Fuglavernd heldur fræðslufund fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.30 í salnum Bratta í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð. Guðmundur A. Guðmundsson heldur fyrirlestur undir yfirsögninni „Heimskautslöndin unaðslegu“.

Aðgangur er öllum opinn og er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en kostar annars 200 kr.

Guðmundur A. Guðmundsson, Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur tekið þátt í fjórum sænskum leiðöngrum á rannsóknarskipum um norðurhjara. Fyrsti leiðangurinn var farinn sumarið 1994 með ströndum Síberíu eftir svokallaðri Norðausturleið. Sumarið 1996 var farið vítt og breit um Norður-Íshafið með viðkomu á Norðurpólnum. Sumarið 1999 lá leiðin eftir Norðvesturleið um heimskautahéruð Kanada allt til Alaska. Loks sumarið 2005 var hringnum lokað með ferð á sænskum ísbrjóti til Beringssunds. Í öllum þessum ferðum unnu Guðmundur og samstarfsmenn að kortlagningu ferða farfugla með hjálp ratsjár. Í fyrirlestrinum mun Guðmundur sýna svipmyndir frá þessum ferðum og fjalla um náttúrufar norðurslóða.



Mynd er af Guðmundi A. Guðmundssyni og sp0kum fjallkjóa.
Birt:
5. nóvember 2007
Höfundur:
Fuglavernd
Tilvitnun:
Fuglavernd „Heimskautslöndin unaðslegu - Fyrirlestur“, Náttúran.is: 5. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/05/heimskautslndin-unaslegu-fyrirlestur/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: