Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni eru verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi. Allir geta sent inn tilnefningar til verðlaunanna. Verðlaunahafinn verður tilkynntur á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þann 1. nóvember 2017.

Handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2016: Smáforritið Too Good To Go (Danmörk)

Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

Reglur um tilnefningar

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem gengið hefur á undan með góðu fordæmi með því að samþætta umhverfissjónarmið starfseminni eða á annan hátt unnið mikilsvert starf í þágu umhverfisins. Verðlaunahafinn á að vera norrænn og starfa á Norðurlöndum og/eða í tengslum við aðila utan Norðurlanda.

Þema ársins og tillaga þín

„Með þema ársins viljum við vekja athygli á verkefnum sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi og styðja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030,“ segir í tilkynningu norrænu dómnefndarinnar.

Þekkir þú norrænt fyrirtæki, samtök eða einstakling sem leggur sitt af mörkum til að vekja athygli á, þróa eða nota úrgangslausar lausnir? Þá geturðu sent inn tilnefningu hér og rökstutt hana á í mesta lagi einni A4-blaðsíðu.

Eyðublað fyrir tilnefningar

Tilnefningar til verðlaunanna skulu berast eigi síðar en 19. apríl 2017.

Verðlaunin og afhending þeirra

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs verða birtar í júní en verðlaunin verða afhent í 23. sinn á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs þann 1. nóvember 2017 í Helsinki. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur.

Fyrri verðlaunahafar

2016 Too Good To Go frá Danmörku (stafræn nýsköpun sem ýtir undir sjálfbæran lífsstíl)

2015 Færeyska orkufyrirtækið SEV (græn raforka)

2014 Reykjavíkurborg (víðtækt og markvisst starf að umhverfismálum)

2013 Selina Juul frá Danmörku (barátta gegn matarsóun)

Sjá verðlaunahafa fyrri ára og nánari upplýsingar um verðlaunin..

Tengiliðir

Louise Hagemann 
Sími +45 21 71 71 41 
Netfang loha@norden.org

Heidi Orava 
Sími +45 21 71 71 48 
Netfang heor@norden.org


Birt:
Feb. 6, 2017
Höfundur:
Norræna húsið
Tilvitnun:
Norræna húsið „Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017“, Náttúran.is: Feb. 6, 2017 URL: http://nature.is/d/2017/02/06/tilnefningar-til-umhverfisverdlauna-nordurlandarad/ [Skoðað:Sept. 14, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: