Sofandi tröll á Reykjanesi. Ljósm. Ellert Grétarsson.Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands heldur málstefna undir yfirstögninni  „Á að fórna náttúruperlum fyrir ósjálfbærar jarðgufuvirkjanir?“ í Norræna húsinu miðvikudaginn 6. apríl nk. kl. 16:30.

Þar verður m.a. fjallað um gildi landslags á Reykjanesi og hve framkvæmdir geta spillt upplifun þess sem þar vill njóta náttúrunnar í sem upprunalegastri mynd. Sýndar verða myndir af ýmsum náttúrperlum svæðisins sem sumum hverjum verður e.t.v gjörbreytt á næstunni. Fjallað verður um hugsanlegar afleiðingar af nýtingu háhitasvæða til raforkuframleiðslu og takmörk varanleika þeirra.

Efnisflytjendur hafa, hver á sínu sviði, rannsakað þessi mál vandlega. Benda má á að í tímaritinu Náttúrufræðingurinn 82. árg. 1.- 4. hefti 2012 er greinin „Eðli og endurnýjanleiki jarðvarmakerfa“ eftir Stefán Arnórsson. Þar leiðir Stefán líkur að því að skoða megi háhitasvæði sem námur en ekki óendanlegar orkulindir einkum ef ekki er gætt hófs í nýtingu.

Dagskrá málstefnunnar verður þessi:

  • Kl. 16:30 Gildi landslags á Reykjanesi - Höfundar og fyrirlesarar Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt við LHÍ og nýdoktor við Heimspekistofnun HÍ. og Edda R. H. Waage, lektor í land- og ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.
  • Kl. 17:15 Náttúruperlur í hættu á Reykjanesskaga - Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari, sýnir myndefni frá Eldvörpum og Krýsuvík.
  • Kl. 17:55 Þróun háhitakerfa og umhverfisáhrif nýtingar - Höfundur og fyrirlesari dr. Stefán Arnórsson jarðhitasérfræðingur og fv. prófessor við HÍ.
  • Kl. 18:40 Pallborð þar sem flytjendur svara spurningum  fundargesta.

Salurinn verður opinn frá kl. 16:00 og gert ráð fyrir að málstefnunni verði lokið kl. 19:10.
Fundarstjóri: Eydís Franzdóttir./Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Stjórn NSVE hvetur félagsmenn til að mæta.


Birt:
28. mars 2016
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands „Á að fórna náttúruperlum fyrir ósjálfbærar jarðgufuvirkjanir?“, Náttúran.is: 28. mars 2016 URL: http://nature.is/d/2016/03/27/ad-forna-natturuperlum-fyrir-osjalfbaerar-jardgufu/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. mars 2016

Skilaboð: