Baráttan við bláskjá
Töluverð umræða hefur verið um skaðsemi þess að sitja fyrir framan tölvuskjái langt fram á kvöld eða nótt og verða þannig fyir áhrifu blá ljóssins. Það getur dregið úr framleiðslu melantonins en það er hormón sem líkaminn framleiðir þegar birtu tekur aðbregða og veldur syfju. Skortur á því getur valdið því að fólk eigi erfitt með að festa svefn og þjáist þá af andvökum og svefnleysi.
Ein leið, sem mörgum finnst erfið, er að hætta í tölvunni fyrr á kvöldin. Önnur leið er að líkja eftir náttúrunni og skapa birtuskilyrði sem eru líkari því sem er utan dyra þegar sól gengur til viðar og kvöldroðinn kemur melantonin framleiðslunni í gang.
Það er til dæmis hægt að gera með smá forriti sem heitir f.lux en það breytir litnum á skjánum eftir gangi sólar og líkir þannig eftir birtuskilyrðum í umhverfinu. Hægt er að stilla áhrifin að vild, slökkva á þeim tímabundið og útiloka virknina við notkun tiltekinna forrita til dæmis þegar unnið er með ljósmyndir eða annað efni sem krefst hlutlausrar birtu.
Forritið má nálgast á heimasíðu f.lux® fyrir OS X, Android og Windows og er það ókeypis en hægt er að styrkja verkefnið.
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Baráttan við bláskjá“, Náttúran.is: Jan. 26, 2017 URL: http://nature.is/d/2017/01/26/barattan-vid-blaskja/ [Skoðað:Sept. 14, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.