Fyrir miðnætti í kvöld, mánudaginn 7. maí, er síðasti dagur til að skila inn athugasemdum vegna Rammaáætlunar til Alþingis. Mikilvægt er að allir sem vettlingi geta valdið sendi inn athugasemdir vegna þess að magnið getur haft áhrif.

Rammaáætlun heyrir undir Atvinnuveganefnd.

Hér er dæmi um bréf/tölvupóst sem þið gætuð sent:

„Ég, (nafn og kennitala), geri alvarlegar athugasemdir við að jarðhitasvæðið við Sveifluháls í Reykjanesfólkvangi sé sett í nýtingarflokk í Rammaátælun og tel því betur borgið í verndarflokki. Þetta svæði er í næsta nágrenni höfuðborgarinnar og borgarbúar jafnt sem ferðamenn vilja njóta náttúrunnar við túnfótinn. Þess má geta að yfir um 120 þúsund ferðamenn komu á svæðið síðasta sumar.

Að breyta friðlýstum fólkvangi og útivistarsvæði í orkuvinnslusvæði er eitthvað sem hlýtur að vera rangt á tímum þegar náttúrusvæði í nálægð við þéttbýli hafa aldrei verið verðmætari einmitt nú þegar bensínverð er í hæstu hæðum og kostnaðarsamt að ferðast um langan veg til að njóta náttúru slíkra svæða.

Sömuleiðis ættu Eldvörp skilyrðislaust að fara í verndarflokk. Þar liggja gamlar þjóðleiðir sem í dag eru vinsælar gönguleiðir. Auk þess ætti ekki að hrófla við umhverfi gígaraðarinnar sjálfrar sem er einstakt jarðfræðilegt fyrirbæri, sambærilegt við Lakagíga."

Netfangið er nefndasvid@althingi.is.

Ljósmynd: Keilir, ©Árni Tryggvason.

Birt:
7. maí 2012
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands „Síðasti dagur til að skila inn athugasemdum vegna Rammáætlunar“, Náttúran.is: 7. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/07/sidasti-dagur-til-ad-skila-inn-athugasemdum-vegna-/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: