Tine Sundtoft kannar sóknarfæri í norrænu umhverfissamstarfi 01/23/2017

Tine Sundtoft, fyrrum loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, hefur tekið að sér að vinna stefnumótandi úttekt á norrænu umhverfissamstarfi. Hún hefst þegar handa við að kanna ný sóknarfæri til áhrifa í samstarfi landanna í umhverfis- og loftslagsmálum.

Á undanförnum árum hefur Norræna ráðherranefndin staðið að stefnumótandi úttektum á samstarfi í heilbrigðismálum, vinnumálum og orkumálum. Nú er röðin komin að umhverfismálum. Verkinu á að ljúka með skýrslu sem inniheldur 10–15 raunhæfar og aðgerðamiðaðar tillögur að samstarfssviðum eða málefnum þar sem þróa ...

„Norðurlönd hafa löngum gegnt og gegna áfram mikilvægu hlutverki í framsækinni stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Brýnt er að okkur takist að nýta tækifæri okkar til samstarfs því þá heyrist rödd okkar betur í Evrópu og um heim allan,“ segir Tine Sundtoft. Fram á vor mun hún ræða við stjórnmálafólk og aðra stefnumótandi aðila á Norðurlöndum og alþjóðavettvangi.<br>Ljósmyndari  Heidi Orava

Tine Sundtoft, fyrrum loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, hefur tekið að sér að vinna stefnumótandi úttekt á norrænu umhverfissamstarfi. Hún hefst þegar handa við að kanna ný sóknarfæri til áhrifa í samstarfi landanna í umhverfis- og loftslagsmálum.

Á undanförnum árum hefur Norræna ráðherranefndin staðið að stefnumótandi úttektum á samstarfi í heilbrigðismálum, vinnumálum og orkumálum. Nú er röðin komin að umhverfismálum. Verkinu ...

23. January 2017

„Norðurlönd hafa lag á að skipuleggja þéttbýli með þeim hætti að það megi við aukinni þéttingu byggðar. Miklir pólitískir hagsmunir felast í því að borgir í örum vexti verði lífvænlegar,“ segir ráðherra húsnæðis-, bæja og byggðamála og norrænna málefna í Danmörku.  Ljósmyndari Samuel EnblomNorrænu ráðherrarnir um málefni byggðaþróunar funda þann 27. apríl til að ræða m.a. sjálfbært borgarskipulag. Á sama tíma heldur Norræna nýsköpunarmiðstöðin, stofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, ráðstefnuna Nordic Built Cities Arena með áherslu á nýskapandi lausnir fyrir sjálfbærar borgir á Norðurlöndum og um allan heim.

Danir gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 2015 og á tímabilinu 2015–2017 stendur danska ...

Plastmerkin sjö.Á hverju ári er um 700 þúsund tonnum af plastúrgangi hent í rusl á norrænum heimilum. Þetta plast væri unnt að endurnýta. Norræna ráðherranefndin hefur því hrint verkefni í framkvæmd sem gengur út á að kanna leiðir til að auka endurvinnslu á plastúrgangi á Norðurlöndum. Verkefnið hefur nú skilað af sér leiðbeiningum sem miðast við norrænar aðstæður.

Víða um heim ...

Umhverfissinninn Olli Manninen frá Finnlandi hlýtur eftirsóttustu umhverfisverðlaun Norðurlanda þetta árið og verðlaunafé að andvirði 350.000 danskra króna. Verðlaunin eru veitt fyrir framlag hans til varðveislu skóga á Norðurlöndum og uppbyggingu tengslanets á Norðurlöndum til að virkja grasrótarsamtök á umhverfissviðinu.

22. maí er dagur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika. Margar tegundir og landsvæði eru í útrýmingarhættu þrátt fyrir alþjóðlega ...

Loftslagsbreytingar eru komnar á matseðilinn - CO2 merktir hamborgarar

Max hamborgarastaðirnir (Max) eru veitingahúsakeðja sem nær til allrar Svíþjóðar og hóf hún starfsemi 1968. Hún er önnur stærsta hamborgarakeðjan í Svíþjóð og rak 67 veitingahús árið 2008.

Max hefur lengi starfað að því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og nýjasta nýjungin er að merkja kolefnisnotkun matarins og að kolefnisjafna matinn. Max ...

 Þörf er á alþjóðlegum samningum um notkun og losun kvikasilfurs. Norrænu umhverfisráðherrarnir ítreka þetta sjónarmið í sameiginlegri blaðagrein. Tekið verður stórt skref fram á við í ferlinu þegar Sameinuðu þjóðirnar halda fyrsta samningafundinn um alþjóðlegan samning í Stokkhólmi dagana 7.-11. júní.

Samstarfið um kvikasilfur er gott dæmi um að Norðurlandaþjóðirnar geta lagst á eitt og haft þannig bein áhrif ...

Alls eru 15 aðilar tilnefndir til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2010. Átta eru frá Svíþjóð, þrír frá Noregi, tveir frá Finnlandi og tveir frá Danmörku. Engar tilnefningar bárust í þetta sinn frá Íslandi og sjálfstjórnarsvæðunum Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.

Umhverfisverðlaunin, sem nema 350.000 dönskum krónum, verða nú veitt í sextánda sinn og er þema þeirra vistvæn fjármálaumsýsla. Ekobanken í Svíþjóð ...

Norræna ráðherranefndin hefur gefið út framkvæmdaáætlun í umhverfismálum 2009-2012. Í áætluninni er stefnumótun í norrænu umhverfisstarfi tíunduð og m.a. fjallað um loftslagsmál, hafið, líffræðilega fjölbreytni og sjálfbæra neyslu og framleiðslu.

Norrænu umhverfisráðherrarnir bera meginábyrgð á pólitískum þáttum umhverfissamstarfsins en embættismannanefnd skipuð af ráðherrunum ber ábyrgð á framkvæmd umhverfisáætlunarinnar. Framkvæmdaáætlun í umhverfismálum 2009-2012.

Þá hefur einnig verið gefin út norræn ...

Nýtt vefsetur Norrænu ráðherranefndarinnar um norrænar lausnir á sviði sjálfbærrar orkutækni, Nordic Energy Solutions, var í brennidepli á Netkaffi sem ráðherranefndin stóð fyrir á Climat Change Congress í Bella Center í Kaupmannahöfn.

Sameiginleg upplýsingagjöf eykur enn frekar áhuga á norrænum lausnum og miðlar þekkingu um árangur Norðurlandanna meðal áhrifamanna sem vilja finna sjálfbærar lausnir á orku- og loftslagsvandanum. Þetta sagði ...

Dagana 17. og 18. mars verða haldnar tvær málstofur á vegum Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar og Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Íslands. Málstofurnar sem eru öllum opnar fjalla um heilsutengd málefni 21. aldarinnar, þar sem koma viðurkenndir fyrirlesarar frá öllum Norðurlöndunum.

Þann 17. mars frá kl. 09:00 – 17:00, verður málstofa sem ber heitið Norrænt samstarf í heilbrigðisþjónustunni – möguleikar og hindranir. Málstofna ...

Nýtt efni:

Messages: