Skýrsla um stöðu og stefnu í loftslagsmálum

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.

Í skýrslunni er farið yfir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum, sem er að finna í Kýótó-bókuninni og Parísarsamningnum, auk Evrópureglna á grunni EES-samningsins. Ísland hefur tilkynnt sitt framlag til Parísarsamningsins um að vera með í sameiginlegu markmiði 30 ríkja (Íslands, Noregs og 28 ríkja ESB) um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Farið er yfir stöðuna varðandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og spár fram til 2030. Sagt er frá niðurstöðum í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, þar sem spáð er verulegri aukningu í losun til 2030. Þar segir einnig að Ísland muni ekki standa við sín markmið í Kýótó-bókuninni fyrir árið 2020 og Parísarsamningnum árið 2030 að óbreyttri þróun.

Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir aðgerðir stjórnvalda til þessa og umfjöllun um væntanlega nýja stefnumótun og aðgerðaáætlun. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að gerð verði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamninginn, sem feli í sér m.a. græna hvata, skógrækt, landgræðslu og orkuskipti í samgöngum. Fjallað er nánar í skýrslunni um hvernig slík áætlun geti verið byggð upp, en hún mun ekki síst fjalla um hvernig hægt verði að standa við töluleg markmið Íslands til 2030. Einnig segir að stefnt sé að gerð vegvísis um langtímasýn í loftslagsmálum, þar sem m.a. verði skoðað hvenær og hvernig verði hægt að ná kolefnishlutleysi á Íslandi.

Í skýrslunni er umfjöllun um lykilþætti til að ná árangri við að draga úr losun og efla kolefnisbindingu, fjármögnun verkefna og samvinnu og samstarf aðila innan og utan stjórnkerfisins. Sett eru fram sex leiðarljós í loftslagsstefnu, sem verði notuð við gerð aðgerðaáætlunar.

Skýrsla umhverfis-og auðlindaráðherra um stöðu og stefnu í loftslagsmálum (pdf-skjal)

2.3.2017
Meira

Reglugerð um umhverfismerki tekur gildi

Norræna umhverfismerkið Svanurinn.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.

Norræna umhverfismerkisnefndin gefur út reglur um umhverfisvottun Svansins og endurspeglar reglugerðin norrænu reglurnar. Skyldur umsækjenda um leyfi til að nota umhverfismerki eru gerðar skýrari en helstu breytingar varða meginreglur um veitingu og notkun Svansins, meðferð umsókna og notkunarskilmála.

Þá lúta breytingarnar að skyldum leyfishafa, svo sem að tryggja að allar umhverfismerktar vörur uppfylli viðmið umhverfismerkisins á gildistíma leyfis og varðveislu gagna er varða leyfið.

Reglugerð nr. 160 ...

28.2.2017
Meira

Mývatn njóti vafans – ekki hótelstarfsemi

Frá MývatniUmhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ...

23.2.2017
Meira

Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017

Séð yfir Leirársveit. Ljósmynd: Umhverfisvaktin við Hvalfjörð.Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Tillaga að verkefnum næsta starfsárs
  3. Önnur mál
  4. Ávörp gesta

Kaffi og meðlæti verður til sölu í Garðakaffi. Allir áhugasamir um verndun náttúru og lífríkis eru hvattir til að mæta.

6.2.2017
Meira

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017

Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni eru verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi. Allir geta sent inn tilnefningar til verðlaunanna. Verðlaunahafinn verður tilkynntur á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þann 1. nóvember 2017.

Handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2016: Smáforritið Too Good To Go (Danmörk)

Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

Reglur um tilnefningar

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem gengið hefur á undan með góðu fordæmi með því að samþætta umhverfissjónarmið starfseminni eða á annan hátt unnið mikilsvert starf í þágu umhverfisins. Verðlaunahafinn á að vera norrænn og starfa á Norðurlöndum og/eða í tengslum við aðila utan Norðurlanda ...

6.2.2017
Meira

Sjálfbærni í norrænni hönnun

Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017

Í tilefni af sýningunni Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu, verður efnt til heilsdags dagskrár um norræna hönnun, sjálfbærni og þarfir framtíðar fimmtudaginn 2. febrúar nk. Juliet Kinchin sýningarstjóri hjá Museum of Modern Art í New York (MoMA) verður frummælandi á ráðstefnunni

Dagskráin fer fram á ensku. 

 

Dagskrá: 

8:00-8:30           húsið opnar, kaffi í anddyri 

8:30-13:15          málþing: Sjálfbærni í norrænni hönnun 

13:15-14:00       hlé 

14:00-16:00       vinnustofa: Teaching sustainability - educating the next ...

1.2.2017
Meira

Baráttan við bláskjá

Stillingar í f.lux

Töluverð umræða hefur verið um skaðsemi þess að sitja fyrir framan tölvuskjái langt fram á kvöld eða nótt og verða þannig fyir áhrifu blá ljóssins. Það getur dregið úr framleiðslu melantonins en það er hormón sem líkaminn framleiðir þegar birtu tekur aðbregða og veldur syfju. Skortur á því getur valdið því að fólk eigi erfitt með að festa svefn og þjáist þá af andvökum og svefnleysi.

Ein leið, sem mörgum finnst erfið, er að hætta í tölvunni fyrr á kvöldin. Önnur leið er að líkja eftir náttúrunni og skapa birtuskilyrði sem eru líkari því sem er utan dyra þegar sól ...

26.1.2017
Meira

Tímamót í loftslagsmálum?

Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að:

Ein stærsta ógn samtímans er hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda.

Þessari yfirlýsingu fylgdi engin montstatus þess efnis að Ísland stæði framar öllum þjóðum í nýtingu hreinnar orku. Heldur sagði Bjarni Benediktsson:

Við þurfum að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna.

Væntanlega vísa þessi ummæli forsætisráðherra til þess að Íslendingar verði að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að auka hana stöðugt; að draga verði úr losun um allt að 40% fyrir árið 2030, miðað við 1990.[1]

Annað nýmæli í ræðu Bjarna ...

25.1.2017
Meira

Tine Sundtoft kannar sóknarfæri í norrænu umhverfissamstarfi

„Norðurlönd hafa löngum gegnt og gegna áfram mikilvægu hlutverki í framsækinni stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Brýnt er að okkur takist að nýta tækifæri okkar til samstarfs því þá heyrist rödd okkar betur í Evrópu og um heim allan,“ segir Tine Sundtoft. Fram á vor mun hún ræða við stjórnmálafólk og aðra stefnumótandi aðila á Norðurlöndum og alþjóðavettvangi.<br>Ljósmyndari  Heidi Orava

Tine Sundtoft, fyrrum loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, hefur tekið að sér að vinna stefnumótandi úttekt á norrænu umhverfissamstarfi. Hún hefst þegar handa við að kanna ný sóknarfæri til áhrifa í samstarfi landanna í umhverfis- og loftslagsmálum.

Á undanförnum árum hefur Norræna ráðherranefndin staðið að stefnumótandi úttektum á samstarfi í heilbrigðismálum, vinnumálum og orkumálum. Nú er röðin komin að umhverfismálum. Verkinu á að ljúka með skýrslu sem inniheldur 10–15 raunhæfar og aðgerðamiðaðar tillögur að samstarfssviðum eða málefnum þar sem þróa má norrænt umhverfissamstarf á næstu 5 til 10 árum. Í tillögunum skal tekið tillit til skuldbindinga landanna vegna ESB-samstarfs og ...

23.1.2017
Meira

„Við þurfum alla með“ – ráðherra ávarpar norrænt málþing um loftslagsmál

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpaði gesti á málþinginu.

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í gær málþingið „Green to Scale“ í Norræna húsinu þar sem kynntar voru norrænar loftslagslausnir sem dregið geta úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.

Norræna „Green to Scale“ verkefnið var kynnt á Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakech (COP22) í nóvember síðastliðnum. Á málþinginu kom fram að með því að beita 15 norrænum loftslagslausnum, sem þegar hafa sannað sig, geta ríki heims dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á ári fyrir árið 2030, en það jafngildir losun Evrópusambandsins í dag. Kostnaðurinn við að útfæra þessar lausnir næmi niðurgreiðslum ríkja heims á jarðefnaeldsneyti í 9 daga ...

20.1.2017
Meira

Steinar og Þórunn aðstoðarmenn umhverfis- og auðlindaráðherra

Steinar KaldalSteinar Kaldal og Þórunn Pétursdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf í næstu viku.

Síðastliðin ár hefur Steinar unnið sem verkefnisstjóri hálendisverkefnis Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar sem er samvinnuverkefni náttúruverndarsamtaka, útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar og snýr að vernd miðhálendisins. Steinar er jafnframt formaður FUMÍ, félags umhverfisfræðinga á Íslandi.

Steinar er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund, BA-próf í stjórnmálafræði með atvinnulífsfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og mastersgráðu (MSc) í umhverfisstjórnun- og stefnumótun frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Steinar hefur auk þess lokið fréttamannaprófi Ríkisútvarpsins.

Steinar hefur m.a. starfað sem leiðbeinandi á ...

17.1.2017
Meira

Björt Ólafsdóttir tekur við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra

Björt Ólafsdóttir tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í dag, miðvikudaginn 11. janúar 2017. Fráfarandi ráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, afhenti henni lyklana að ráðuneytinu síðdegis.

Björt var kosin alþingismaður fyrir Bjarta framtíð í Reykjavíkurkjördæmi norður árið 2013.

Sigrún Magnúsdóttir, fráfarandi ráðherra, afhenti Björtu Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra lyklana að ráðuneytinu. Lyklakippan skartar Djúpalónsperlu og leysir af hólmi lyklakippuna sem Össur Skarphéðinsson afhenti Guðmundi Bjarnasyni árið 1995 og var með áfastri rjúpnakló.Hún er fædd 2. mars 1983. Eiginmaður hennar er Birgir Viðarsson verkfræðingur og eiga þau þrjú börn. Björt lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2003, BA-prófi í sálfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og M.Sc.-próf í mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Lundi árið 2008.

Björt hefur m.a. starfað sem meðferðarfulltrúi við Meðferðarheimilið Torfastöðum, stuðningsfulltrúi og verkefnastjóri á ...

12.1.2017
Meira

Náttúran óskar gleðilegra jóla

Helstu skilaboð jólanna eru að hver manneskja leiti ljóssins innra með sér og sýni náttúrunni og samferðarmönnum sínum umhyggju, virðingu og ást.

Með það í huga óskum við lesendum okkar, viðskiptavinum, stuðningsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar.

Gunna og Einar, starfshjón Náttúran.is.

24.12.2016
Meira

Jólaljósin og virkjunarþörfin

Grafík: Jólasería, Guðrún Tryggvadóttir.

Orkunotkun okkar nær hámarki um jólin. Hámark orkunotkunar er merkilegt fyrirbæri því að það ræður í raun stærð virkjana. Þessi afltoppur ákvarðar í raun nauðsynlega stærð virkjana. Það er ekki hægt að geyma rafmagn og því gildir að því hærra sem við teygjum afltoppinn því stærri virkjun þurfum við og þá skiptir litlu máli þó að meðalnotkun dragist saman.

Um jólin þegar að jólaseríur eru kveiktar á næstum hverju heimili, á hverjum vinnustað, í hverjum búðarglugg o.s.fr. er ekki úr vegi að hafa í huga að LED seríur nota brotabrot á við hefbundnar perur og endast margfalt lengur ...

8.12.2016
Meira

Ríkinu stefnt vegna vanefnda á lögum um Mývatn

MývatnUmhverfisverndarsamtök hafa stefnt umhverfisráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna vanefnda á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi. Ljúka átti friðlýsingunum fyrir tæpum níu árum síðan samkvæmt ákvæðum laga um verndun Mývatns og Laxár, s.k. Mývatnslögum. Þrátt fyrir þessa lagaskyldu hafa fæst svæðanna enn verið friðlýst. Meðal þeirra svæða sem ekki hafa verið friðlýst eru svæði þar sem ógn stafar af ágangi ferðamanna, eins og við Hverarönd og Leirhnjúk, og svæði sem deilur um lagningu háspennulína hafa staðið um, þ.e. Leirhnjúkshraun. Umhverfisráðherra ber ábyrgð á framfylgd laganna. Dómsmálið er höfðað til að knýja á um friðlýsingu þessara svæða eins ...

29.11.2016
Meira

Jákvæðar breytingar á raflínuáætlun Landsnets

Raflínur ljósm. Einar BergmundurLandsnet sendi nýlega frá sér tillögu að raflínuáætlun (kerfisáætlun) fyrir árin 2016 til 2025. Landvernd telur ástæðu til að hrósa fyrirtækinu fyrir nýjar áherslur og bætt vinnubrögð við gerð áætlunarinnar. Leiða má líkum að því að að alvarlegar athugasemdir almennings og umhverfisverndarsamtaka við vinnubrögð Landsnets á undanförum árum, þ.m.t. kærumál og dómsmál vegna eldri kerfisáætlana og einstakra framkvæmda, hafi haft þessi jákvæðu áhrif.  Drögin eru nú til kynningar og getur hver og einn komið á framfæri athugasemdum sínum fyrir áramót.

Á ári hverju ber Landsneti að gefa út áætlun um hvernig það sér fyrir sér þróun flutningskerfisins til ...

23.11.2016
Meira

Beiting 15 norrænna loftslagslausna á stórum skala gæti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á heimsvísu

Með því að beita 15 norrænum loftslagslausnum, sem þegar hafa sannað sig, geta ríki um allan heim dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á ári fyrir árið 2030, en það jafngildir losun Evrópusambandsins í dag. Kostnaðurinn við að útfæra þessar lausnir næmi niðurgreiðslum ríkja heims á jarðefnaeldsneyti í 9 daga. 

Þetta sýna niðurstöður nýrrar norrænar rannsóknar (Green to Scale) sem kynnt var 16. nóvember á  loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP22) í Marrakech. Rannsóknin er samstarfsverkefni finnska nýsköpunarsjóðsins Sitra, Norænu ráðherranefndarinnar, og virtra rannsóknarstofnana á öllum Norðurlöndunum. Í verkefninu er eftirfarandi spurningu svarað: hvaða árangri má ná fyrir árið 2030 með ...

18.11.2016
Meira

Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum

Dynkur í ÞjórsáNý ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. Um leið og við óskum henni alls hins besta í störfum sínum leyfum við okkur að leggja fram eftirfarandi forgangslista í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi. Til að þessi verkefni geti orðið að veruleika í tíð næstu stjórnar þarf að geirnegla þau í stjórnarsáttmála. Landvernd lýsir sig reiðubúna að koma að nánari útfærslu verkefnanna eftir því sem við á. Listinn er ekki settur fram í áhersluröð:

  1. Menntun til sjálfbærni, náttúru- og umhverfisvitundar. Lykillinn að sjálfbæru samfélagi í nútíð og framtíð er öflug menntastefna sem byggir á sjálfbærri þróun. Styrkja þarf þennan grunnþátt ...
17.11.2016
Meira

Græn nýsköpun lykill að árangri

Umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpaði loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í Marrakech í Marokkó í kvöld.Nú er kominn tími til að efna loforð Parísarsamningsins í loftslagsmálum, sagði Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra í ræðu sinni í dag á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Marrakech í Marokkó. Allir þyrftu þar að leggja lóð á vogarskálarnar: stjórnvöld, atvinnulíf, vísindaheimurinn og almenningur. Nýsköpun í loftslagsvænni tækni og lausnum væri nauðsynleg til að ná settu marki.

Fundurinn í Marrakech er fyrsti alþjóðlegi ráðherrafundurinn um loftslagsmál eftir að Parísarsamningurinn gekk í gildi 4. nóvember sl. Um 110 ríki, þar á meðal Ísland, hafa fullgilt samninginn.

Ráðherra sagði að hrein orka væri mikilvæg og þörf á hnattrænu átaki í nýtingu endurnýjanlegrar orku ...

16.11.2016
Meira

Skilaboð: