Hrafnaþing - Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu 1.3.2016

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt við listkennsludeild og hönnunar-og arkitektúrdeild Listaháskólans og nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 2. mars kl. 15:15.

Erindið byggir á doktorsverkefninu „Íslenskt landslag: Fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um umhverfismál.“ Í verkefninu er fjallað um hugtökin landslag og fegurð, um merkingu og gildi fagurfræðilegra upplifana af landslagi og hlutverk slíkra gilda í ákvarðanatöku um umhverfismál.  Fagurfræðilegt gildi landslags hefur á síðustu ...

Við Vatnajökul. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt við listkennsludeild og hönnunar-og arkitektúrdeild Listaháskólans og nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 2. mars kl. 15:15.

Erindið byggir á doktorsverkefninu „Íslenskt landslag: Fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um umhverfismál.“ Í verkefninu er fjallað um hugtökin landslag og fegurð, um merkingu ...

Kortlagning fýlabyggðar í Rangárþingi: Náttúrufræðistofnu ÍslandsBorgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Á fýlaslóðum í Rangárþingi 2015“  á Hrafnaþingi miðvikudaginn 17. febrúar kl. 15:15.

Sumrin 1980 og 1981 gekkst Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir skráningu og kortlagningu á fýlabyggðum í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Fuglar í vörpum voru taldir og leitað upplýsinga um aldur varpa hjá heimamönnum. Þannig fékkst allgóð mynd af útbreiðslusögu fuglsins á svæðinu ...

Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt “Non-native species in the flora of Icelandic highlands and mountains“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 3. febrúar kl. 15:15.
Athugið að erindið verður flutt á ensku.

Í erindinu verður fjallað um þau vandamál sem fylgja slæðingum og ílendum slæðingum í fjalllendi og á hálendi Íslands. Leitað verður svara við spurningum eins og ...

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju eftir hlé miðvikudaginn 21. október 2015.

Hrafnaþing hefst að jafnaði kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00. Það er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð,

Dagskráin til jóla er eftirfarandi:

21. okt. Erling Ólafsson - Smádýr í öskufalli frá Eyjafjallajökli 2010

4. nóv. Birgir ...

Uppskrift af kerfils-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 lauf af kerfli*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af honum. Ekki skaðar að taka hann þar sem hann er óvelkominn en kerfill er mjög ágeng jurt og þolir vel góða grisjun, jafnvel þar sem hann er velkominn.

  • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri ...

Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands mun flytja erindið Hvað er að bögga okkur – Pöddupúlsinn tekinn á þjóðinni á Hrafnaþingi miðvikudaginn 22. apríl kl. 15.15.

Í erindinu verður fjallað um hvaða smádýr eru einna helst að bögga íslenska þjóð en svar við spurningunni má finna í gögnum sem haldið er til haga á Náttúrufræðistofnun Íslands. Þegar Erling Ólafsson kom ...

Páll Bjarnason byggingartæknifræðingur flytur erindið Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir á Hrafnaþingi miðvikudaginn 4. mars kl. 15:15. Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Páll Bjarnason er byggingartæknifræðingur hjá EFLA verkfræðistofu. EFLA hefur unnið með dróna eða flygildi undanfarin tvö ár á samstarfi við Suðra ehf. og UAS Iceland ...

Björg Þorleifsdóttir lektor við Læknadeild Háskóla Íslands flytur erindið Klukkuþreyta á Hrafnaþingi miðvikudaginn 11. febrúar kl. 15:15.

Hjá fjölfruma lífverum er mikilvægt að margþætt líkamsstarfsemi sé samhæfð og í samræmi við þau ytri skilyrði sem hún býr við. Lífklukka gegnir veigamiklu hlutverki í því samhengi. Hún gefur taktinn og drífur áfram dægursveiflur lífeðlisfræðilegar ferla, þ. á m. svefn og ...

Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu flytur erindið Heimsþing um friðlýst svæði / IUCN World Parks Congress 2014 á Hrafnaþingi miðvikudaginn 28. janúar kl. 15:15.

Úrdráttur úr erindinu:

Í haust var haldið í Sydney, Ástralíu, heimsþing Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) um friðlýst svæði, World Parks Congress sem haldið hefur verið á 10 ára fresti síðan árið 1962 ...

Næsta Hrafnaþing verður næstkomandi miðvikudag, 26. nóvember kl. 15:15. Þá mun Ute Stenkewitz flytja erindi sem nefnist „Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi“.

Vinsamlegast athugið: Ákveðið hefur verið að Hrafnaþing verði framvegis á hefðbundum tíma, kl. 15:15-16:00.

Rjúpan, Lagopus muta, er vinsælasti veiðifugl Íslendinga og hefðbundinn jólamatur á borðum margra landsmanna. Stofnstærð rjúpunnar breytist á kerfisbundinn ...

Eldgos í Holuhrauni. Ljósm. Paulo Bessa.Oddur Sigurðsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands flytur erindið Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana? á Hrafnaþingi miðvikudaginn 12. nóvember kl. 9:15.
Eldgos í Heklu.

ATHUGIÐ: Hrafnaþing verður framvegis haldið á morgnana kl. 9:15-10:00.

Ísland er í jarðfræðilegu eðli sínu úthafsbotn og því frábrugðið  þorra annarra landa heimsins. Snýr það að eldvirkni, jarðskjálftum ...

Lundi með fullan gogg af loðnu. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson.Erpur Snær Hansen doktor í líffræði og sviðsstjóri vistfræðirannsókna á Náttúrustofu Suðurlands flytur erindið Hitastýrðar sveiflur íslenskra síla-, loðnu- og sjófuglastofna á Hrafnaþingi miðvikudaginn 5. nóvember kl. 9:15.

ATHUGIÐ: Hrafnaþing verður framvegis haldið á morgnana kl. 9:15-10:00.

Eins og alkunna er hafa íslenskir sjófuglar átt mjög undir högg að sækja frá 2003-2005 í kjölfar hruns sílastofnsins sunnan- ...

Gjáin í Þjórsárdal, ljósm. Guðrún Stefánsdóttir.Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju, á nýjum tíma, á miðvikudagsmorgnum kl. 9:15-10:00.

Fyrsta Hrafnaþing haustsins verður miðvikudaginn 15. október kl. 9:15. Þá mun Friðþór Sófus Sigurmundsson doktorsnemi við Háskóla Íslands flytja erindi sem nefnist:

Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal frá 1587 til 1938

Skóg- og kjarrlendi voru mikilvægar náttúruauðlindir áður fyrr. Nákvæm útbreiðsla birkiskóga er ...

Út er komin bókin Lífríki Íslands: vistkerfi lands og sjávar eftir Snorra Baldursson líffræðing. Í henni er fjallað um vistkerfi lands og sjávar og er hún hvoru tveggja hugsuð sem fræðibók fyrir almenning og uppflettirit fyrir nemendur og kennara á öllum skólastigum.

Í bókinni, sem er ætlað að efla náttúruvitund þjóðarinnar, er rýnt í vistkerfi Íslands og fjallað um lífríki ...

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar sem eru á dagskrá yfir vetrartímann, að jafnaði annan hvern miðvikudag kl. 15:15-16:00 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3.hæð.

Fræðsluerindi á Hrafnaþingi eru ókeypis og opin öllum!

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 30. apríl nk. mun Ester Rut Unnsteinsdóttir flytja erindi sitt „Merkilegir melrakkar“.

Sjá flokkinn Melrakkar ...

Ágústa Helgadóttir líffræðingur flytur erindið Vöktun mosaþembugróðurs við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun á Hrafnaþingi miðvikudaginn 9. apríl, 2014 kl. 15:15.. Meðhöfundar eru Ásta Eyþórsdóttir og Sigurður H. Magnússon Náttúrufræðistofnun Íslands.

Eftir að jarðvarmavirkjanir á Nesjavöllum og við Hellisheiði tóku til starfa varð vart við nokkrar gróðurskemmdir í nágrenni þeirra. Að ósk Orkuveitu Reykjavíkur hóf Náttúrufræðistofnun Íslands sumarið 2012 vöktun á ...

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 26. mars 2014 kl. 15:15-16:00 mun Gísli Már Gíslason prófessor við Háskóla Íslands flytja erindið „Þjórsárver – náttúra og náttúruverndarsaga“.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Þjórsárver er heiti sem Finnur Guðmundsson fuglafræðingur gaf varpstöðvum heiðargæsar sunnan Hofsjökuls. Þjósárver eru í dæld sem fær vatn frá ...

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 19. mars kl. 15:15 mun Einar Þorleifsson náttúrufræðingur flytja erindið Landnám fugla á Íslandi.
Hrafnaþing er haldi í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Landnám fugla á Íslandi

Miklar breytingar hafa orðið á fuglalífi á Íslandi á 20 öld. Fuglategundum fjölgaði um 21, en jafnframt hættu tvær gamalgrónar tegundir varpi ...

Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt Surtsey: Smádýr á landi og fuglalíf, á Hrafnaþingi miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 15:15.

Í erindinu verður fjallað um dýralíf á Surtsey, - smádýr á landi og fugla. Sagt verður frá því hvernig dýrin bárust að yfir hafið til að nema nýjar lendur sem voru einkar óvistlegar lengi vel og hentuðu ...

Þriðjudaginn 21. maí 2013 verður haldið í Náttúrufræðistofnun Íslands við Urriðaholt í Garðabæ, málþing tileinkað minningu Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings en síðasta rannsóknarverkefni hans var aldursgreining og kortlagning Búrfellshrauns sem er samheiti á mörgum hraunum í Garðabæ og Hafnarfirði og runnið hafa frá Búrfellsgíg til sjávar. Guðmundur lést árið 1972.

Málþingið verður frá kl. 13:15 til 16:15 og að ...

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar Íslands sem eru á dagskrá yfir vetrartímann og er að jafnaði annan hvern miðvikudag. Hrafnaþing hefur verið haldið allt frá árinu 2003, þar kynna starfsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi. Hrafnaþing er vettvangur fyrir umræður um náttúrufræði.

Fræðsluerindi á Hrafnaþingi eru ókeypis og opin öllum!

Hrafnaþing er haldið í ...

Miðvikudaginn 30. maí mun Fred W. Allendorf yfirprófessor (Regents Professor) í líffræði við University of Montana í Bandaríkjunum og rannsóknaprófessor (Professorial Research Fellow) við Victoria University of Wellington á Nýja-Sjálandi halda fyrirlestur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem nefnist Evolution Today: Return of the Bed Bugs.

Útdráttur erindisins er eftirfarandi:

„I will discuss the importance of understanding the principals of evolution in ...

Hilmar Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, flytur erindi um Blávatn, nýjasta vatn landsins, á Hrafnaþingi í dag miðvikudaginn 2. nóvember.

Í erindinu verður fjallað um nýjasta stöðuvatns landsins sem myndast hefur í gíg Oksins í Borgarfirði á allra síðustu árum. Tilurð vatnsins er rakin til loftslagshlýnunar og jökulbráðnunar. Vatnið er um 10 ha að stærð og mesta dýpi um ...

Í dag kl. 15:15 mun Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun, flytja erindi um verndun jarðminja á Hrafnaþingi.

Í erindinu verður farið yfir stöðu jarðminja í náttúruvernd á Íslandi og jafnframt rakin hnignun jarðminja í landinu frá landnámsöld til okkar tíma. Fjallað verður um verndun jarðminja á Íslandi og kynntar hugmyndir um flokkunaraðferð sem hentar íslenskum aðstæðum og ætlað er ...

Laugardaginn 5. mars verður opið hús hjá Náttúrufræðistofnun Íslands frá kl. 13 til 17 í nýjum heimkynnum stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ.

Í opna húsinu gefst almenningi kostur á að fræðast um störf náttúruvísindamanna stofnunarinnar og þeirri stórbættu aðstöðu sem þeir hafa fengið í nýja húsinu. Hægt verður að kynnast skordýrafræði, jarðfræði, steingervingafræði, frjómælingar, grasafræði, flokkunarfræði, fuglafræði og vistfræði, svo ...

Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur á Náttúrufræðistofnun, flytur erindi sitt Íslenskar fjörufléttur af svertuætt á Hrafnaþingi miðvikudaginn 9. febrúar kl. 15:15.

Flestar fjörufléttur sem vaxa við strendur landsins eru af svertuætt. Þekktust þeirra er fjörusvertan (Hydropunctaria maura) sem myndar oft áberandi svart belti sem nær rétt upp fyrir mörk stórstraumsflóðs. Fleiri svertutegundir vaxa við sjóinn, sumar við svipaðar aðstæður og fjörusvertan ...

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar sem eru á dagskrá yfir vetrartímann og er að jafnaði annan hvern miðvikudag kl. 15:15-16:00. Hrafnaþing hefur verið haldið allt frá árinu 2003.

Á Hrafnaþingi kynna stafsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi. Hrafnaþing er vettvangur fyrir umræður um náttúrufræði.

Fræðsluerindi á Hrafnaþingi eru opin öllum!

Á vormisseri ...

Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun hafa lagt til að Reykjadalur og Grændalur og svæðið þar fyrir norðan og að Bitru verði verndað sem friðland.

Svæðið er nr. 752 á Náttúruminjaskrá.

Svæðislýsing:
Grændalur og Reykjadalur liggja upp af Hveragerði. Grændalur sem er næst ósnortinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls norðvestan hans. Dalirnir eru hluti af eldstöð sem kennd er við Hengil ...

Nýtt efni:

Skilaboð: