Stígum varlega til jarðar - upptaka af hádegisfyrirlestri Andrésar Arnalds

Andrés Arnalds. Ljósm. Landvernd.Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands

Um 100 manns sóttu hádegisfyrirlestur Andrésar Arnalds þann 20.maí um álag ferðamennsku á náttúru Íslands (sjá frétt). Landvernd og Landgræðsla ríkisins stóðu að viðburðinum. Nú er hægt að sjá upptöku af fyrirlestrinum á vef Landverndar.

Andrés Arnalds er fagmálastjóri Landgræðslunar og hefur mikið látið sig varða áhrif aukinnar ferðamennsku á viðkvæma náttúru landsins. Andrés fjallaði um að álag væri of mikið á sumum ferðaleiðum og það hafi leitt til skemmda á landi, og því væri mjög brýnt að fara í úrbætur og uppbyggingu þeirra. Til þess  þyrfti að stórefla fagmennsku við slíkar úrbætur, ef tryggja ætti framtíð ferðaþjónustunnar í sátt við náttúru landsins.

Í máli Andrésar kom einnig fram að það skorti heildræna stefnu og sýn bæði hjá stjórnvöldum og hagsmunaaðilum og að málaflokkinn  skorti líka faglegan vettvang með einhvers konar miðstýringu, en nú væru  málefnin á höndum alltof margra aðila og stjórnun og yfirsýn því of dreifð.

Að auki lagði Andrés til að við nýttum okkur reynslu annarra landa sem hafa með  góðum árangri náð að vernda viðkvæm svæði samhliða aukinni ferðamennsku.

Í umræðum kom m.a fram að innviðir stjórnsýslunar séu ekki nægjanlega virkir eða yfir höfuð til sem endurspeglar skort á áherslum og faglegri þekkingu á málaflokkinn.

2015_05_20 Stígum varlega til jarðar - AA (7,13 MB)

05/29/2015
Meira

Ræða Snorra Baldurssonar á Paradísarmissi - Enginn selur sjálfviljugur úr sér hjartað

Snorri Baldursson líffræðingur í pontu á Paradísarmissi. Ljósm. Smári, Landvernd.Ræða Snorra Baldurssonar á Paradísarmissi? Hátíð til verndar hálendi Íslands þ. 16. apríl 2015.

„Ég var beðinn að koma með fræðilega vídd inn á þennan fund og reyni að byrja þannig.... en tala þó ekki síður frá hjartanu, enda er vernd hálendisins hjartans mál ekki síður en höfuðsins.

Landslag er afurð andstæðra afla sem hlaða upp annars vegar og rífa niður hins vegar. Eldvirknin hefur byggt upp landið og ísaldarjökullin er það meginafl sem hefur rofið það og mótað. Þótt þessi öfl hafi verið mikilvirkust á ísöld hafa þau síður en svo látið af störfum. Enn eru megineldstövar í óða ...

05/10/2015
Meira

Ræða Andra Snæs Magnasonar á Pardísarmissi - Sáttin er möguleg

Ræða Andra Snæs Magnasonar á Pardísarmissi? Hátíð til verndar hálendis Íslands þ. 16. apríl 2015:

Andri Snær í pontu á Paradísarmissi. Ljósm. Jóhann Smári, Landvernd.

Ég hitti einu sinni mann sem sagði - þú þekkir ekki manneskju fyrr en þú hefur skipt með henni arfi.

Einhvernveginn mætti heimfæra það upp á þjóð. Þú þekkir ekki þjóð fyrr en hún hefur skipt með sér náttúruarfinum.

Við horfum á þetta núna þar sem þeir sem eitt stærsta útgerðarfyrirtækið gæti notað 10% af hagnaðnum og greitt hverjum einasta starfsmanni milljón meira í árslaun - en kemst upp með að gera það ekki.

Við sjáum þetta sama mynstur í alþjóðlegu samhengi. Fyrirtæki eins og Alcoa - sem ...

04/21/2015
Meira

Inngangsræða Guðmundar Inga Guðbrandssonar á Pardísarmissi

Ræða Guðmunar Inga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Landverndar á Pardísarmissi? Hátíð til verndar hálendis Íslands þ. 16. apríl 2015:

Gott kvöld góðir gestir!

Fyrir hönd hinna fjölmörgu skipuleggjenda býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin á þessa hátíð til verndar hálendi Íslands.

Hvers vegna er blásið til baráttufundar núna? Jú, vegna þess að sjaldan hefur verið jafnmikil nauðsyn á samstöðu um vernd hálendisins og á næstu misserum. Það er komið að ögurstundu.

Ögurstund er magnþrungið orð. Er þessi dramatík mín einvörðungu vegna þess að ég er fæddur dramadrottning, sem ég fúslega viðurkenni, eða hangir fleira á spýtunni? Skoðum það nánar.

Landsnet hyggst reisa ...

04/21/2015
Meira

Ræða Kristínar Helgu Gunnarsdóttur á Pardísarmissi - Jarðkerfisfræðin

Ræða Kristínar Helgu Gunnarsdóttur á Pardísarmissi? Hátíð til verndar hálendis Íslands þ. 16. apríl 2015:

Kristín Helga Gunnarsdóttir í pontu á Paradísarmissi. Ljósm. Jóhann Smári, Landvernd.

Leikur öræfaandi,
hvísla einveruhljóð,
breiðist hátignarhjúpur
yfir heiðanna slóð.
O'n af fornhelgum fjöllum
þrumar forlagamál.
Á þeim afskekktu stöðum
ríkir ómælissál.”

Þannig fangaði Jóhannes úr Kötlum öræfaandann - galdurinn sem býr í auðninni og kyrrðinni.

Og við spyrjum okkur: Hvers virði er þetta? Getum við búið til gjaldskrá? Hvað borgum við fyrir að sjá og upplifa? Er verðmiði? Hvaða rekstrarforsendur má leggja til grundvallar hér.

Hagfræðileg viðmið, hagræn gildi, hagvöxtur, arðsemi fjármagns, framleiðni hagkerfa, krafa um stöðugan vöxt, einkaneysla og kaupmáttaraukning. Hér eru aðeins örfá ...

04/18/2015
Meira

Ávarp Gunnsteins Ólafssonar á Gálgahraunstónleikum í Háskólabíói

Gunnsteinn Ólafsson flytur ávarp fyrir hönd níumenninganna. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Bubbi Mortens stóð fyrir tónleikunum og flutt tvö lög. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Prins Póló flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.KK flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Uni Stefson flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Salka Sól og Abama dama fluttu nokkur lög. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ómar leiðir fjöldasöng í lok tónleikanna. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hér á eftir fer ávarp Gunnsteins Ólafssonar á Gálgahraunstónleikunum í Háskólabíói þ. 29. október sl. en tónleikarnir voru skipulagðir af Bubba Mortens til styrktar níumenningunum í Hraunavinum er handteknir voru sl. haust og dæmdir í fjársektir í Hæstarétti fyrir að verja Gálgahraun friðsamlega:

Undarleg ósköp að deyja
hafna í holum stokki
himinninn fúablaut fjöl
með fáeina kvisti að stjörnum.

Þannig sér Hannes Pétursson, skáldið á Álftanesi, fyrir sér dauðann. Þú ert innilokaður í kassa og sérð ekkert nema fáeina kvisti í þekjunni fyrir ofan þig. Og þannig er þeim innanbrjósts sem gistir fangaklefa í fyrsta sinn. Þú ert látinn dúsa ...

11/04/2014
Meira

Viðbrögð við ágangi í raun gert illt verra

Skjáskot úr viðtali við Bob Aitken í fréttum Ríkissjónvarpsin þ. 9. okt. 2014.Margt af því sem gert hefur verið til að bregðast við ágangi ferðamanna og vernda viðkvæm svæði, hefur í raun gert illt verra. Þetta segir Bob Aitken, skoskur landfræðingur og ráðgjafi í umhverfismálum.

Hann hefur í 30 ár sérhæft sig í ráðgjöf um lagningu göngustíga á viðkvæmum svæðum og viðhaldi á þeim. Hann hefur heimsótt ýmsa staði hér á landi. „Umfang ferðaþjónustunnar er orðið slíkt að margir staðir sem voru án eftirlits, til dæmis staðir sem aðeins Íslendingar þekktu, verða nú fyrir miklu meiri ágangi en áður,“ segir Aitken. „Sumt af því starfi sem þar hefur verið unnið er þannig ...

10/12/2014
Meira

Um stórfyrirtækið Monsanto

Fyrirtækið Monsanto var stofnað í St. Louis Missouri árið 1901 af John Francis Queeny  sem hafði lengi starfað innan lyfjaiðnaðarins. Fyrsta framleiðsluvara fyrirtækisins var gervisætuefnið sakkarín sem fyrirtækið seldi til Coca Cola fyrirtækisins.

Árið 1919 fór Monsanto að framleiða salisílsýru og aspirín og fyrirtækið hóf einnig framleiðslu á brennisteinssýru. Á fimmta áratug 20. Aldar hóf Monsanto framleiðslu á plastefnum eins og pólýstýren og gervitrefjum. Síðan hefur Monsanto þróast smám saman yfir í einn helsta efnaframleiðanda heims. Fyrirtækið hefur framleitt skordýraeitur, DDT og fyrirtækið framleiddi hinn alræmda Agent Orange sem var notaður í Víetnamstríðinu. Fyrirtækið framleiðir einnig efni eins og NutraSweet ...

10/06/2014
Meira

Opið bréf til forstjóra Landsvirkjunar, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra

Þjórsárver, ljósm. Guðrún TryggvadóttirReykjavík, 18. september 2014

Við viljum með þessu bréfi vekja athygli á hættu á stórkostlegum skemmdum á lífríki Þjórsárvera.

Við framkvæmdir við Kvíslaveitu á 9. og 10. áratug síðustu aldar var kvíslum sem falla í Þjórsá úr austri veitt í Þórisvatn með neti skurða og lóna. Stærsta lónið er Kvíslavatn austan Þúfuvers. Við vesturströnd lónsins, þ.e. ofan Þúfuvers, eru nokkrar stíflur og ein þeirra er flóðvar. Hún er lægri en hinar stíflurnar og hönnuð til þess að bresta við flóð en veitir um leið öllu vatninu beint niður í Þjórsárver. Kvíslaveita var byggð áður en lög um mat á ...

09/19/2014
Meira

Bein tengsl milli fæðu og hegðunar - segir Michael Clausen

Michael Clausen barnalæknir hefur um árabil stundað rannsóknir á fæðuofnæmi og hann nefnir rannsóknir á áhrifum fitusýra á ónæmiskerfið sem einn þeirra þátta sem hann hefur beint athygli sinni að. „Út frá því vaknaði áhugi minn á því hvernig fæðan sjálf hefur áhrif á hegðun. Það er svo sem ekkert nýtt í sjálfu sér þar sem kjörorðið Þú ert það sem þú borðar hefur lengi verið þekkt en spurningin snýst frekar um hvernig maður nálgast þetta,” segir Michael.

Um þetta fjallaði málþing á Læknadögum sem Michael  skipulagði, en þar var fjallað frá ýmsum sjónarhornum um áhrif fæðunnar á líkamann, áhrif ...

08/25/2014
Meira

Sanngjörn viðskipti / Fair Trade Iceland

FairTrade samtökin hafa sáð fræi vonar meðal annars í Palestínu þar sem eru 1700 bændur á Vesturbakkanum sem vinna saman innan FairTrade samtaka og rækta ólívur.

Nú í vor voru stofnuð Fair Trade samtök á Íslandi með nafninu Sanngjörn viðskipti / Fair Trade Iceland. Formaður er Guðbjörg Eggertsdóttir rekstrarhagfræðingur, gjaldkeri er Lilja Salóme H. Pétursdóttir mannfræðingur og ritari er Sara Lillý Þorsteinsdóttir læknanemi.

Tilgangur félagsins er að vekja áhuga almennings á sanngjörnum viðskiptum sérstaklega við þróunarlöndin. Einnig er samtökunum ætlað ...

08/21/2014
Meira

Hugleiðingar á Ólafsdalshátíð 2014, um sjálfbærni þá og nú

Domenique Pledel JónssonDominique Plédel Jónsson flutti eftirfarandi erindi á Ólafsdalshátiðinni í ár:

Góðir gestir.

Ég kynntist Ólafsdal í Möðrudal. Já, þetta hljómar sérkennilega, en tengingin er þó ekki svo fjarstæðukennd. Húsfreyjan unga í Möðrudal var að lesa bókina „Sigríður stórráða“ eftir Játvarð Jökul Júlíusson og Sigríður var jú frá Skáleyjum á Breiðafirði. Jón Sigurðsson hafði sent hana til Danmerkur í kringum 1860 til að læra að meðhöndla mjólk og taka þá þekkingu með sér heim að námi loknu. Sem hún og gerði og var hún svo lengi bústýra – og jafnvel meira – í Möðrudal. Þetta leiddi mig til að lesa bók Játvarðs um ...

08/16/2014
Meira

Áburðargjöf í lífrænni ræktun á Íslandi

PaprikuræktunSkýrslan Áburðargjöf í lífrænni ræktun á Íslandi er komin út hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við bændur í lífrænni ræktun. Verkefnisstjóri var Christina Stadler.

Fram til þessa hafa grænmetisbændur í lífrænni ræktun einkum notað sveppamassa (1,9% N) til áburðargjafar. En nú hefur verið bannað að nota sveppamassa í lífrænni ræktun vegna þess að hann inniheldur hænsnaskít úr hefðbundinni hænsnarækt. Það er því brýn þörf á því að finna aðra áburðargjafa sem uppfylla næringarþörf plantna og má jafnframt nota í lífrænni ræktun.

Sett var upp pottatilraunin með plöntumoltu (0,9% N), moltu úr búfjáráburði (1,9-2,6 ...

07/07/2014
Meira

Verndum fagfólk, viðskiptavini og náttúru

Síðastliðin 15 ár hefur orðið bylting á Norðurlöndunum hvað varðar vitneskju um innihaldsefni snyrtivara og forvarnir um hollustuhætti í hársnyrtifaginu. Danir fara þar fremstir í flokki með virtar rannsóknir, vottaðar Grænar stofur og fræðslu innan fagsins.

Á Gentofte sjúkrahúsinu í Danmörku er staðsett þekkingasetur fyrir hársnyrta og snyrtifræðinga.
Þar eru gerðar rannsóknir sem varða húðvandamál og öndunarfærakvilla hjá hársnyrtum og snyrtifræðingum ásamt því að barist er fyrir bættum vinnuaðstæðum.

Í þessari grein verður stiklað á stóru um það hvernig við, hársnyrtar, getum farið betur með okkur sjálf, viðskiptavini okkar og umhverfið í leiðinni.

Húðsjúkdómar

Samkvæmt rannsóknum innan Evrópusambandsins eru hársnyrtar ...

07/02/2014
Meira

Verndun hafsins föst í neti skrifræðis

Ákvörðunarferlar sem eiga að tryggja jafnvægi milli umhverfissjónarmiða og sjávarútvegs í Norðursjó eru flóknir og óskilvirkir og hafa neikvæð áhrif bæði á umhverfi hafsins og ríkisfjármálin. Í nýrri skýrslu frá Norrænu ráðherranefndinni er kallað eftir skilvirkara ferli.

Alþjóðlegt samstarf um sjávarútveg og umhverfisvernd í Norðursjó er tímafrekt, dýrt og óskilvirkt. Með nýju, skilvirkara ferli væri hægt að spara tíma, peninga og aðrar auðlindir og um leið bæta samskiptin milli hagsmunaaðila þannig að bæði vistkerfin og ríkisfjármálin hafi gagn af. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem hugveitan Nordic Marine Think Tank (NMTT) hefur tekið saman fyrir Norrænu ráðherranefndina.
Flókið ákvörðunarferli ...

06/06/2014
Meira

Virkjanasinnar fá hreinan meirihluta í sveitastjórnum utan Reykjavíkur

Virkjanasinnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fá hreinan meirihluta næstum allsstaðar utan Reykjavíkur. Grænt ljós er gefið á virkjanaframkvæmdir um allt land. Umhverfissjónarmið mega sín lítils og verða undir.

Þetta eru stóru fréttirnar úr kosningunum í gær. Með hverjum Samfylking myndar meirihluta í Reykjavík er smámál miðað við virkjanamálin.

Kaupfélag Skagfirðinga og Framsóknarflokkurinn fær hreinan meirihluta í Skagafirði. Kaupfélagsstjórinn hefur lýst yfir skýrum vilja til að virkja Héraðsvötnin og núna hlýtur hann að sæta lagi og setja Villinganesvirkjun af stað.

Virkjanaglöð ríkisstjórn situr í Stjórnarráðinu, tilbúin að finna erlent lánsfé sem hægt er að nota til framkvæmda. Lánstraust Íslands er að batna ...

06/01/2014
Meira

Garðyrkjustöðin Akur er ekki lengur með lífræna vottun

Frá byrjun lífrænnar ræktunar á Íslandi hefur svepparotmassi þjónað sem einn öflugasti áburðargjafinn í ylrækt en svepparotmassinn fellur til sem aukaafurð úr sveppaframleiðslu Flúðasveppa.

Árið 2007 fengu Vottunarstofan Tún og Sölufélag garðyrkjumanna breska sérfræðinginn Dr. Roger Hitchings til að meta kosti og galla lífrænnar ylræktar og möguleika á aukningu hennar hér á landi. Dr. Hitchings taldi m.a. að jarðvegssuða væri ofnotuð í ylrækt,  sem bæri aðeins að leyfa í undantekningar tilvikum vegna neikvæðra áhrifa á lífríki jarðvegsins. Hann taldi þörf á að efla skiptiræktun og þá væri sömuleiðis nauðsynlegt að hætta notkun svepparotmassa sem byggði á hráefnum úr verksmiðjubúskap ...

05/26/2014
Meira

Leiðbeiningar til hjólreiðamanna vegna umferðarmengunar

Hjólreiðamenn verða að gæta sín sérstaklega þegar hjólað er í borgum þar sem er mikil umferðarmengun. Rannsóknir hafa sýnt að hjólreiðamaður í áreynslu andar dýpra en t.d. ökumaður bifreiðar, þannig að ef hjólreiðamaður verður fyrir mikilli útsetningu gegn mengandi efnum er hætta á því að þau berist auðveldlega ofan í lungu.

Svifryk er yfirleitt ekki mjög hættulegt nema það sé minna en PM 2,5. Það fína svifryk sem er undir PM 2,5 kemur yfirleitt beint frá útblæstri bifreiða, það fer beint ofan í lungu og kemur sér fyrir í lungnablöðrunum þar sem það leysist upp og efnin ...

05/20/2014
Meira

Hvernig Gálgahraun gerði mig að aðgerðasinna

Lárus Vilhjálmsson leikhússtjóri flutti eftifarandi ræðu á Náttúruverndarþingi þ. 10. maí sl.

Ég ætla að fara aðeins yfir atburðarásina í Gálgahrauni haustið 2013 þegar hópur fólks reyndi að mótmæla vegalagningu nýs Álftanesvegar og sérstaklega þann 21. október þegar ég ásamt fjölda annara vorum handtekin fyrir að sitja í veg fyrir jarðýtunni.

Ég hef um margra ára skeið látið mig umhverfismál varða. Tekið þátt í fundum og starfi umhverfissamtaka og stjórnmálaflokka, skrifað greinar, skrifað undir undirskriftalista, gengið niður Laugaveginn með Ómari og stofnað með honum náttúruverndarflokk.

En ég hafði aldrei litið á mig sem aðgerðasinna. Mér fannst ég vera sófa-mótmælandi. Aðgerðasinnarnir ...

05/13/2014
Meira

Messages: