Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar Íslands sem eru á dagskrá yfir vetrartímann og er að jafnaði annan hvern miðvikudag. Hrafnaþing hefur verið haldið allt frá árinu 2003, þar kynna starfsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi. Hrafnaþing er vettvangur fyrir umræður um náttúrufræði.

Fræðsluerindi á Hrafnaþingi eru ókeypis og opin öllum!

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, 3. hæð kl. 15:15. Sjá staðsetninu NÍ hér á Grænum síðum.

17. 10. 2012  Ester Rut Unnsteinsdóttir - Lítil mús á köldum klaka
31. 10. 2012  Anna Sigríður Valdimarsdóttir - Gróður í Viðey í Þjórsá: gróðurfar á beitarfriðuðu svæði
14. 11. 2012  Borgný Katrínardóttir  - Þéttleiki og varpárangur spóa á hálfgrónum áreyrum
28. 11. 2012  Trausti Baldursson - Natura Ísland: kortlagning vistgerða og búsvæða - náttúruvernd
12. 12. 2012  Borgþór Magnússon - Undir mistilteininum
23. 01. 2013  Trausti Baldursson - Natura Ísland: kortlagning vistgerða og búsvæða
06. 02. 2013  Sigmundur Einarsson og Kristján Jónasson - Eldstöðvakerfið við Krýsuvík og tengslin við höfuðborgarsvæðið
20. 02. 2013  Guðmundur Guðmundsson - Lífríki á sjávarbotni
06. 03. 2013  Þorkell Lindberg Þórarinsson - Vetrarstöðvar íslenskra flórgoða
20. 03. 2013  Gísli A. Víkingsson - Nýlegar breytingar á útbreiðslu og fæðu hvala við Ísland: Áhrif loftslagsbreytinga?
03. 04. 2013  Sigurður H. Magnússon - Þungmálmar og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990-2010: Áhrif iðjuvera
17. 04. 2013  Starri Heiðmarsson  - Sveppur á fléttu ofan, fléttuháðir sveppir og fjölbreytni þeirra!
08. 05. 2013  Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir - Sveppir á Heimaey og Surtsey sumarið 2010

Hægt er að nálgast upptökur af flestum erindum sem flutt hafa verið á Hrafnaþingi frá og með árinu 2011 á svæði Náttúrufræðistofnunar Íslands á Youtube.

Birt:
17. október 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fræðsluerindi Hrafnaþings veturinn 2012-2013“, Náttúran.is: 17. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/17/fraedsluerindi-hrafnathings-veturinn-2012-2013/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. janúar 2013

Skilaboð: