Nú þegar Garðfuglakönnun Fuglaverndar er að hefjast og vetur er að ganga í garð vill félagið hvetja fólk til að fóðra fugla við vinnustaði. Það er áhugavert og fróðlegt fyrir vinnufélaga að fylgjast með fuglum. Fóðrun fugla skapar skemmtilega stemmingu og umræðu og svo dregur það einnig úr matarsóun að nýta ýmsa afganga sem fuglafóður. Í mötuneytum vinnustaða fellur oft ...
Efni frá höfundi
Tilvalið til að minnka matarsóun 1.11.2016
Nú þegar Garðfuglakönnun Fuglaverndar er að hefjast og vetur er að ganga í garð vill félagið hvetja fólk til að fóðra fugla við vinnustaði. Það er áhugavert og fróðlegt fyrir vinnufélaga að fylgjast með fuglum. Fóðrun fugla skapar skemmtilega stemmingu og umræðu og svo dregur það einnig úr matarsóun að nýta ýmsa afganga sem fuglafóður. Í mötuneytum vinnustaða fellur oft til ýmislegt sem má nota til þess að fóðra fugla í stað þess að henda í ruslið! Þar má nefna ...
Fuglavernd skorar á Grænlensk stjórnvöld að hlífa stuttnefjunni. Það hefur vakið athygli umheimsins að grænlenska landsstjórnin hefur heikst á að friða stuttnefjuna, þrátt fyrir að fjöldi aðvörunarbjalla hafi hringt undanfarin ár um að hún stæði á barmi útrýmingar. Fuglavernd ásamt fuglaverndarsamtökum í Danmörku, Noregi, Bandaríkjunum og Alþjóðasamtökum BirdLife hafa skorað á grænlensku landsstjórnina að stöðva alla veiði á stuttnefju. Það ...
Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Nú eins og venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar.
Framkvæmdin er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma föstud. 29. jan., laugard. 30. jan., sunnud. 31. jan. eða mánud. 1. feb. - einhverjum garði. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi ...
Í nýrri skýrstu Birdlife International sem unnin var í samvinnu við Evrópusambandið og IUCN, Alþjóðnáttúruverndarsamtökin, eru tíu fuglategundir taldar í bráðri útrýmingarhættu. Í heildina eru 67 evrópskar tegundir í mismikilli hættu þar af 18 í verulegri hættu og þar á meðal íslensku tegundirnar lundi, fýll og álka.
Fleiri tegundir eru líka í yfirvofandi hættu s.s. æðarfugl, en hlýnun og ...
Árleg garðfuglaathugun Fuglaverndar verður um næstu helgi - dagana 23.jan-26.jan. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma einhvern þessara daga. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki ...
Þriðjudaginn 16. september verður Fuglavernd með fuglaskoðun í kirkjugarðinum í Fossvogi - í tilefni Dags íslenskrar náttúru - við munum skoða glókolla og jafnvel barrfinkur og krossnefi. Þó þetta séu ekki einkennisfuglar íslenskar fuglafánu þá hefur glókollurinn numið hér land, er staðfugl og spjarar sig ágætlega þrátt fyrir að vera minnsti fugl Evrópu, krossnefir hafa verpt hér síðan 2008 og barrfinkan er ...
Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 24. - 27. jan. 2014. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma á tímabilinu og skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Þeir sem gefa fuglum að staðaldri eru sérstaklega hvattir til þess ...
Þriðja sérleyfið vegna olíuleitar á Drekasvæðinu verður undirritað í dag, þann 22. janúar, í Þjóðmenningarhúsinu. Undirrituð samtök telja að olíuleit á norðurslóðum stangist á við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og ógni lífríki á svæðinu.
Loftslagsbreytingar eru stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Fimmta skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út s.l. haust tekur af allan vafa ...
Fuglavernd í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur verður með fuglaskoðun í Heiðmörk fimmtudagskvöldið 4. júlí. Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 20:00, frá Elliðavatnsbænum og gengið meðfram vatninu og um nágrenni þess. Við megum búast við að sjá jaðrakan, óðinshana og himbrima ásamt öðrum tegundum og mun Edward Rickson leiða gönguna.
Allir velkomnir - munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina ...
Stjórn Fuglaverndar furðar sig á ákvörðun bæjarráðs Vestmannaeyja um að leyfa aftur veiði á lunda í Vestmannaeyjum og að ákvörðunin sé byggð á áliti bjargveiðimanna og mati þeirra á stofninum. Náttúrustofa Suðurlands sem hefur stundað rannsóknir á lunda um árabil var ekki spurð álits. Á heimasíðu Vestmannaeyja má sjá fundargerð bæjarráðs en þar segir: "Á fundinn komu fulltrúar bjargveiðimanna og ...
Næstkomandi fimmtudag, Uppstigningardag, mun náttúruverndarhreyfingin bjóða alla náttúruunnendur velkomna til Krýsuvíkur til viðburðar undir heitinu Verjum Krýsuvík!
Boðið verður upp á nokkrar léttar og fræðandi gönguferðir um svæðið. Geta þátttakendur valið þá göngu sem þeir vilja eða farið í allar göngurnar sem leiddar verða af staðkunnugum jarðfræðingum. Leitast verður við að svara spurningum um náttúru og sögu þess merkilega náttúru- ...
Miðvikudaginn 1. maí verður græn ganga á vegum samtaka um náttúru- og umhverfisvernd. Gangan verður farin niður Laugaveg í kjölfar kröfugöngu verkalýðsfélaganna. Í lokin verður grænum fánum stungið niður á Austurvelli við Alþingi. Göngumenn eru hvattir til að mæta í einhverju grænu. Hist verður á Snorrabraut við Hlemm kl. 13. Gangan hefst hálftíma síðar.
Efnt er til grænnar göngu til ...
Aðalfundur Fuglaverndar sem haldinn var 20. apríl síðastliðinn sendir frá sér tvær ályktanir:
1. Ályktun gegn virkjun við Mývatn
Aðalfundur Fuglaverndar hvetur til þess að nú þegar verði hætt við öll frekari áform um jarðvarmavirkjanir við Mývatn. Það steðja margar ógnir að einstöku lífríki vatnsins. Fleiri borholur í Bjarnarflagi munu hafa afar neikvæðar afleiðingar. Fuglvernd hvetur Landsvirkjun til að hætt ...
Þriðjudaginn 26. mars n.k. mun Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur fjalla um lífsbaráttu rjúpna að sumarlagi en hann fylgdist með sendimerktum kvenfuglum á Norðausturlandi og kannaði varpárangur og lífslíkur þeirra. Niðurstöðurnar eru bornar saman við sambærilega athugun á Suðversturlandi.
Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar fyrirlesturinn klukkan 20:30. Gengið er inn um ...
Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 25. - 28. jan. 2012. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma föstudag, laugardag, sunnudag eða mánudag. Skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Upplýsingar um framkvæmdina, almennt um garðfugla og fóðrun þeirra ...
Fræðslufundur Fuglaverndar miðvikudaginn 14. nóvember nk. verður um sendlinga og lífshlaup þeirra. Sendlingar eru norrænir varpfuglar frá heimskautaeyjum NA Kanada í vestri til Taimyrskaga í Rússlandi.
Innan þessa svæðis eru nokkrir stofnar sem eiga það sameiginlegt að halda til í grýttum fjörum í Atlantshafi yfir vetrartímann en engir aðrir vaðfuglar þola vetursetu jafn norðarlega og sendlingarnir.
Á Íslandi verpur sérstök ...
Fuglavernd hvetur veiðimenn til að sýna samstöðu um hófsama veiði – það er allra hagur að rjúpnaveiðar séu sjálfbærar til framtíðar.
Rjúpan er hænsnfugl og sá eini sem lifir villtur á Íslandi. Rjúpan er þýðingamikill fugl í íslensku vistkerfi og m.a. forsenda fyrir tilvist fálka hér á landi. Rjúpnastofninn sveiflast reglulega og stofnstærð virðist ná hámarki á um 10 ára ...
Nú er komið að því að hefja árvissa garðfuglakönnun Fuglaverndar en félagið hefur um árabil staðið fyrir rannsókn á garðfuglum og fengið áhugasama í lið með sér. Markmiðið er að athuga hvaða fuglar sækja í garða, í hve miklu magni og breytingar á samsetningu tegunda yfir vetrarmánuðina. Sem athugunarsvæði má nota húsagarða, afmörkuð svæði innan almenningsgarða, garðlönd við sumarbústaði eða ...
Landvernd og Fuglavernd hafa sent skrifstofu Ramsar samningsins erindi þar sem farið er fram á að samningurinn rannsaki möguleg áhrif 45-90 MW jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns. Mývatns- Laxársvæðið er eitt þriggja Ramsarsvæða á Íslandi sem njóta verndar samkvæmt samningnum, en hann fjallar um vernd votlendis sem hefur alþjóðlegt gildi, ekki síst vegna fuglalífs.
Landvernd og Fuglavernd fara ...
Þriðjudaginn 6. mars verða þeir Vigfús Eyjólfsson og Böðvar þórisson með erindi um rannsóknir sínar á sandlóunni. Þeir mun segja frá merkingum í Bolungarvík, Önundarfirði og á Stokkseyri og hvernig endurheimtur og aflestrar af litmerktum fuglum hérlendis og erlendis hafa varpað ljósi á ferðir, stofnstærð, útbreiðslu, varpárangur og fjölmargt annað í lifnaðarháttum þessa smávaxna og kvika vaðfugls, en hluti stofnsins ...
Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 27. - 30. jan. en gott er að hefja undirbúning talningar allt að viku áður með því að lokka að fuglana með fóðurgjöfum. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma einhvern þessara daga, skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda ...
Fuglavernd styður eindregið niðurstöðu meirihluta svartfuglanefndar Umhverfisráðuneytisins.
Veiðar, þar með talin eggjataka, eru ekki sjálfbærar úr stofnum sem ná ekki að viðhalda stofnstærð sinni af einhverjum orsökum, t.d. vegna fæðuskorts. Hrun í varpstofnum margra íslenskra sjófuglastofna er staðreynd. Ástundun veiða úr hnignandi stofnun er siðlaus umgengni við náttúruna, óháð magni veiddra fugla. Veiðibann er eina siðlega viðbragðið við stofnhruni ...
Ályktun Fuglaverndar, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands vegna vegagerðar í Gufudalssveit
Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Þessi leið hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra og því er ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í hana og bæta þannig strax úr brýnni þörf Vestfirðinga á betri ...
Sunnudaginn 31. október n.k. verður Fuglavernd með fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði - sama dag og árleg garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst.
Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Fossvogskirkju klukkan 14:00. Edward Rickson fuglaskoðari með meiru mun leiða gönguna.
Veðurspáin er ágæt og mikið fuglalíf er í garðinum um þessar mundir. Munið eftir að taka sjónaukann með. Allir velkomnir.
Ljósmynd: Skógarþröstur, Jóhann ...
Fuglavernd býður í fuglaskoðun á morgun laugardaginn 30. janúar
Dagana 29. jan.– 1.feb.stendur Fuglavernd fyrir garðfuglaskoðun þar sem landsmenn eru hvattir til að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla einn klukkutíma í görðum og þá er átt við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Þetta er nú einn af árvissum ...
Fimmtudaginn 3. september hefst vetrardagskrá Fuglarverndar með fyrirlestri Gunnars Þórs Hallgrímssonar og Jóhanns Óla Hilmarssonar en þeir munu segja frá fuglalífi og mannlífi á Ammassalik svæðinu og við Zackenberg á norðaustur Grænlandi.
Fyrirlesturinn er haldin í húsakynnum Kaupþings í Borgartúni 19 og hefst klukkan 20:30.
Á Vetrarhátíð/Safnanótt föstudagskvöldið 13. febrúar stendur Fuglaverndarfélag Íslands fyrir syningu á fjölbreyttum ljósmyndum af íslensku fuglalífi. Sýningin er í Safnaheimili Dómkirkjunnar en sýningarrýmið verður gædd lífi með fjölbreytilegum fuglahljóðum úr hinum skemmtilega dagskrárlið RÚV, „Fugli dagsins“. Ljósmyndarar eru: Gyða Henningsdóttir, Óskar Andri, Jakob Sigurðsson, Skúli Gunnarsson, Sindri Skúlason, Einar Guðmann, Ómar Runólfsson, Björn Arnarson, Sigurður Ægisson, Hrafn Óskarsson, Þórir ...
Dagana 23.–26. janúar 2009 stendur Fuglavernd fyrir garðfuglaskoðun sem er nú einn af þeim árvissu viðburðum sem félagið stendur fyrir. Landsmenn eru hvattir til þess að taka þátt í garðfuglaskoðun 2009, sérstaklega þeir sem gefa fuglum í görðum sínum. Þeir Íslendingar sem gefa fuglum að vetri til teljast örugglega í þúsundum. Markmið garðfuglaskoðunar er að fá sem flesta til ...
Tekin verður saman þekking um sjófugla í Vestmannaeyjum. Í Eyjum eru um 1,7 milljónir para sjófugla og telja höfuðstöðvar lundans þar þyngst. Mesti tegundafjölbreytileiki sjófugla á Íslandi er í Vestmannaeyjum, þar eru flestar algengar tegundir, en einnig eru þar höfuðstöðvar sjaldgæfari tegunda eins og ...
Fuglavernd tekur þátt í jólamarkaði við Elliðavatnsbæinn hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, laugardag og sunnudag 6. og 7. desember. Markaðurinn er opinn á milli 11:00 -17:00.
Sérstakt tilboð er á jólakortum félagsins 10 kort með umslögum á 1000 kr.
Hægt er að fá þar á góðu verði fuglahús Fuglaverndar. Húsin kosta aðeins 3.500 kr og með þeim fylgir ný ...
Fuglavernd stendur fyrir ráðstefnu um fugla laugardaginn 19. apríl, kl. 13–16:30 í Öskju, Háskóla Íslands. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Líffræðistofnun Háskólans og Náttúrufræðistofnun.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra setur ráðstefnuna. Fundarstjórar verða Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðvetsurlands og Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur. Á milli fyrirlestra verða stuttar umræður.
Dagskrá fyrirlestra:
Jan Ejlstedt, framkvæmdastjóri DOF (danska fuglaverndarfélagsins) - Alþjóðleg fugla- og ...
Fuglavernd heldur fræðslufund fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.30 í salnum Bratta í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð. Guðmundur A. Guðmundsson heldur fyrirlestur undir yfirsögninni „Heimskautslöndin unaðslegu“.
Aðgangur er öllum opinn og er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en kostar annars 200 kr.
Guðmundur A. Guðmundsson, Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur tekið þátt í fjórum sænskum leiðöngrum á rannsóknarskipum um norðurhjara. Fyrsti leiðangurinn var ...
Dagurinn er því tilvalinn til að hugsa til fugla ...