Í Laugarási í Biskupstungum reka hjónin Þórður G. Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir Garðyrkjustöðina Akur sem sérhæfir sig í lífrænni ræktun grænmetis. Framleiðslan samanstendur af gúrkum tómötum, papriku, og chile-pipar. Auk þess fer fram úrvinnsla afurða og þá fyrst og fremst mjólkusýring grænmetis og þá aðallega súrkálsgerð en einnig niðurlagning og súrsun grænmetis. Starfsemin er vottuð lífræn af vottunarstofunni Tún. Sölu- og dreifingafyrirtækið Græni hlekkurinn, er einnig rekið af Þórði og Karólínu og þjónar auk Akri, búunum Kvistholti (gulrætur), Engi (kryddjurtir), Hæðarenda (kartöflur, kál og gulrætur) og Bíóbúi (jógúrt) en öll þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera lífrænt vottuð af vottunarstofunni Túni. Nýjir viðskiptavinir geta skráð beiðni um áskrift á netinu og fá í kjölfarið senda pöntunarlista vikulega. Myndin er af Þórði í gúrkuskálanum á Akri þ. 01. 07. 2006.


Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
2. júlí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífræn framleiðsla í áskrift“, Náttúran.is: 2. júlí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/lifr_framl_askr/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 14. maí 2007

Skilaboð: