Fyrirtækið Ísplöntur opnaði nýjan vef fyrir nokkr síðan. Vefurinn er allur unnin af eiganda fyrirtækisins Jóni E. Gunnlaugssyni. Jón er fjölhæfur frumkvöðull sem gerir allt sjálfur. Hann teiknaði myndirnar og hannaði vefinn auk þess sem hann að sjálsögðu stofnaði fyrirtækið og stendur að víðtækri lífrænni ræktun, framleiðslu og vöruhönnun. Ísplöntur framleiða fjölda lækningajurta og jurta sem notaðar eru í fæðubótaefni. T.a.m.: klóelftingu [Equisetum arvense], maríustakk [Alchemilla filicaulus], kamilla [Chamomilla recutita], rauðsmári [Trifolium pratense], ætihvönn [Angelica archangelica], mjaðurt [Filipendula ulmaria], túnfífil [Taraxacum spp.], vallhumal [Achilla millefolium], gulmöðru [Galium verum] og burnirót [Rhodiola rosea].
Fyrsti grunnur að fyrirtækinu var lagður árið 1987, þá með söfnun villtra jurta. Rekstur fyrirtækisins var lengi vel þríþættur. Í fyrsta lagi söfnun villtra jurta í Ölvisholti í Hraungerðishreppi, í öðru lagi ræktun í Gunnarsholti á Rangárvöllum og í þriðja lagi þurrkun og pökkun í Hveragerði. Sumarið 2002 var sáð í 2,5 hektara fjölmörgum tegundum heilsu og kryddjurta. Fyrsta uppskera úr Gunnarsholti kom svo í hús haustið 2003 en það voru kamilla, rauðsmári og vallhumall.
Vorið 2006 er bújörðin Ölvisholt í Flóahreppi keypt undir starfsemina og ræktun og tínsla er nú á tveimur stöðum þ.e. í Gunnarsholti og í Ölvisholti. Öll þurrkun og framleiðsla fer fram í Ölvisholti. Ísplöntur er með lífrænisvottun frá Vottunarstofunni Tún, sem er vottunaraðili fyrir lífrænar afurðir og framleiðslu á Íslandi.

 

Birt:
7. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ísplöntur opnar nýjan vef“, Náttúran.is: 7. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/isplontur_nyrvefur/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: