Hið nýstofnaða Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands boða til borgarafundar í Grunnskólanaum í Hveragerði fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 20:00.

Fundarefni:

Sigmundur Einarsson jarðfræðingur fjallar um jarðmyndun eldvirka svæðisins frá Reykjanesi til Þingvallavatns.
Erindi sitt styður hann myndum sem gerir hverjum leikmanni auðvelt að skilja það sem um er fjallað. Sem kunnugt er hefur Sigmundur haldið því fram að hugmyndir ýmsra um mögulega raforkuframleiðslu, á þessu jarðhitasvæði og fleirum, byggist á ofmati á orkugetu þeirra. Á fundinum mun hann færa rök fyrir þeirri skoðun.

Björn Pálsson fv. héraðsskjalvörður lýsir stuttlega athafnasvæði Hellisheiðarvirkjunnar með stuðningi ljósmynda. Þá mun hann einnig beina sjónum að þeirri mengun sem virkjunum fylgja.

Í fundarlok munu Sigmundur og Björn svara fyrirspurnum og athugasemdum fundargesta og einnig Birgir Þórðarson heilbrigðisfulltrúi sem er manna fróðastur um þegar gerðar og ætlaðar mengunarvarnir við Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjanir.

Myndin er frá Henglinum. Ljósmynd: Árni Tryggvason

Birt:
Nov. 8, 2011
Höfundur:
Björn Pálsson
Tilvitnun:
Björn Pálsson „Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands boðar til borgarafundar í Hveragerði“, Náttúran.is: Nov. 8, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/08/natturuverndarsamtok-sudvesturlands-bodar-til-borg/ [Skoðað:July 1, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Nov. 12, 2011

Messages: