Námskeið fyrir bændur og annað áhugafólk um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit, vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða.

Reykjavík, föstudaginn 6. maí 2016, kl. 11.00-16.00Þarabakka 3 (3.h.), 109 Reykjavík (í Mjóddinni; næg bílastæði t.d. nærri Breiðholtskirkju).

Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Innifalið í námskeiðinu er prentað fræðsluefni, allar glærur og eintak af Reglum Túns um lífræna framleiðslu, auk veitinga. 

Tilkynningar um þátttöku skal senda á tun@tun.is fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 5. maí. Nánari upplýsingar veita Ólafur Dýrmundsson (oldyrm@gmail.com) og Gunnar Á. Gunnarsson (s. 511 1330 & 820 4130).

 Lífræna akademían er samstarfsvettvangur þriggja fag- og hagsmunaaðila á sviði lífrænnar framleiðslu: 

  • Bændasamtök Íslands             
  • Verndun og ræktun – VOR             
  • Vottunarstofan Tún ehf.

Birt:
4. maí 2016
Tilvitnun:
Vottunarstofan Tún ehf „Aðlögun að lífrænum búskap – Fyrstu skrefin“, Náttúran.is: 4. maí 2016 URL: http://nature.is/d/2016/05/04/adlogun-ad-lifraenum-buskap-fyrstu-skrefin/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: