Á að fórna náttúruperlum fyrir ósjálfbærar jarðgufuvirkjanir? 28.3.2016

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands heldur málstefna undir yfirstögninni  „Á að fórna náttúruperlum fyrir ósjálfbærar jarðgufuvirkjanir?“ í Norræna húsinu miðvikudaginn 6. apríl nk. kl. 16:30.

Þar verður m.a. fjallað um gildi landslags á Reykjanesi og hve framkvæmdir geta spillt upplifun þess sem þar vill njóta náttúrunnar í sem upprunalegastri mynd. Sýndar verða myndir af ýmsum náttúrperlum svæðisins sem sumum hverjum verður e.t.v gjörbreytt á næstunni. Fjallað verður um hugsanlegar afleiðingar af nýtingu háhitasvæða til raforkuframleiðslu og takmörk varanleika þeirra ...

Sofandi tröll á Reykjanesi. Ljósm. Ellert Grétarsson.Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands heldur málstefna undir yfirstögninni  „Á að fórna náttúruperlum fyrir ósjálfbærar jarðgufuvirkjanir?“ í Norræna húsinu miðvikudaginn 6. apríl nk. kl. 16:30.

Þar verður m.a. fjallað um gildi landslags á Reykjanesi og hve framkvæmdir geta spillt upplifun þess sem þar vill njóta náttúrunnar í sem upprunalegastri mynd. Sýndar verða myndir af ýmsum náttúrperlum svæðisins sem sumum hverjum verður ...

Göngufólk í Krísuvík. Ljósm. Ellert Grétarsson.Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, NSVE, kalla félagsmenn til aðalfundar klukkan 20:00 miðvikudaginn 29. apríl 2015 í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 í Hafnarfirði.

Dagskrá:

  • Setning aðalfundar.
  • Kjör  fundarstjóra og annara embættismanna.
  • Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  • Kjör stjórnar.
  • Kjör skoðunarmanns.
  • Ályktanir aðalfundar.
  • Önnur mál.

Nýir félagar geta skráð sig til leiks á fundinum. Fjölmennum!

Grafið fyrir Gálgahrauni haustið 2013.Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi mótmæla aðför að níu-menningunum úr Gálgahrauniog hvetja þau alla þá sem láta sér annt um náttúru Íslands og frelsið til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði kl. 9.00 á fimmtudaginn 11. september til stuðnings níu-menningunum en þá  hefjast vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjanes í sakamáli sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað ...

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands höfðuðu ásamt Landvernd, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Hraunavinum dómsmál í júní s.l. til að fá skorið úr um lögmæti fyrirhugaðrar framkvæmdar lagningar nýs Álftarnesvegar um þvert Gálgahraun, sögufrægt eldhraun á náttúruminjaskrá. Fyrir skemmstu mættu verktakar á svæðið til að hefja framkvæmdir og fóru þá náttúruverndarsamtökin fram á lögbann á framkvæmdina.

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur nú hafnað beiðni náttúruverndarsamtaka ...

Landvernd mun afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig verður þeim afhent áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar, þar á meðal svæði á hálendinu.

Afhendingin fer fram við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg þriðjudaginn 28. maí kl. 17:15 ...

Næstkomandi fimmtudag, Uppstigningardag, mun náttúruverndarhreyfingin bjóða alla náttúruunnendur velkomna til Krýsuvíkur til viðburðar undir heitinu Verjum Krýsuvík!

Boðið verður upp á nokkrar léttar og fræðandi gönguferðir um svæðið. Geta þátttakendur valið þá göngu sem þeir vilja eða farið í allar göngurnar sem leiddar verða af staðkunnugum jarðfræðingum. Leitast verður við að svara spurningum um náttúru og sögu þess merkilega náttúru- ...

Miðvikudaginn 1. maí verður græn ganga á vegum samtaka um náttúru- og umhverfisvernd. Gangan verður farin niður Laugaveg í kjölfar kröfugöngu verkalýðsfélaganna. Í lokin verður grænum fánum stungið niður á Austurvelli við Alþingi. Göngumenn eru hvattir til að mæta í einhverju grænu. Hist verður á Snorrabraut við Hlemm kl. 13. Gangan hefst hálftíma síðar.

Efnt er til grænnar göngu til ...

Munu komandi kynslóðir erfa gruggugt vatn með fátæklegra lífríki?

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Náttúruverndarsamtök Suðurlands standa sameiginlega fyrir málstofu um Þingvelli miðvikudaginn 3. apríl 2013. Málstofan verður í fundarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 í Reykjavík, hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Dagskrá málstofunnar verður þessi:

  1. Fulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum:  Inngangserindi
  2. Guðrún Ásmundsdóttir ...

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands standa að sýningu á nýrri fræðslu- og heimildamynd eftir Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndara. Myndin ber heitið Krýsuvík - Náttúrufórnir í fólkvangi.

Í myndinni er fjallað um náttúru og sögu Krýsuvíkur og annarra svæða innan Reykjanesfólkvangs sem til stendur að taka undir virkjanir samkvæmt rammaáætlun. Sagt er frá merkilegri jarðfræði svæðisins og reynt að varpa ljósi á þau áhrif ...

Jóhannes Ágústsson, stofnandi og formaður Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands, lést í fyrradag fimmtudaginn 15. nóvember, 59 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.

Við vottum aðstandendum Jóhannesar okkar dýpstu samúð um leið og við minnumst hans með þakklæti fyrir allt það óeigingjarna starf sem hann vann af eljusemi og fórnfýsi í þágu samtakanna.

Við hin munum halda baráttunni áfram í anda Jóhannesar ...

Nú er ljóst að Orkuveita Reykjavíkur ræður ekki við brennisteinsmengun á Hellisheiði. Á ársfundi fyrirtækisins kom fram að brennisteinsmengun mun ekki standast heilsuverndarmörk árið 2014 við óbreyttar aðstæður og verða yfir þeim mörkum sem stjórnvöld hafa sett til að verja heilsu almennings, en brennisteinsvetni veldur sjúkdómum í öndunarfærum. Undirrituð náttúruverndarsamtök krefjast þess að fundin verði ásættanleg lausn á málinu.

Eftir ...

Munu Alþingismenn fórna náttúruperlum á Reykjanesskaga og Suðvesturlandi fyrir ótímabæra orkuvinnslu. Nú eru síðustu forvöð að láta í sér heyra ef þú ert ósátt/ósáttur við að allt að 12 af 15 virkjunarhugmyndum á Suðvesturlandi verði að veruleika. Hvað vilt þú?

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) efna til baráttufundar til bjargar náttúruperlum á svæðinu, ekki síst í Reykjanesfólkvangi. Að loknum ...

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands efna til gönguferðar um Eldvörp og Eldvarpahraun á annan í hvítasunnu. Lagt verður af stað frá Húsatóftum við Grindavík kl. 11:00.

Gengið verður eftir Árnastíg, gamalli þjóðleið sem Staðhverfingar notuðu til ferða milli Húsatófta og Njarðvíkur. Liggur hún í gegnum áhugavert hraunið sem kennt er við Sundvörðu. Þaðan er haldið inn á svokallaðan Brauðstíg.

Við Brauðstíg, skammt ...

Fyrir miðnætti í kvöld, mánudaginn 7. maí, er síðasti dagur til að skila inn athugasemdum vegna Rammaáætlunar til Alþingis. Mikilvægt er að allir sem vettlingi geta valdið sendi inn athugasemdir vegna þess að magnið getur haft áhrif.

Rammaáætlun heyrir undir Atvinnuveganefnd.

Hér er dæmi um bréf/tölvupóst sem þið gætuð sent:

„Ég, (nafn og kennitala), geri alvarlegar athugasemdir við að ...

Sunnudaginn 6. maí efna Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands til gönguferðar í Krýsuvík. Þátttakendur hittast á bílastæðinu í Seltúni kl. 11:00.

Byrjað verður á því að skoða hverasvæðið í Seltúni með allri sinni litadýrð. Þaðan verður gengið upp Ketilstíginn, hluta gamallar þjóðleiðar sem lá milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur yfir Sveifluhálsinn. Stórgott útsýnið yfir Krýsuvík og Móhálsadal verður skoðað ofan af hálsinum. Gengið ...

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands ásamt með skipun aðgerðarhópa verður haldinn í Gaflaraleikhúsinu þ. 17. april nk. kl. 20:00.

Fundardagskrá

  1. Setning aðalfundar
  2. Kjör fundarstjóra og annara embættismanna Skýrsla stjórnar og umræður um hana Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu
  3. Lagabreytingar - Fyrir liggja tvær tillögur um lagabreytingar: 1. Að auk fimm manna stjórnar verði kjörnir þrír varamenn í stjórn. 2. Að skammstöfun ...

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands hafna því alfarið að nánast allt suðvesturhorn landsins verði  gert að einu samfelldu orkuvinnslusvæði eins og gert er ráð fyrir í drögum að þingsályktun að Rammaáætlun. Samtökin skora á þingmenn Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmanna að koma í veg fyrir að mikilvægum útivistarsvæðum og náttúruperlum verði fórnað undir orkunýtingu sem muni t.d. stórskaða möguleika til uppbyggingar ferðaþjónustu á ...

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands vilja að leyfi Orf-líftækni til að rækta erfðabreytt bygg til lyfjagerðar í gróðurhúsi Landbúnaðarháskólans á Reykjum verði afturkallað. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn samtakanna hefur sent frá sér.

Stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands lýsir yfir stuðningi við þau andmæli, sem samtök og fyrirtæki á sviði náttúruverndar og heilsuræktar hafa þegar sent frá sér til Umhverfisstofnunar, umhverfisráðuneytis, landbúnaðar- og ...

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands fagna nýlegri ákvörðun Grindavíkurbæjar um stofnun jarðminjagarðs  (Geopark) á Reykjanesi. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa nú  ákveðið að ganga til samstarfs um stofnun slíks garðs. Er það mikið fagnaðarefni þar sem slík ráðstöfun er vel til þess fallin að auka almenna vitund um mikilvægi náttúruverndar á svæðinu. Huga þarf vandlega að þeim málaflokki, t.d. með tilliti til virkjana ...

Hið nýstofnaða Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands boða til borgarafundar í Grunnskólanaum í Hveragerði fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 20:00.

Fundarefni:

Sigmundur Einarsson jarðfræðingur fjallar um jarðmyndun eldvirka svæðisins frá Reykjanesi til Þingvallavatns.
Erindi sitt styður hann myndum sem gerir hverjum leikmanni auðvelt að skilja það sem um er fjallað. Sem kunnugt er hefur Sigmundur haldið því fram að hugmyndir ýmsra um ...

Nýtt efni:

Skilaboð: