Eftirfarandi frétt var að birtast á vef ruv.is:

Stjórnvöld á Grænlandi og í Danmörku ræða nú hvort leyfa eigi influtning þúsunda lágt launaðra verkamanna frá Kína til Grænlands, til að vinna í járnnámu Kínverja og álbræðslu stórfyrirtækisins Alcoa.

„Deilt um kínverska þræla", var fyrirsögn frétta um málið í grænlenskum og dönskum fjölmiðlum á dögunum. Málið snýst um hótanir Alcoa um að fjárfesta minna en ella í nýrri álbræðslu við Maniitsoq á Grænlandi fái fyrirtækið ekki að flytja 2.000 kínverska verkamenn til Grænlands, sem fá greitt undir lágmarkslaunum, ekkert orlof og hafa minni réttindi en samningar launfólks kveða á um á Grænlandi. Danska dómsmálaráðuneytið og grænlenska heimstjórnin hafa málið til skoðunar.

Þá vill kínverskt námufyrirtæki sem ætlar að starfrækja stærstu járnnámu Grænlands við Nuuk flytja inn 1.000 kínverska verkamenn. Forstjóri námunnar segir að ekki sé hægt að reka hana þurfi að borga umsamin grænlensk lágmarkslaun. Samtök atvinnurekenda og grænlenska verkalýðshreyfingin hafa alfarið hafnað því að ráðnir verði lágt launaðir Kínverjar. Umrædd fyrirtæki verði að borga umsamin laun eða hafa sig á brott.

Samkvæmt könnun sem Ekstra Bladet lét gera voru 89 prósent lesenda blaðsins á móti því að Alcoa fái að flytja inn ódýrt vinnuafl frá Kína en einungis 11 prósent eru því fylgjandi.

---

Snorri Páll Úlfhildarson bendir í því samhengi á að á vef Alcoa undir kaflanum „Framtiðarsýn“ segi m.a.; „Við komum fram við alla af virðingu og bjóðum starfsumhverfi þar sem fjölbreyttur hópur fólks fær tækifæri til að njóta sín.“

Grafík: Alcoaland, Náttúran.is.

Birt:
23. september 2012
Tilvitnun:
Rúv, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kínverskir „þrælar“ til Grænlands?“, Náttúran.is: 23. september 2012 URL: http://nature.is/d/2012/09/23/kinverskir-thraelar-til-graenlands/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: