Hrafnaþing - Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt við listkennsludeild og hönnunar-og arkitektúrdeild Listaháskólans og nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 2. mars kl. 15:15.
Erindið byggir á doktorsverkefninu „Íslenskt landslag: Fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um umhverfismál.“ Í verkefninu er fjallað um hugtökin landslag og fegurð, um merkingu og gildi fagurfræðilegra upplifana af landslagi og hlutverk slíkra gilda í ákvarðanatöku um umhverfismál. Fagurfræðilegt gildi landslags hefur á síðustu áratugum ekki skipað stóran sess í ákvarðanatöku um náttúruvernd eða nýtingu þrátt fyrir að það sé eitt af mikilvægustu gildum sem íslensk náttúra býr yfir. Í erindinu verður sérstök áhersla lögð á að skoða stöðu fagurfræðilegra gilda í kerfum ákvarðanatöku og hvernig bæta má þá stöðu.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Sjá viðburð við fréttina.
Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!
-
Hrafnaþing - Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu
- Staðsetning
- None Urriðakvísl 6
- Hefst
- Miðvikudagur 02. mars 2016 15:15
- Lýkur
- Miðvikudagur 02. mars 2016 16:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Náttúrufræðistofnun Íslands - NÍ - Garðabæ „Hrafnaþing - Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu “, Náttúran.is: 1. mars 2016 URL: http://nature.is/d/2016/03/01/hrafnathing-landslag-fegurd-og-fagurfraedi-i-akvar/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.