Rúv 27


Óheppilegasti staðurinn fyrir málmbræðslu 07/10/2015

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur óttast að kísilverksmiðjan PCC á Bakka við Húsavík geti reynst dauðagildra vegna nálægðar við jarðskjálftasvæði. Þetta sé óheppilegasti staður á Íslandi fyrir málmbræðslu.

Verksmiðjan verður reist í hálfs kílómetra fjarlægð frá svokölluðu Húsavíkur- og Flateyjarmisgengi, sem er eitt virkasta jarðskjálftasvæði landsins. Páll telur staðsetningu kísilversins óheppilega og óttast að stórhætta geti skapast fyrir starfsfólk þar innanhúss.

„Ég held að þetta sé algjört glæfraspil,“ segir Páll. „Eins og ég vil gjarnan orða það þá tel ég að þarna ...

Tímamótasamkomulag í loftslagsmálum náðist í kvöld á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Samningurinn var samþykktur einróma, með atkvæðum 195 þjóða, laust fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma. Mikil fagnaðarlæti brutust út í fundarsalnum þegar ljóst var að samkomulagið væri í höfn. Fulltrúar margra þjóða táruðust af gleði yfir því að samkomulag hefði náðst.

Það var Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands ...

12. December 2015

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur óttast að kísilverksmiðjan PCC á Bakka við Húsavík geti reynst dauðagildra vegna nálægðar við jarðskjálftasvæði. Þetta sé óheppilegasti staður á Íslandi fyrir málmbræðslu.

Verksmiðjan verður reist í hálfs kílómetra fjarlægð frá svokölluðu Húsavíkur- og Flateyjarmisgengi, sem er eitt virkasta jarðskjálftasvæði landsins. Páll telur staðsetningu kísilversins óheppilega og óttast að stórhætta geti skapast fyrir starfsfólk þar innanhúss.

„Ég ...

10. July 2015

Býfluga á fífli. Ljósm. Einar Bergmundur.Hlýnun í lofthjúpi jarðar er ástæða þess að stofnar býflugna hrynja í Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem birtist nýlega í vísindatímaritinu Science.

Með hækkandi hitastigi hafa norðuramerískar og evrópskar býflugur fært sig norðar á bóginn. Nyrðri jaðar heimkynna býflugnanna hefur þó ekki þokast norðar, heldur dreifast nú býflugurnar á þrengra svæði en nokkru sinni fyrr.

Rannsóknarhópurinn sem ...

10. July 2015

Plastumbúðir. Grafík af Endurvinnslukorti Náttúran.is.Noti Íslendingar plast í jafn miklum mæli og íbúar Norður-Ameríku og Evrópu er heildarnotkun okkar 32.500 tonn á ári. Tölur Úrvinnslusjóðs sýna að um 24% af öllu umbúðaplasti og heyrúlluplasti skilar sér til endurvinnslu.

Það er vel yfir endurvinnslumarkmiði stjórnvalda, sem er 22,5%, en samt þýðir þetta að um þrír fjórðu hlutar allra plastumbúða lenda einhvers staðar annars ...

31. January 2015

Plastmerkingarnar sjö.Plast er til margra hluta nytsamlegt, enda kemur það með einum eða öðrum hætti við sögu í flestum athöfnum okkar nú til dags. En þannig hefur það ekki alltaf verið. Það var ekki fyrr en um miðja 20. öld sem farið var að fjöldaframleiða hluti úr plasti í einhverjum mæli. Núna er ársframleiðslan í heiminum hins vegar nálægt 300 milljónum ...

Frans páfi talar á Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP-20) sem haldin var í Lima í PerúFrans er búinn að vera mjög duglegur í umhverfisbaráttunni, ekki síst í loftslagsmálunum. Þar hefur hann tekið mun beittari afstöðu en fyrirrennararnir. Stefán Gíslason fjallar um þetta í pistli sínum í dag.

Páfinn og umhverfið

Frans páfi hefur látið talsvert til sín taka í loftslagsumræðunni upp á síðkastið, en hingað til höfum við ekki átt því að venjast að páfinn ...

13. January 2015

Sýning um hantökurnar í Gálgahrauni sl. haust undir nýrri brú í Gálgaharuni. Ljósm Guðrún Tryggvadóttir.Fyrirtaka í skaðabótamáli tíu Hraunavina gegn íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir krefja ríkið um tvær milljónir hver vegna aðgerða lögreglunnar í Gálgahrauni fyrir ári síðan. Meðal þeirra er Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður.

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögmaður Hraunavina, segir í samtali við fréttastofu í morgun að málin tíu séu keimlík. Mótmælendunum hafi verið gert að þola frelsissviptingu og ...

08. November 2014

Skjáskot úr viðtali við Bob Aitken í fréttum Ríkissjónvarpsin þ. 9. okt. 2014.Margt af því sem gert hefur verið til að bregðast við ágangi ferðamanna og vernda viðkvæm svæði, hefur í raun gert illt verra. Þetta segir Bob Aitken, skoskur landfræðingur og ráðgjafi í umhverfismálum.

Hann hefur í 30 ár sérhæft sig í ráðgjöf um lagningu göngustíga á viðkvæmum svæðum og viðhaldi á þeim. Hann hefur heimsótt ýmsa staði hér á landi ...

12. October 2014

Rusl til urðunar í Álfsnesi.Úrvinnslusjóður á með hagrænum hvötum að stuðla að sem mestri endurnýtingu og endurvinnslu í landinu í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar. Hann sér um 17 flokka úrgangs í dag þar á meðal spilliefni,pappír,plast og dekk. Skil eru mjög mismunandi eftir flokkum.

Vel gengur í sumum en síður í öðrum. Rætt er ...

07. October 2014

Grænir fánar Hraunavina blakta í Gálgahrauni sl. haust.Formaður Landverndar segir Hæstarétt hafa brotið á rétti Hraunavina til réttlátrar málsmeðferðar með því að meina þeim aðgang að dómstólum líkt og gert hafi verið í Gálgahraunsmálinu. Hraunavinir hafa höfðað mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna málsins.

Landvernd, Hraunavinir og tvö önnur umhverfisverndarsamtök kröfðust þess fyrir dómi að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um hvort þau gætu krafist lögbanns á framkvæmdir við ...

25. September 2014

Frá gosstöðvunum í Holuhrauni þ. 10. sept. 2014.Í gær dró úr gosvirkni í Holuhrauni. Þá var aðeins miðhluti gossprungunnar virkur og sloknað á gígnum Suðra. Hæstu strókarnir úr gígnum Baugi voru 120 metrar en gígurinn er orðinn 60 metra hár.

Þetta kemur fram á facebook síðu Jarðvísindastofnunar. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur sem staddur er norðan Dyngjujökuls sagði í samtali við fréttastofu að jarðvísindamenn hafi ekki komist að gosstöðvunum ...

Niðursuðudósir.160 efni eru nú á lista Efnastofnunar Evrópu yfir sérlega hættuleg efni. Markmiðið er að finna og skrá þau öll fyrir árið 2020. Efnin eiga það sameiginlegt að valda sjúkdómum eða safnast upp í lífverum. Sum leiða til alvarlegra truflana á hormónastarfsemi. Fjrósemi karla getur þannig minnkað.

Þeir fá kvenlegra yfirbragð, minna typpi og stærri brjóst. Efnalöggjöf Evrópusambandsins REACH tók ...

27. August 2014

Ólafur Elíasson með lampann sem knúinn er sólarorku. Mynd: Little SunLampar knúnir sólarorku eru nú til sölu í gamla söluturninum á Lækjartorgi. Fyrir ágóðann af hverjum seldum lampa hér er annar framleiddur, niðurgreiddur og sendur þangað sem rafmagn er af skornum skammti.

Það er listamaðurinn Ólafur Elíasson og verkfræðingurinn Frederik Ottesen sem standa að baki verkefninu, sem kalla má félagslegt átaksverkefni. Þeir hagnast ekki sjálfir af sölu hans heldur er ...

13. August 2014

Sala á náttúrupassa hefst um næstu áramót náist samstaða um fyrirkomulagið, segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Þrír gjaldflokkar yrðu í boði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar er fylgjandi gjaldtöku, en mótfallinn náttúrupassanum

Hugmyndin er að náttúrupassi kosti, 2000 krónur fyrir fjóra daga, 3000 krónur fyrir mánuð og 5000 krónur fyrir fimm ára passa. Fyrstu drög að frumvarpi eru nú ...

14. March 2014

Árni Finnsson, formaður Nátturuverndasamtakanna segir umhverfisráðherra ganga erinda Landsvirkjunar með því að breyta mörkum friðlands Þjórsárvera. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir opnum fundi um málið í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ákveðið að draga upp ný mörk friðlands Þjórsárvera í kringum fyrirhugað lónsstæði, líkt og Landsvirkjun lagði til síðasta sumar.

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa lýst áhyggjum ...

04. January 2014

Eftirlit með efnum, til dæmis eiturefnum og öðrum hættulegum efnum, verður gert markvissara en verið hefur og ábyrgðin á því verður á einni hendi samkvæmt frumvarpi til efnalaga sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnti í ríkisstjórn föstudaginn 17. ágúst sl.

Efnaeftirlit verður fært frá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga til Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun verður heimilað að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki til að knýja á um ...

20. August 2013

Bandaríska landbúnaðar- og efnatæknifyrirtækið Monsanto hefur dregið til baka umsóknir sínar um að fá að rækta nýjar, erfðabreyttar matjurtir innan Evrópusambandsins, en beiðnir þar að lútandi hafa verið til umfjöllunar innan sambandsins í nokkur ár.

Fyrirtækið hyggst í staðinn einbeita sér að því að rækta þar hefðbundnar matjurtir en tryggja um leið leyfi fyrir innflutningi erfðabreyttra matvæla sem ræktuð eru ...

Samskip eru hætt að flytja hvalkjöt frá Íslandi til Evrópu. Farmur sem átti að fara til Asíu verður endursendur til Íslands.

Hvalveiðar fóru vel af stað í leiðindaveðri upp úr miðjum júní en það hefur gengið verr að flytja kjötið á áfangastað í Asíu. Félagar í Greenpeace mótmæltu komu flutningaskips með hvalaafurðir til Hamborgar fyrir helgi og tollurinn fyrirskipaði að ...

Oddviti Rangárþings ytra segir sveitarfélagið ekki hafa gert athugasemdir við friðlýsingu Þjórsárvera heldur örlitlar ábendingar. Umhverfis- og auðlindaráðherra segist vilja vanda til verka og hlýða á hagsmunaaðila.

Í Morgunútvarpinu á Rás tvö kom fram að Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindarráðherra, hafi frestað friðlýsingu Þjórsárvera. Hann sagði alvarlegar athugasemdir hafa komið frá tveimur sveitarfélögum ásamt Landsvirkjun. Sveitarfélögin eru Rangárþing Ytra ...

Tvö alþjóðleg stórfyrirtæki hér á landi, Alcoa og Norðurál, borga litla sem enga tekjuskatta hér á landi, þar sem þau skulda systurfélögum sínum erlendis hundruð milljarða króna. Fyrirkomulagið er alþekkt erlendis, en lög hér á landi gera þessa aðferð við að lækka skatta auðveldari.

Þetta kemur fram í Kastljósi kvöldsins 20.03.2013. Fyrirkomulagið er í grófum dráttum svona.

Alcoa ...

Tillaga umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða, hin svokallaða rammaáætlun, var samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir fréttir með 36 atkvæðum gegn 21. Frávísunartillaga var felld og allar breytingatillögur.

„Þetta hefur verið löng atkvæðagreiðsla enda málið stórt og mörgum mikið hjartans mál, hvort sem litið er til þeirra sem vilja færa fleiri svæði úr nýtingu í bið og úr bið ...

14. January 2013

Sautján þúsund fulltrúar frá um hundrað og níutíu ríkjum eru samankomnir í Doha, höfuðborg Qatar, á átjándu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Ráðstefnustaðurinn vekur athygli. Mörg Arabaríki eru olíuríki og vinna leynt og ljóst gegn takmörkunum á bruna jarðeldsneytis. Qatar hefur hins vegar að undanförnu reynt að skapa sér stöðu og bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi.  Sem gestgjafaríki tekur Qatar mikla ábyrgð ...

27. November 2012

Eftirfarandi frétt var að birtast á vef ruv.is:

Stjórnvöld á Grænlandi og í Danmörku ræða nú hvort leyfa eigi influtning þúsunda lágt launaðra verkamanna frá Kína til Grænlands, til að vinna í járnnámu Kínverja og álbræðslu stórfyrirtækisins Alcoa.

„Deilt um kínverska þræla", var fyrirsögn frétta um málið í grænlenskum og dönskum fjölmiðlum á dögunum. Málið snýst um hótanir Alcoa ...

Talsmaður Landsnets segir meiri líkur en minni á því að einhverjar jarðir verði teknar eignarnámi svo unnt verði að reisa svonefndar Suðvesturlínur. Landeigandi segir að með auknum þrýstingi á landeigendur sé farið á bak við sveitarstjórn sem vinni að skipulagsbreytingum sem útiloki möstrin.

Landsnet hefur í rúmt ár reynt að ná samningum við landeigendur á Reykjanesi um að fá að ...

06. September 2012

Framhaldsskólanemum gefst nú kostur á námi til stúdentprófs á nýrri Umhverfis- og auðlindabraut. Brautin er samstarfsverkefni fjögurra framhaldsskóla sem skipta kennslunni á milli sín.

Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Menntaskólinn á Tröllaskaga og Fjölbrautaskóli Snæfellinga standa að þessari nýju námsbraut. Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu var á línunni í Síðdegisútvarpinu.

Hlusta á viðtal við Eyjólf Sæmundsson ...

23. August 2012

Nýjar mælingar sýna að ísinn á Norðurheimskautinu bráðnar hraðar en spáð hefur verið. Aldrei hefur verið minni ís á svæðinu frá því að mælingar hófust fyrir 33 árum.

Mælingar bandarískra vísindamanna frá fyrsta ágúst sýna að lagnaðarísinn á norðuhemskautinu þakti 6,53 milljónir ferkílómetra sem er nokkuð minna en fyrsta ágúst 2007 sem var fyrra metár í ísleysi. Notaður var ...

15. August 2012

Grænlandsjökull bráðnaði óvenjumikið á fjögurra daga tímabili um miðjan júlí. Vísindamenn hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna trúðu ekki sínum eigin augum fyrst þegar þeir sáu myndir af bráðnuninni.

Þrír gervihnettir Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, mældu bráðnunina, sem á sér enga hliðstæðu. Mælingar frá 8. júlí sýndu að um 40% íshellunnar við eða á yfirborði jökulsins var að þiðna. Fjórum dögum seinna náði bráðnunin ...

Sjálfbærni og umhverfisvernd er nú hluti af utanríkisstefnu Íslands og að hlusta beri á náttúruverndarsamtök.

Seint í síðasta mánuði var haldin ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna sem nefndist Ríó+20. Tilefnið var að liðin voru tuttugu ár frá Ríó-ráðstefnunni um umhverfi og þróun. Megináhersla ráðstefnunnar í júní var á lífríki hafsins, hið bláa hagkerfi - sem er ógnað vegna rányrku, eyðileggingar ...

11. July 2012

Borgarstjórn Los Angeles-borgar í Bandaríkjunum samþykkti í gær nánast samhljóða að banna notkun einnota plastpoka í matvöruverslunum.

Talið er að um 2,300 miljarðar plastpoka séu notaðir í borginni árlega. Bannið tekur gildi í áföngum á næstu 16 mánuðum. Sams konar bann er í gildi í um 45 borgum og bæjum í Kaliforníu.

Fyrirtækið Marorka framleiðir og selur hugbúnað í skip um víða veröld, hugbúnað sem getur leiðbeint skipstjórnendum í hinum ýmsu aðstæðum hvernig skipin geta nýtt eldsneytið sem best. Þannig er reynt að tryggja hámarksorkusparnað og um leið lágmarks mengun frá skipaumferð. Marorka sem hefur um fimmtíu manns í vinnu er þannig dæmi um fyrirtæki sem sinnir grænni tækni, fleiri slík fyrirtæki ...

18. April 2012

Þorsteinn Guðmundsson fjallaði um peninga og erfðabreytt matvæli í pistli dagsins í Morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Hann talaði um fyrirtækið Monsanto sem hann segir vera eitt það versta í heimi.

Þorsteinn nefndi nokkur dæmi um það sem hann kallar gróðahyggju Monsanto sem selur bæði erfðabreytt korn og skordýraeitur. Fullyrðingar forsvarsmanna þess um að þeir væru að vinna heiminum gagn ...

14. April 2012

Akureyri og Vestmannaeyjar hlutu tilnefningar til titilsins „Norrænt orkusveitarfélag 2011“ í samkeppni sem haldin var nýverið á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Samkeppninni er ætlað að vekja athygli á og styðja við aðgerðir norrænna sveitarfélaga sem stuðla að sjálfbærum lausnum í orku- og loftslagsmálum.

Akureyri hlaut tilnefningu fyrir eldsneytisframleiðslu en þar á bæ er lífrænum úrgangi umbreytt í lífdísil. Markmiðið er að ...

06. March 2012

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf í dag stjórnvöldum í 13 ESB ríkjum lokafrest til að bæta lífsskilyrði varphæna. Ella yrði gripið til lögsóknar að tveimur mánuðum liðnum.

Könnun hefur leitt í ljós að sjöunda hver varphæna í Evrópu - 47 milljónir af 330 milljónum - er látin hýrast í búri, sem er ekki stærri en vélritunarblað. Samkvæmt lögum frá 1999, sem gengu í gildi ...

27. January 2012

Ölgerð Egils Skallagrímssonar hefur selt iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu hér á landi í að minnsta kosti 13 ár. Matvælastofnun heimilaði sölu á umframbirgðum af slíku salti þótt það sé brot á matvælalögum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er mjög ósátt við málið.

Mörg af stærstu matvælafyrirtækjum landsins hafa notað iðnaðarsalt við framleiðslu sína síðustu 13 ár. Ölgerð Egils Skallagrímssonar, sem flutti saltið inn, segist ...

13. January 2012

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær tillögur um friðlýsingu Skerjafjarðar.

Kosið var um tillögurnar í tvennu lagi. Annars vegar var kosið um friðlýsingu í Kópavogi og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Hins vegar var kosið um friðlýsingu Fossvogs. Hún var samþykkt með öllum atkvæðum meirihlutans í bæjarstjórn, tveir bæjarfulltrúar sátu hjá og þrír bæjarfulltrúar greiddu atkvæði ...

12. January 2012

Alltof mikið magn af þungmálminum kadmíum fannst í ellefu tegundum af áburði sem Skeljungur seldi í fyrra. Efnið getur verið krabbameinsvaldandi og hefur Matvælastofnun bannað sölu og dreifingu á áburðinum.

Matvælastofnun hefur á hverju ári eftirlit með áburði sem seldur er hér á landi. Í skýrslu um áburðareftirlit fyrir árið 2011 kemur fram að fjölmargar tegundir af áburði hafi innihaldið ...

03. January 2012

Katla hefur verið valin á sérstakan lista Sameinuðu þjóðanna yfir framúrskarandi jarðvanga í heiminum. UNESCO, Mennta-, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna valdi 9 staði af 16 sem sóttu um á lista yfir jarðvanga. Í frétt á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna í New York segir að jarðvangurinn Katla hýsi hinn víðfræga Eyjafjallajökul sem hafi sett flugumferð í heiminum á annan endann. Kötlusvæðið ...

23. September 2011

BreiðifjörðurMagn svifs í hafinu minnkar um 1% á hverju ári. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem birt var í vísindaritinum Nature. Svif er samheiti yfir ýmis konar dýr og plöntur sem eru örsmá og rekur fyrir straumum í hafinu. Svif er neðsti hlekkurinn í fæðukeðju sjávar og undirstaða alls lífs í hafinu, enda nærist fjöldi stærri tegunda eingöngu á svifi.

Vísindamenn ...

Nýtt efni:

Messages: