Páskar 27.3.2016

Páskadagurinn getur fallið á tímabilið frá 22. mars til 25. apríl. Sú regla, sem miðar við tunglmánuði og jafndægri á voru, var samþykkt á kirkjuþingi í Nikeu í Litlu Asíu árið 325 e. Kr. Aðrar hræranlegar kirkjuhátíðir svosem föstuinngangur og hvítasunna færast til í árinu með páskum. Páskahátíðin er hinsvegar langtum eldri meðal gyðinga og var til löngu fyrir daga Móse, meðan Hebrear voru enn hirðingjar. Var hún þá haldin til að fagna fæðingu fyrstu lambanna sem einskonar uppskeruhátíð hirðingjanna ...

Hrossagaukshreiður. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Páskadagurinn getur fallið á tímabilið frá 22. mars til 25. apríl. Sú regla, sem miðar við tunglmánuði og jafndægri á voru, var samþykkt á kirkjuþingi í Nikeu í Litlu Asíu árið 325 e. Kr. Aðrar hræranlegar kirkjuhátíðir svosem föstuinngangur og hvítasunna færast til í árinu með páskum. Páskahátíðin er hinsvegar langtum eldri meðal gyðinga og var til löngu fyrir daga ...

27. mars 2016

Hann heitir einnig langafrjádagur og mun það upphaflegra nafn, þótt eldri bókfest dæmi finnist um hitt. Orðið frjádagur mun semsé eldra en föstudagur, sem er tilkomið við tittnefnda dagheitabreytingu á 12. öld eða fyrr. Frjádagur mun fela í sér gyðjunafn eða ásynju, sem ólítið á skylst við þær Frigg og Freyju. Dagurinn hét á latínu dies Veneris, Venusardagur, og sú ...

25. mars 2016

Hann hefur sjálfsagt upphaflega heitið hér skíriþórsdagur eins og skjærtorsdag á dönsku og Shere-thursday á ensku. Þó finnst ekki nema eitt dæmi um það orð í íslenskum fornritum og er það frá 14. öld. Ástæðan er vitaskuld afnám dagsheitanna Týsdagur, Óðinsdagur og Þórsdagur á 12. öld , hvort sem Jóni biskupi Ögmundssyni er þar réttilega um kennt. Hefur vafakaust þótt meira ...

24. mars 2016

Daníel Tryggvi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hann var áður fyrsti dagur langaföstu og dregur nafn sitt af rómversk-katólskum helgisið. Leifarnar af pálmunum, sem vígðir voru á pálmasunnudag síðasta árs, voru brenndar, askan látin í ker á altarinu og vígð fyrir hámessu. Presturinn býður síðan söfnuðinum að ganga nær, dífir fingri sínum í öskuna og gerir krossmark á enni þeirra eða krúnu, ef um klerka var að ...

10. febrúar 2016

Grafík: Saltkjög og baunir, túkall. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.Þetta er þriðjudagurinn í föstuinngang, áður síðasti dagur fyrir upphaf langaföstu. Önnur afbrigði nafnsins eru sprengikvöld og sprengir. Það er alkunna, að katólskar þjóðir gera sér nokkra glaða kjötkveðjudaga áður en fastan hefst. Upphaflega min hér um að ræða vorhátíðir í sunnanverðri Evrópu, sem síðan hafa runnið saman við föstuinnganginn. Ekki fer miklum sögnum um þvílíkt hátíðahald hérlendis fyrr á ...

09. febrúar 2016

Ljósmynd: Bolla, Móna Róbertsdóttir Becker.Svo er nú nefndur mánudagurinn í föstuinngang. Þetta heiti hans mun reyndar vera tiltölulega ungt, en fyrirbærið sjálft er þó a.m.k. nálægt hundrað ára gamalt hérlendis. Flest bendir til að siðurinn hafi borist hingað fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara, sem settust hér að. Þó hefur hann öðlast hér ...

08. febrúar 2016

Skata. Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.Hún er 23. desember í minningu þess, að þann dag árið 1193 sálaðist sætlega í Drottni Þorlákur helgi í Skálholti. Hún var í katólskum sið ekki nándar nærri eins hátíðleg haldin og Þorláksmessa á sumar, enda hlaut hún mjög að hverfa í skugga jólanna. Af sömu sökum hefur hún hinsvegar átt mun ríkari sess í hugum fólks á síðari öldum ...

23. desember 2015

Brönugrös. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þetta er auðvitað upphaflega merkistíð sem „lengsti dagur ársins“, en vegna skekkju júlíanska tímatalsins hafði hann færst til um nálægt því þrjá daga miðað við sólarárið, þegar kirkjan afréð að fastsetja fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara við sólstöður vetur og sumar. Þess skal getið í leiðinni, að júní sjálfur heitir í almanaki Guðbrands Þorlákssonar nóttleysumánuður.

Jónsmessa er kennd við ...

Hann var áður þekktur bæði sem tveggja postula messa og Valborgarmessa, og á fyrra nafnið við postulana Filippus og Jakob, sem báðir þoldu píslardauða. Síðara nafnið er tengt við Valborgu eða Valpurgis, sem samkvæmt helgisögn var dóttir Ríkharðs helga konungs á Englandi. Eftir sömu heimild varð hún abbadissa við nunnuklaustur í Heidenheim á Þýskalandi og dó árið 779 eða 80 ...

01. maí 2015

Harpa heitir fyrsti mánuður sumars. Nafnið virðist ekki mjög gamalt og finnst ekki á bók fyrr en á 17. öld. Merking þess er einnig óviss. Í Snorra Eddu er mánuður þessi kallaður gaulmánuður og sáðtíð.

Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn á bilinu 19-25. apríl. Í gamla stíl var hann 9.-15. apríl. Mjög reið á því fyrr allan landslýð, að vorið ...

23. apríl 2015

Sólin skýn. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hún er 2. febrúar og heitir líka „hreinsunarhátið blessaðrar Maríu meyjar”. En samkvæmt Móselögum taldist kona óhrein í fjörutíu daga, eftir að hún hafði alið sveinbarn. Og því gekk María með Jesúbarnið til helgidómsins fjörutíu dögum eftir 25. desember til að láta hreinsast. Hreinsunarháttur Maríu sést fyrst getið í Jerúsalem snemma á 4. öld, en er þá reyndar bundin við ...

02. febrúar 2015

Ljósmynd: Flugeld skotið upp, Guðrún A. Tryggvadóttir.Nafn hans er stytting úr þrettándi dagur jóla 6. janúar. Eins og áður er um getið var hann talinn fæðingardagur Jesú á undan 25. desember. En þegar sú tign var af honum tekin, hlaut hann í staðinn virðingarheitið ephiphania, sem merkir opinberun, og var þá svo látið heita, að Kristur hefði á þeim degi opinberast með þreföldum hætti hér á ...

06. janúar 2015

Krossgötur,. Grafík Guðrún Tryggvadóttir.Rétt er í upphafi að gera nokkra grein fyrir því, hvenær árið er talið hefjast, en það var ærið breytilegt eftir tímabilum og löndum, og er ekki ástæða til að rekja hér alla þá flækju. Það sem máli skiptir hér, er að árið hófst 1. janúar í Róm frá því 153 f. Kr., þar til karl mikli færði nýársdaginn til ...

31. desember 2014

Ljósmynd: Gamla jólatréð frá Hruna skreytt. í Húsinu á Eyrarbakka. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Jólatréð, sem nú er eitt helsta tákn jólanna a.m.k. um allan hinn vestræna heim a.m.k. er tiltölulega nýkomið til sögunnar sem slíkt. Ekki munu vera meira en rúm hundrað ár, síðan það varð algengt í Evrópu í nokkurri líkingu við það, sem nú er. Fyrstu heimildir, sem þekktar eru um einskonar jólatré, eru frá Strassburg og ...

18. desember 2014

Frá alda öðli hafa flestar þjóðir, sem spurnir eru af, haldið meiriháttar hátíð um þetta leyti árs. Frumorsök hátíðahalds á þeim tíma hlýtur að vera sólhvörfin, hvort heldur það er skammdegið eða hin rísandi sól, nema hvorttveggja sé. Menn kunna að hafa fært fórnir, haft í frammi töfrabrögð, tendrað elda eða á annan hátt reynt að flýtja og tryggja endurkomu ...

03. desember 2014

Hún er 1. nóvember og átti að vera messudagur allra þeirra sannheilögu manna, sem ekki höfðu fengið sinn sérstaka dag í kirkjuárinu. Daginn eftir er svo allrasálnamessa. Þá átti að biðja fyrir sálum þeirra fátæklinga, sem ekki höfðu haft nein efni á því að gefa svo mikið fé til kirkna, að prestar syngju sérstaka sálumessu fyrir þeim til að stytta ...

01. nóvember 2014

Lækjarspræna í klakaspottum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir m.a. í kaflanum um fyrsta vetrardag:

Öllum veislum af þessu tagi fylgja nokkrir helgisiðir, og í heiðnum sið virðist hafa verið blótað til árs og friðar móti vetri og drukkinn full heiðinna goða og vætta. En í rauninni var lítil ástæða til að fagna komu Veturs konungs, sem síst hefur þótt neinn ...

25. október 2014

Gormánuður heitir fyrsti mánuður vetrar og virðist ekki hafa átt önnur nöfn að fornu. Nafnið vísar til sláturtíðar. Fyrsta vetrardag ber nú upp á laugardag á bilinu 21. – 27. Október. Frá því um 1500 og fram yfir 1800 hófst vetur hinsvegar á föstudegi og í gamla stíl lenti það þá á bilinu 10.-17. Október. Eins og sumardagurinn fyrsti var ...

20. október 2014

Hún er 29. september. Áður höfðu aðrir dagar verið tilnefndir sem helgaðir voru Mikjáli höfuðengli. En árið 813 á kirkjuþinginu í Mainz var þessi dagur ofan á. Þá var staðfest eða látið svo heita, að þann dag hefði Mikjálskirkja í Rómaborg verið vígð árið 493. Margskonar siðir voru tengdir við Mikjálsmessu um allan hinn katólska heim, svo sem uppskeruhátíðir, enda ...

29. september 2014

TjaldútilegaHann er nú jafnan haldinn fyrsta mánudag í ágúst. Verslunarmenn í Reykjavík fengu sinn fyrsta almenna frídag 13. september 1894. Gekkst Verslunarmannafélag Reykjavíkur þá fyrir hátíð að Ártúni við Elliðarár. Næstu tvö ár var hann ekki haldinn á ákveðnum degi, en þó í ágústmánuði. Árið 1897 var ákveðið, að hann skyldi vera á föstum mánaðardegi, gamla þjóðhátíðardaginn frá 1874, 2 ...

Í kristnum sið er hún til minningar um úthellingu heilags anda yfir lærisveinana sjöunda sunnudag eða fimmtugasta dag eftir upprisu frelsarans.
Meðal gyðinga var hún upphaflega fagnaðarhátíð vegna hinna nýþroskuðu ávaxta einsog páskarnir sakir lambanna nýfæddu. Má nærri geta, að hvorugt hefur gerst á ákveðnum almanaksdegi, heldur var miðað við fyrstu tunglkomu eða fyllingu, eftir að ástæða var orðin til ...

08. júní 2014

Afmælishátíðir eru eldforn siður. Einkum hafa menn eftir að tímatalsþekking jókst nægilega haldið upp á afmælisdaga látinna ættingja. Afmælisdagur þjóðhöfðingja var og víða hinn opinberi þjóðhátíðardagur einsog hjá keisaranum í Róm og drottningunni á Englandi.

Það var því engin furða, þótt menn tækju snemma að velta fyrir sér, hver væri fæðingardagur Jesú Krists. Um það er hinsvegar ekki einn staf ...

23. desember 2013

Um þau er naumast meira vitað en á öðrum stöðum, enda engar samtímaheimildir til. En sé eitthvert mark takandi á Íslendingasögunum varðandi þetta tímabil, skal þess getið, sem helst mætti af þeim ráða:

Þótt skilyrði til ölgerðar hafi verið óhæg vegna takmarkaðrar konyrkju, virðast menn ekki hafa látið það á sig fá, því að nálega hið eina, sem ráða má ...

21. desember 2013

Hér á undan var fjallað um mat og drykk á almennum heimilum, en á miðöldum og lengur var greinilega nokkuð um það, að höfðingjar og heldri menn byðu í stórveislur um jólin.
Áður var getið um veislur í heiðnum sið, en frá 13. öld eru líka mörg dæmi um jólaveislur í Sturlungu. Um Snora Sturluson segir 1226: “Snorri hafði um ...

17. desember 2013

Þótt jólagjafir þekktust að fornu og nýju meðal konunga og stórhöfðingja, einkum erlendis, hafa þær aldrei tíðkast að ráði meðal almennings á Íslandi fyrr en á síðustu hundrað árum í hæsta lagi. Sumargjafirnar voru enda eldri.

Að vísu munu flestir hafa fengið frá húsbændum einhverja flík og nýja sauðkinnsskó, sem kölluðust jólaskór En þetta eru ekki einstaklingsbundnar gjafir, og kannski ...

16. desember 2013

Dansleikir á fyrri tíma vísu voru einkum kallaðir gleði eða vökunótt. Síðara heitið lýtur að því, að fólk kom einkum saman til að skemmta sér kvöldið og nóttina fyrir helgidaga, en tíðasöngurinn þá var á íslensku nefndur vaka sem þýðing á vigilia. Þegar talað er um vökunætur, á það ekki endilega við jólin, en getur gert það, eins og segir ...

16. desember 2013

Í Kristinna laga þætti í Grágás er kafli um jólahald og hvað þá má vinna. Er það nær ekkert annað en brýnustu nauðsynjaverk svo sem gegningar, mjaltir og fjósmokstur öðru hverju. Gildir þetta ekki aðeins um helgidagana sjálfa, heldur og þá, sem verða milli þeirra. Það vekur athygl, að meðal þessara brýnustu nauðsynja er talin ölhita og slátrun: “Það eiga ...

16. desember 2013

Hún er 13. desember. Lúsía var samkvæmt helgisögn kristin jómfrú í Sýrakúsa á Sikiley, sem leið píslavættisdauða árið 304 fyrir kristilegt skírlífi. Önnur sögn hermir, að ungur aðalsmaður hafi hrifist af fegurð augna hennar, en hún rifið þau úr sér og sent honum á diski. Sjónina fékk hún þó aftur fyrir kraftaverk.

Dýrkun hennar breiddist fljótt út um alla Ítalíu ...

13. desember 2013

Það hefur sjálfsagt komið til sögunnar smám saman á 11. öld, en þó einkum í kirkjum, eftir að þær tóku að rísa. Í heimahúsum hefur breytingin í fyrstu helst orðið sú, að í stað þess að drekka “Njarðar full og Freys full til árs og friðar” hafa menn vanist á að “signa ölið nótt hina helgu til Krists þakka og ...

12. desember 2013

Hinir íslensku jólasveinar eru upphaflega af allt öðrum toga en heilagur Nikulás. Þeirra sést fyrst getið í Grýlukvæði eignuðu sr. Stefáni Ólafssyni í Vallanesi frá 17. Öld. Þar eru þeir taldir synir Grýlu og Leppalúða og mestu barnafælur einsog foreldrin: Af þeim eru jólasveinarjötnar á hæð. Öll er þessi illskuþjóðinungbörnum skæð. Sömu hugmynd er að finna í Tilskipun um húsagann ...

11. desember 2013

Nikulás þessi er hálfþjóðsagnakenndur biskup, sem á að hafa verið uppi í Litlu Asíu á 4. öld. Hann var frægur í Evrópu, þegar jarðneskar leifar hans áttu að hafa verið fluttar til Bari (Bár) á Ítalíu árið 1087. Upp frá því var hann brátt einn dáðasti dýrlingur síðmiðalda, einkum sem verndari fátæklinga, góðra gjafa og barnavinur mesti. Víða í Evrópu ...

06. desember 2013

1. desember árið 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Einber tilviljun mun hafa ráðið því, að hann varð fyrir valinu, en ekki einhver annar. Menn hylltust til að fastsetja mikilvægar ákvarðanir fyrsta dag einhvers mánaðar. Til dæmis fluttist stjórn íslenskra sérmála inn í landið 1. febrúar 1904. Hinsvegar þótti sumum eftir á, að ekki hefði það spillt, að þetta ...

01. desember 2013

Svo nefnist annar mánuður vetrar, sem hefst með mánudegi í 5. viku vetrar eða á bilinu 24. nóvember til - 24. desember. Í Snorra Eddu heitir hann hinsvegar frermánuður og í almanaki Guðbrands og Arngríms heitir desember einfaldlega skammdegismánuður.
Nokkuð óhætt mun að fullyrða, að nafnið eigi skylt við orðið jól einsog t.d. lýsi við ljós. Ýlir er alveg hljóðrétt ...

26. nóvember 2013

Hún er 11. nóvember og kennd við Martein biskup í Tours í Frakklandi, sem á að hafa dáið í kringum árið 1400. Hann var samkvæmt helgisögninni svo velsinnaður maður, að eitt sinn er hann sem ungur hermaður hitti fyrir nakinn beiningamann, sem var að krókna úr kulda, sneið hann yfirhöfn sína í tvennt og gaf vesalingnum helminginn. Næstu nótt birtist ...

11. nóvember 2013

Svo hét 6. október og var hliðstæður við eldaskildaga 10. maí. Þá áttu bændur að taka við þeim kvikfénaði, sem þeim bar að fóðra eða hafa í eldi fyrir landsdrottna sína yfir veturinn.

06. október 2013

Töðugjöld voru dálítill glaðningur, sem heimilisfólki var gefinn, þegar búð var að alhirða töðuna af túninu. Auðvitað fór það eftir efnum, ástæðum og lundarfari húsráðenda, hversu vel hann var útilátinn, en langalgengast mun hafa verið að gefa kaffi, sem einu sinni var reyndar hátíðardrykkur, og pönnukökur eða annað bakkelsi, sem á hverjum tíma þótti eftirsóknarverðast. Brennivínstár gáfu þeir húsbændur, sem ...

21. september 2013

Hún er 14. september og samkvæmt helgisögninni er hún í minningu þess, að þá hafi krossinn Krists verið endurreistur í annað sinn á Golgata. Er svo sagt, að Heraklíus keisari í Konstantínópel hafi stolið honum frá Höfuðskeljastað og hann ekki náðst aftur fyrr en á 6. eða 7. öld.

Þótt krossmessa á vor hafi lengur verið mönnum hugstæð en nafna ...

14. september 2013

Það er sá tími, þegar fé er smalað til rétta á haustin af fjalli. Réttir mun merkja nokkuð svipað og rekstur. Nokkuð var og er misjafnt eftir byggðarlögum, hvenær réttir hófust, en lengi vel var miðað við föstudaginn eða fimmtudaginn í 21. Viku sumars. Sumstaðar er þó miðað við ákveðinn mánaðardag. Göngur og réttir eru svo yfirgripsmikið og fjölbreytilegt efni ...

06. september 2013

Hann er 29. ágúst til minnngar um það, er Heródes konungur Antipas lét hálshöggva óíhannes skírari að beiðni Salóme. Orðið sést ekki í ritum fyrr en seint á 15. öld, enda enginn hægðarleikur að finna þjált orð fyrir hið latneska heiti decollatio, sem nánast þýðir afhöfðun.Um höfuðdaginn er í rauninni er ekkert sérstakt að segja annað en hina alkunnu ...

29. ágúst 2013

Tvímánuður er 5. mánuður sumars eftir gömlu tímatali. Hann hefst með þriðjudeginum í 18. viku sumars eða hinni 19., ef sumarauki er, þ.e. 22. – 28. ágúst. Í Snorra Eddu heitir hann kornskurðarmánuður.

23. ágúst 2013

Þær eru reyndar tvær til minningar um Ólaf digra Noregskonung. Hin fyrri er 29. júlí, sem talinn er dánardagur hans á sólmyrkvanum 1039, sem stjörnufræðingar halda að geti staðist. Sú síðari er 3. ágúst, þegar bein hans voru að sögn tekin upp árið 1031. Fyrri dagurinn varð meiri hátíð á því takmarkaða svæði, sem helgi Ólafs digra gætti. Varð þetta ...

29. júlí 2013

Sólmánuður er 3. mánuður sumars að fornu og hefst mánudag í 9. viku, 18.-24. júní. Í Snorra Eddu er hann nefndur selmánuður.

Úr Sögu daganna eftir Árna Björnsson.

Mynd af sólinni af vef Brown University.

29. júlí 2013

Hún er 20. júlí og var lögleidd árið 1237 í minningu þess, að þann dag árið 1198 voru upp tekin og lögð í skírn bein Þorláks biskups Þórhallssonar hins helga í Skálholti. Hún var ein mesta hátíð ársins fyrir siðbreytingu, þó einkum í Skálholtsbiskupsdæmi.

Helgi hins sæls Þorláks varð um biskupsstólnum í Skálholti drjúg tekjulind. Heitgjafir voru hvarvetna um heim ...

20. júlí 2013

Júlí heitir hjá þeim Guðbrandi og Arngrími maðkamánuður, en þetta er nafn á um það bil sex vikna skeiði, sem venjulega er talið heitasti tími sumarsins. Nafnið mun sótt til Forngrikkja, sem settu sumarhitana í samband við hundastjörnuna (Síríus), sem um þetta leyti tók að sjást á morgunhimninum. Seinna kom fram sú alþýðuskýring, að hundaæði og aðrar pestir gripu hvað ...

13. júlí 2013

17. júní á sér eðlilega ekki langa sögu. Þó er það ekki seinna en 1886, að sá ágæti framkvæmdamaður, Þorlákur Johnson, heldur samsæti í húsi sínu “ásamt nokkrum frjálslyndum og fjörugum mönnum” í minningu Jóns Sigurðssonar. Reyndar var svo látið heita, að það hóf væri haldið í nafni Góðtemplarareglunnar.

Þetta mun þó hafa verið heldur frjálst framtak hjá Þorláki og ...

17. júní 2013

Hann er haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní.

Það voru Farmanna- og fiskimannasamband Íslands og sjómannafélögin í Reykjavík og Hafnarfirði, sem ákváðu 28. nóvember 1937 að gera þennan dag að sérstökum degi sjómanna. Fyrsti sjómannadagurinn var því haldinn sumarið 1938.

Mynd af kleppjarnsreykir.is. Skinnklæddur sjómaður

03. júní 2013

Þetta er fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu og heitir líka og reyndar oftar trinitatis. Við hana eru miðaðir allir sunnudagar í húspostillum þaðan og fram til jólaföstu. Nafnið er sprottið af því, að á 12. öld komst hin heilaga almenna kirkja að þeirri niðurstöðu, að Guð faðir, sonur og heilagur andi væri allt ein og sama persónan, þrenning sönn og ein ...

03. júní 2013

Dagsetningar þessa orðs hafa veirð svolítið breytilegar eftir tímabilum. Þó mun óhætt að fullyrða að þett hafi almennast verið fjórir fyrstu dagarnir í 7. viku sumars, sem gátu hafist á bilinu 31. maí til 6. júní. Á þessum dögum skyldu menn flytja búferlum af einni jörð á aðra. Fleira var oft miðað við þessa dagsetningu einsog greiðsla á jarðarafleigu, virðing ...

31. maí 2013

Þessi dagur var fyrst skipaður hér af Kristjáni konungi 5. með tilskipun frá 27. mars 1686. Hann átti að vera allsherjar iðrunar- og bændadagur. Hann gilti auðvitað fyrir öll lönd innan ríkisins, og þar er kveðið svo á, að hann skuli jafnan haldinn fjórða föstudag eftir páska. Þá skyldi hringja kirkjuklukkunni kl. 6, loka öllum verslunum og krám (sem hér ...

20. maí 2013

Þetta var í pápískri tíð fyrsti fimmtudagurinn á eftir þrenningarhátíð. Hann var fyrst tekinn upp í Róm á 13. öld til að minna á þá umdeildu kenningu katósku kirkjunnar, að Jesús Kristur væri persónulega viðstaddur, þegar menn neyttu hins heilaga sakramentis, líkama hans og blóðs. Því heitir hann líka Krislíkamahátíð. Hann var lögleiddur á Íslandi árið 1326 og var auðvitað ...

17. maí 2013

Hann er 11. maí frá fornu fari, og þá lýkur vetrarvertíð á Suðurlandi. Þar sem upphaf vertíðarinnar var bundin ákveðnum almanaksdegi, kyndilsmessu, varð engin tilfærsla á vertíðarlokum einsog vinnuhjúaskildaganum. Löngum hefur verið þó nokkuð um dýrðir hjá sjómönnum á lokadaginn og væri það efni í langt mál, en út í þá sálma skal ekki farið hér. Skerpla heitir annar mánuður ...

11. maí 2013

Hann var 10. maí, hugsuðu sumir til hans með kvíða áður fyrr, þótt nú sé slíkt úr sögunni. Þann dag var venja, að leiguliðar „skiluðu úr eldunum“, þ.e. færðu jarðeigendum það búfé, sem þeim hafði verið skylt að hafa á fóðrum yfir veturinn sem leigugjald.

Myndin er af kindum með lömb sín í Arnarfirði. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

10. maí 2013

Fjörutíu dögum eftir upprisuna steig Jesús upp til himna, segir í Nýjatestamentinu. Þetta gerðist því eðliega á fimmtudegi. Í elstu ritum íslenskum hetiri þessi stund ýmist uppstigningardagur eða uppstigudagur.

Ekki er vitað um neina veraldlega siði á Íslandi í sambandi við þennan dag, þótt talsvert sé til um slíkt úti í Evrópu og sumt harla skondið. Varla er ástæða til ...

09. maí 2013

Hún er 3. Maí og skal vera haldin í minningu þess, að þá hafi Helena, móðir Konstantínusar mikla keisara, fyndið krossinn Krists með nöglunum í á Hausaskeljastað og látið reisa hann upp á Golgata árið 320. Önnur helgisögn er um krossmessu á haust.

Krossmessan skipaði talsverðan sess í hugum fólks lengi fram eftir öldum, því að fram til 1700 var ...

03. maí 2013

Hann er 25. mars og stundum einnig nefndur Maríumessa á langaföstu. Hann er haldinn í minningu þess, að Gabríel engill var sendur til að boða Maríu mey, að hún skyldi son fæða og láta hann heita Jesúm. Þegar fæðingardagur Jesú var ákveðinn 25. desember, einsog nánar verður frá skýrt í sambandi við jólin, þá hlaut getnaðardagur Maríu vitaskuld að vera ...

25. mars 2013

Hún er fimmti mánuður vetrar að forníslensku tímatali og hefst sunnudaginn í 18. viku vetrar eða 18.-24. febrúar. Um hana er hið sama að segja og þorra, að orðið kemur fyrir í fornritum, en allt er óvíst um merkingu þess. Helst hallast orðsifjafræðingar að því, að það eigi skylt við snjó eða aðra úrkomu. Má enda telja líklegt, að ...

24. febrúar 2013

Þeir voru fjórum sinnum á ári, einu sinni á hverri árstíð, og hófust næsta miðvikudag eftir öskudag, hvítasunnu, krossmessu á haust og Lúsíumessu á jólaföstu. Um þá er til þessi minnisvísa: Öskum hvítasunnu, kross og Lúsíu næsta miðvikudag var eftir oss Imbra sett að fasta.

Í þessum vikum átti að fasta þrjá daga, þ.e. borða ekki kjöt á miðvikudegi ...

20. febrúar 2013

Hún hét einnig sjöviknafasta og miðaðist við sunnudaginn sjö vikum fyrir páska. Föstuhald hófst þó í rauninni ekki fyrr en á miðvikudegi (öskudegi), en næstu dagar á undan nefndust föstuinngangur og voru fremur skemmtunardagar. Þar sem sunnudagar drógust frá ásamt mánudegi og þriðjudegi í föstuinngang, stóð fastan sjálf í 40 virka daga. Það var sami tími og Jesús fastaði í ...

13. febrúar 2013

Í mörgum þröngum fjörðum og dölum landsins, einkum á Vestfjörðum og Austfjörðum, líða oft nokkrar vikur eða mánuðir svo í skammdeginu, að sólin sést ekki yfir fjallabrúnir. Þegar hún birtist aftur, var og er víða venja að fagna henni með dálitlu tilhaldi svo sem kaffi og pönnukökum. Tímasetningin var auðvitað mismunandi eftir legu einstakra bæja, svo að vart var um ...

02. febrúar 2013

Hann er fjórði mánuður vetrar að forníslensku tímatali og hefst með föstudegi í 13. viku vetrar (19. - 25. janúar). Nafnið kemur fyrst fyrir í Staðarhólsbók Grágásar frá 13. öld, en er einnig í Snorra Eddu, þar sem nöfn mánaðanna eru talin upp. Margir hinna gömlu mánaða báru fleiri en eitt heiti, en þorri virðist ekki hafa átt sér neinn slíkan ...

25. janúar 2013

Hún er 25. janúar, og þann dag á Sál frá Tarsus að hafa mætt Jesú Kristi á veginum til Damaskus, snúist til trúar á hann og hætt að ofsækja kristna menn. Eftir það verður hann Páll postuli. Þessi sinnaskipti Páls hafa löngum þótt draga nokkurn dilk á eftir sér bæði í náttúrunni sjálfri og hugarfari manna. Reyndar er það svo ...

25. janúar 2013

Svo er 13. janúar nefndur í almanaki, og eru um hann miklu eldri heimildir en eldbjargarmessu eða þegar í Sturlungu og Biskupssögum. Hinsvegar er mjög óljóst, hvernig á nafninu stendur, því að samsvarandi heiti dagsins er ekki að finna í nálægum löndum. Á máli kirkjunnar var þetta dagur heilags Hilaríusar. Dýrlingar voru að vísu stundum nefndir geislar á íslensku, en ...

13. janúar 2013

Svo hefur 7. janúar verið nefndur í íslenskum almanökum síðan 1837. Engar heimildir hefur hinsvegar verið að finna um nokkra almenna útafbreytni meðal fólks á þessum degi. Í ljós kemur þó í bréfi frá sr. Jóni Halldórssyni í Hítardal til Árna Magnússonar, að a.m.k. ein fjölskylda í Borgarfirði hefur haldið minning þessa dags í kringum 1700, lítilli ölskál ...

07. janúar 2013

Hún hefst með fjórða sunnudegi fyrir jóladag, þ.e. á bilinu 27. nóvember til 3. desember. Með henni hefst kirkjuárið eða starfsár kirkjunnar. Því er víða um lönd talsvert um spásagnir í upphafi jólaföstu einsog önnur áramót. Gætti þess líka hér á landi, en þó varla svo að skeri sig úr.

Jólafasta heitir líka aðventa, komið af latínunni adventus, sem ...

25. nóvember 2012

Haustmánuður er síðasti mánuður sumars að fornu tímatali og hefst með fimmtudegi í 23. viku eða 24., ef sumarauki er, þ.e. 21.-27. September. Hann er nefndir svo í Snorra Eddu, en hefur einnig verið kallaður garðlagsmánuður. Hjá Guðbrandi og Arngrími heiti september hinsvegar aðdráttamánuður.

27. september 2012

Hún heitir öðru nafni efsta vika, þ.e. síðasta vikan fyrir páska. Hún mun draga nafn sitt af áhaldinu dymbill, sem notað var í katólskum sið til að hljóðið yrði drungalegra og sorglegra (drumbara), þegar hringt var til guðsþjónustu á þessum síðustu dögum föstunnar. Ekki er hinsvegar alveg ljóst, hvað dymbillinn var eða hvort nafnið var notað um fleira en ...

17. apríl 2012

Hann er fyrsti dagur Dymbilviku haldinn til minningar um innreið Jesú í Jerúsalem, þegar fólkið streymdi til móts við hann og bar pálmaviðargreinar. En skrúðgöngur með pálmum sem tákni sigurs og gleði eiga í sjálfu sér eldri rætur. Svo virðist sem Gregorius páfi hafi stofnað hátíð á pálmadag kringum árið 600. Voru þá vígðir pálmar og olíuviðargreinar, sem notaðar voru ...

01. apríl 2012

Það er gamall siður í mörgum löndum að leika sér að því að gabba náungann til að fara erindisleysu fyrstu dag aprílmánaðar. Til er að vísu, að þetta sé gert síðasta dag hans, en það er sjaldgæfara. Ekki er vitað með neinni vissu, hvernig á upptökum þessarar venju stendur. Líklegast er þó, að hún sé runnin frá þeim tíma, þegar ...

01. apríl 2012

Þetta er síðasti mánuður vetrar að forníslensku tímatali og hefst á þriðjudegi í 22. viku vetrar 20. - 26. mars. Um fyrsta dag hans er svipað að segja og fyrsta dag þorra og góu, að hann er helgaður annað tveggja ungum piltum eða stúlkum. Eiga viðeigandi persónur þá að vera fyrsta á fætur, taka á móti einmánuði og veita öðru heimilisfólki ...

22. mars 2012

Hann er 16. mars og dánardagur Guðmundar Arasonar Hólabiskups hins góða. Guðmundur dó 1237, en árið 1315 voru bein hans tekin úr jörðu og lögð í skrín í Hóladómkirkju fyrir forgöngu Auðuns biskups rauða. Eftir það jukust mjög áheit á Guðmund góða og Guðmundardagur varð ólítill helgidagur, meðan pápíska ríkti. Eimdi raunar mun lengur eftir af því, þótt nú sé ...

16. mars 2012

Hann er nú 29. febrúar, þegar talan 4 gengur upp í ártalinu nema aldamótaár. Þá þarf talan 400 að ganga upp í. Hlaupársdagurinn var áður oft talinn 24. eða 25. febrúar. Víða um lönd hafa menn haft nokkra ótrú á hlaupársdeginum, mánuðinum eða jafnvel hlaupárinu öllu. Þá átti allt að ganga öfugt við það sem venjan bauð og flestar fyrirtektir ...

29. febrúar 2012

Febrúar heitir hjá Guðbrandi Þorlákssyni líka föstugangsmánuður, enda byrjar sjöviknafasta langoftast þá, þótt það geti að vísu dregist fram í mars. Níuviknafasta hlaut þó ævinlega að hefjast í febrúar.

01. febrúar 2011

Janúar heitir í almanaki Guðbrands biskups Þorlákssonar miðsvetrarmánuður, enda er vetrarmisserið hálfnað í þeim mánuði eftir gamla tímatalinu. Þar sem fyrstu merkisdagar í janúar, nýársdagur og þrettándi, eru sögulega nátengdir jólunum, verður fjallað um þá í samhengi við þau.

01. janúar 2011

Næsti mánuður á eftir heitir mörsugur og hefst með miðvikudegi í 9. Viku vetrar 20. - 26. desember. Hann var líka kallaður jólmánuður, en í Snorra Eddu hrútmánuður.

26. desember 2010

Nýtt efni:

Skilaboð: