Tilvalið til að minnka matarsóun
Nú þegar Garðfuglakönnun Fuglaverndar er að hefjast og vetur er að ganga í garð vill félagið hvetja fólk til að fóðra fugla við vinnustaði. Það er áhugavert og fróðlegt fyrir vinnufélaga að fylgjast með fuglum. Fóðrun fugla skapar skemmtilega stemmingu og umræðu og svo dregur það einnig úr matarsóun að nýta ýmsa afganga sem fuglafóður. Í mötuneytum vinnustaða fellur oft til ýmislegt sem má nota til þess að fóðra fugla í stað þess að henda í ruslið! Þar má nefna brauðenda, eplakjarna, perukjarna, fitu og kjötafganga en svo má einnig kaupa ýmiskonar fóður fyrir fugla, bæði hjá Fuglavernd og annarsstaðar. Fóðrun fugla við vinnustaði leiðir vonandi einnig til þess að fleiri fari að gefa fuglum gaum og fái áhuga á vernd fugla og búsvæða þeirra. Nánari upplýsingar um þátttöku í garðfuglakönnunni er að finna á www.fuglavernd.is sem og um fóðrun fugla.
Umsjónarmenn eru þeir Örn Óskarsson (8469783) og Ólafur Einarsson (sími: 8473589)
Birt:
Tilvitnun:
Fuglavernd - Fuglaverndarfélag Íslands „Tilvalið til að minnka matarsóun“, Náttúran.is: Nov. 1, 2016 URL: http://nature.is/d/2016/11/01/tilvalid-til-ad-minnka-matarsoun/ [Skoðað:Dec. 11, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.