir. Vottunin nær til ræktaðs og óræktaðs landsvæðis á Rauðsgili sem nýtt verður í framtíðinni til söfnunar og ræktunar á ýmsum plöntum. En þær verða síðan hráefni til framleiðslu ...

Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heiðraði á dögunum Eymund Magnússon í Vallanesi í Fljótsdalshéraði fyrir störf sín og metnað á sviði lífrænnar ræktunar og framleiðslu.
-
Eymundur framleiðir 20-30 vörutegundir árlega sem allar bera lífrænisvottun vottunarstofunnar Túns. Auk „hrísgrjóna norðursins“, sem Eymundur kallar byggið ræktar hann fjölda grænmetistegunda sem hann selur bæði sem hrávöru auk þess að framleiða tilbúna grænmetisrétti og olíur s.s ...

Fyrirtækið Villimey slf., sem er í eigu Aðalbjargar Þorsteinsdóttur á Tálknafirði, hefur nú fengið alþjóðlega vottun Vottunarstofunnar Túns til sjálfbærrar söfnunar á villtum íslenskum plöntum. Vottunin nær til tæplega 80 ferkílómetra landsvæðis í Tálknafirði og Arnarfirði og mun Villimey slf. nýta villtar plöntur af svæðinu til fjölþættrar framleiðslu á lífrænum heilsuvörum, græðikremum og snyrtivörum. Vottorð þessu til staðfestingar var afhent ...
Fyrirtækið Ísplöntur opnaði nýjan vef fyrir nokkr síðan. Vefurinn er allur unnin af eiganda fyrirtækisins Jóni E. Gunnlaugssyni. Jón er fjölhæfur frumkvöðull sem gerir allt sjálfur. Hann teiknaði myndirnar og hannaði vefinn auk þess sem hann að sjálsögðu stofnaði fyrirtækið og stendur að víðtækri lífrænni ræktun, framleiðslu og vöruhönnun. Ísplöntur framleiða fjölda lækningajurta og jurta sem notaðar eru í fæðubótaefni ...
Í síðustu viku var kynnt skýrsla starfshóps um stöðu og möguleika lífrænnar framleiðslu á Íslandi, undir yfirskriftinni „Lífræn framleiðsla – Ónotað tækifæri í atvinnulífi landsbyggðarinnar“. Starfshópurinn sem vann að skýrslunni var skipaður fulltrúum Vottunarstofunnar Túns, Staðardagskrár 21 og Byggðastofnunar. Nánari upplýsingar er að finna í frétt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga (sjá fréttina og skýrsluna).
Í skýrslunni kemur m.a. fram ...

Í Laugarási í Biskupstungum reka hjónin Þórður G. Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir Garðyrkjustöðina Akur sem sérhæfir sig í lífrænni ræktun grænmetis. Framleiðslan samanstendur af gúrkum tómötum, papriku, og chile-pipar. Auk þess fer fram úrvinnsla afurða og þá fyrst og fremst mjólkusýring grænmetis og þá aðallega súrkálsgerð en einnig niðurlagning og súrsun grænmetis. Starfsemin er vottuð lífræn af vottunarstofunni Tún. Sölu- ...

Nýtt efni:

Skilaboð: