Fræðslufundur: Litadýrð og aðrir eiginleikar í bötun birkis til nota í skóga og garða 03/08/2016

Miðvikudaginn 9. mars kl 19:30 efna Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslufundar í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 Reykjavík (gengið inn af jarðhæð frá Ármúla).

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Litadýrð og aðrir eiginleikar í bötun birkis til nota í skóga og garða“.

Kynbótastarf liðinna ára hefur skilað tveimur nýjum yrkjum sem nú gagnast í íslenskri trjárækt. Ný verkefni sem byggja m.a. á aðflutningi og erfðaefni úr áður óreyndum tegundum frá Evrópu og Asíu ...

Birki. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Miðvikudaginn 9. mars kl 19:30 efna Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslufundar í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 Reykjavík (gengið inn af jarðhæð frá Ármúla).

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Litadýrð og aðrir eiginleikar í bötun birkis til nota í skóga og garða“.

Kynbótastarf liðinna ára hefur skilað tveimur nýjum yrkjum sem nú gagnast í ...

Kindur á beit við Kjalveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands telja það grundvallaratriði að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi.  Samtökin hafa sent landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, viðeigandi þingnefndum, og forystumönnum Bændasamtaka Íslands og Landssamtökum sauðfjárbænda áherslur sínar vegna samninganna (sjá hér).

Síðustu mánuði hafa fulltrúar bænda og ...

Fura með köngla og snjó. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Skógræktarfélög víða um land selja líka jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu næstu helgi (12.-13. desember) eru:

  • Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 13. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes
  • Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi sunnudaginn 13. desember kl. 12-15.
  • Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu ...
09. December 2015

Sjálfboðaliðar EVS sem voru hjá Skógræktinni 2014. Ljósm. Skógræktarfélag Íslands.Skógræktarfélag Íslands verður í ár með í vinnu fimm sjálfboðaliða (á aldrinum 20-28 ára) frá Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Austurríki og Póllandi og verða þeir hér í fimm mánuði, frá maí til ágúst. Koma þeir á vegum evrópsku sjálfboðaliðaþjónustunnar (European Volunteer Service, EVS).

Auk reynslu af skógrækt er áhersla á að sjálfboðaliðarnir fái líka félagslega og menningarleg upplifun í gegnum dvöl ...

Árlega standa skógræktarfélögin á landinu fyrir jólatréssölu til styrktar starfsemi sinni. Það er ekki aðeins gaman að velja sér sítt eigið jólatré úr skóginum heldur er það umhverfisvænt því skóginn þarf að grysja og með því að kaupa innlent tré þarf ekki að eyða gjaldeyri og olíu til að koma tré til landins frá öðrum löndum.. Nánar um jólatréð og ...

Haust eftir Kristínu Arngrímsdóttur. Prýðum landið, plöntum trjám stendur neðst á kortinu.Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands árið 2014 er komið út.

Kortið prýðir mynd er heitir „Haust", eftir Kristínu Arngrímsdóttur. Hægt er að nálgast kortin á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands, Þórunnartúni 6, 105 Reykjavík eða fá þau póstsend og bætist þá við burðargjald.

Kortin eru seld 10 saman í pakka með umslögum, á kr. 2.000. Einnig eru til nokkrar gerðir af ...

10. December 2014

Með því að velja íslenskt jólatré leggur maður sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett.

Skógræktarfélög ...

Skógræktarfélag Íslands útnefndi Tré ársins 2012 við hátíðlega athöfn að Brekkugötu 8 á Akureyri, þ. 2. september sl.

Gráösp (Populus x canescens) var valin Tré ársins 2012 en tréð er blendingur milli blæaspar og silfuraspar. Gráösp er sjaldgæf hér á landi en er notuð sem garð- og borgartré víða í Evrópu, Vestur-Asíu og Suður-Rússlandi. Uppruni þessa tiltekna trés er ...

Skógræktarritið er nú fáanlegt í lausasölu á völdum stöðum en undanfarin ár hefur það eingöngu verið selt í áskrift og á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands, útgefanda ritsins. Með þessu móti vill Skógræktarfélag Íslands koma til móts við lesendur sem kjósa að kaupa stök rit í stað áskriftar. Jafnframt er þetta liður í að kynna Skógræktarritið fyrir nýjum lesendum.

Skógræktarritið er nú ...

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni er opinn um helgina frá 11-16. Þar er jólastemmning þar sem ýmsir hönnuðir og handverksmenn eru að kynna og selja vörur sínar. Skógræktarfélag Reykjavíkur selur jólatré af ýmsum stærðum og gerðum, þ.á.m. hin geysivinsælu tröpputré. Jafnaframt er kaffihús á staðnum þar sem gestum gefst kostur á að gæða sér á kakó og vöfflum og hlusta ...

Árlega kaupa íslendingar um 40.000 jólatré, flest þeirra eru innflutt eða um 75% hin 25% eru framleidd hér á landi. Umhverfisáhrif innfluttra trjáa er mun meiri en þeirra sem vaxa hér á landi. Bæði er að við ræktun þeirra eru notuð varnarefni þ.e. illgresislyf og skordýraeitur og auk þess þarf að flytja þau um langan veg með skipum ...

Árlega kaupa íslendingar um 40.000 jólatré, flest þeirra eru innflutt eða um 75% hin 25% eru framleidd hér á landi. Umhverfisáhrif innfluttra trjáa er mun meiri en þeirra sem vaxa hér á landi. Bæði er að við ræktun þeirra eru notuð varnarefni þ.e. illgresislyf og skordýraeitur og auk þess þarf að flytja þau um langan veg með skipum ...

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslugöngu laugardaginn 22. september um Guðmundarlund í nágrenni Elliðavatns undir leiðsögn Kristins H. Þorsteinssonar garðyrkjufræðings. Lagt verður upp í gönguna frá aðalinngangi Guðmundarlundar kl. 11:00 og lýkur fræðslugöngunni kl. 13:00.

Hægt verður að safna fræi af ýmsum tegundum trjáa og runna. Kristinn ætlar að fræða fólk um gróður í Guðmundalundi, sýna hvernig tína á ...

Í tilefni af vígslu Laugalandsskógar sem ,,Opins skógar“ verður efnt til hátíðar- og skemmtidagskrár fyrir alla fjölskylduna sunnudaginn 26. ágúst kl. 16. Laugalandsskógur er í Hörgárdal, í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Þar er búið að leggja stíga og setja upp skilti og öll aðstaða til útivistar og náttúruskoðunar er til fyrirmyndar. Við bjóðum öllum að koma og eiga ...

Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu, en fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.

Núna um helgina verða eftirtalin skógræktarfélög með jólatrjáasölu:

Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands er komið út. Kortið prýðir mynd er heitir „Jack Lumber in the green” og er eftir Söru Riel. Þessi mynd prýðir einnig forsíðu 2. heftis Skógræktarritsins 2011, sem einnig er nýlega komið út. Kortin eru seld 10 saman í búnti með umslagi, á kr. 1.000. Ef pöntuð eru 50 kort eða fleiri er veittur ...

Laugardaginn 29. október kl. 10:00-16:00 verður útsala á ýmsum garðyrkju- og gróðurvörum úr þrotabúi gróðrarstöðvarinnar Borgarprýði á Smiðjuvöllum 12-20, Akranesi, sem Skógræktarfélag Íslands keypti sl. vor.

Upplagt tækifæri fyrir þá sem stunda ræktun.

Helstu gróðurvörur:  Plöntubakkar og pottar af ýmsum gerðum og stærðum,  bæði fyrir sáningu og framræktun á grænmeti, runnum og trjám. Ýmsar gerðir af jarðvegsdúkum, þykkar ...

Ráðstefnan Heimsins græna gull verður haldin í Kaldalóni í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, laugardaginn 22. október n.k.  Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu sem allur skógræktargeirinn á Íslandi stendur fyrir á Alþjóðlegu ári skóga og fjallar hún um ástand og horfur skóga heimsins.

Helstu talsmenn og sérfræðingar á málefnum skóga á heimsvísu munu fjalla um þátt skóga og þýðingu ...

Öskjuhlíðardagurinn verður haldinn í fyrsta sinn laugardaginn 7. maí. Tilefni þess er að þá verður undirritað samkomulag um stofnun starfshóps sem ætlað er að móta samstarf Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Skógræktarfélags Íslands um útivistarsvæðið í Öskjuhlíð með það að markmiði að styrkja svæðið sem náttúruperlu, útivistar- og kennslusvæði. Starfshópnum er ætlað að móta tillögur um verkefni með eftirfarandi markmið ...

Tímamótaráðstefna tengd Alþjóðlegu ári skóga á Íslandi 2011 verður haldin á Radisson Blu Hótel Sögu fimmtudaginn 28. apríl frá kl. 08:00 - 17:00. Ráðstefnan ber yfirskriftina Íslenska skógarauðlindin - skógur tækifæra og er markmiðið að gera keðjuna frá framleiðenda til markaðar skilvirkari og skýrari.

Nánar um dagskrána hér að neðan og skráning á http://www.nmi.is.

 

Málþing Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldið í húsi Náttúrulækningafélags Akureyrar laugardaginn 11. september kl. 13:30 - 17:00.

Framsögur

  • Hrefna Jóhannesdóttir, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins: Skógar efla lýðheilsu í þéttbýli.
  • Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri: Skógurinn – tækifæri til fjölbreyttrar útivistar.
  • Magne Kvam hreyfihönnunarstjóri: Fjallahjólabrautir – aðstaða til fjallahjólreiða.

Umræður

Kaffihlé

  • Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt við HÍ: Orðin og umhyggja – um hvað ...
09. September 2010

Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.

Eftirfarandi skógræktarfélög eru með jólatrjáasölu nú fyrir jólin:

Tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands nýtast við margvísleg tækifæri - sem jólakort, afmæliskort, boðskort og margt fleira. Kortin eru auð að innan, þannig að þau nýtast sem jólakort, afmæliskort, boðskort eða hvað sem fólki dettur í hug.

Kortin eru seld tíu saman í búnti með umslagi og kostar búntið 1.000 kr. Ef keypt eru 50 kort eða fleiri er veittur 25% afsláttur ...

Þriðja Opna hús Skógræktarfélags Íslands á árinu verður þriðjudagskvöldið 6. maí og hefst kl. 19:30. Að þessu sinni er það haldið í fundarsal á jarðhæð Kaupþings, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og salurinn er svo á vinstri hönd.

Að þessu sinni mun Einar Ó. Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Fuglaverndarfélagi Íslands, flytja nýtt erindi, er mun fjalla ...

Annað Opna hús Skógræktarfélags Íslands og ársins 2008 verður þriðjudagskvöldið 8. apríl og hefst kl. 19:30, í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, í stofu 132.

Þar mun Rannveig Einarsdóttir, Skógræktarfélagi A-Skaftfellinga, segja í máli og myndum frá ferð um regnskóga S-Ameríku og Galapagos. Dþra- og plöntulíf á Galapagos –eyjum er einstakt og eyjarnar frægar í sögu náttúruvísinda, en rannsóknir Charles ...
Fyrsta Opna hús ársins 2008 verður þriðjudagskvöldið 11. mars og hefst kl. 19:30, í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (sjá kort til hægri), í stofu 132.

Þar munu Brynjólfur Jónsson og Barbara Stanzeit segja í máli og myndum frá hópferð til Sviss, sem Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir á síðasta ári. Ferðasagan verður rakin og sagt frá skógum og áhugaverðum trjátegundum ...

Jólatréssala á landsbyggðinni

Þeir sem kaupa íslensk jólatré eru jafnframt að styrkja skógræktarstarfið í landinu. Algengustu íslensku jólatrén eru stafafura, sem ný tur vaxandi vinsælda, er fallegt tré, sérlega barrheldið og ilmar vel, rauðgreni sem er nokkru viðkvæmara en afar fallegt og sitkagreni sem er einnig mjög fallegt tré

Skógræktarfélag Árnesinga
heggur jólatré til sölu úr skógi sínum á Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Ekki ...

Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands 2007 eru nú komin út

Á kortinu er mynd af málverkinu „Haustlauf“ eftiri Ágúst Bjarnason. Sérstök hvatning er á kortinu, þar sem fram kemur að fyrir hvert selt kort gróðursetur félagið eitt tré. Kortin eru seld 10 saman í búnti með umslagi og kostar stykkið kr. 100. Búntið er því á einungis kr 1.000 ...

20. November 2007
Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur leggst alfarið gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á Hólmsheiði og skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða aðalskipulagið frá grunni með þá hugsun að leiðarljósi, að finna aðrar lausnir á þróun borgarinnar en að ganga á það verðmæta útivistarsvæði, sem skógi vaxnar Austurheiðarnar sé fyrir borgarbúa.

Í umsögn Skógræktarfélags Reykjavíkur kemur m.a. fram að margt mæli gegn þessum framkvæmdum ...

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar afhjúpar nýtt upplýsingaskilti við Stóra-Skógarhvamm í Undirhlíðum kl. 14:.00 laugardaginn 25. ágúst nK. um leið og skógurinn verður opnaður almenningi.

Stóri-Skógarhvammur er eitt best varðveitta leyndarmál hafnfirskrar skógræktarsögu. Þangað liggur enginn akfær vegur, aðeins gönguslóði sem er hluti Reykjavegar. Hvammurinn er í norðanverðum Undirhlíðum milli Bláfjallavegar og Krþsuvíkurvegar og var áður vinsæll áningastaður þeirra sem fóru Undirhlíðaleið ...

Fimmtudaginn 28. júní er fjórða gangan í röð gangna um Græna trefilinn. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með þessari göngu.
Gangan er að þessu sinni í Heiðmörk og hefst hún við Elliðavatnsbæinn. Skoðaður verður skógurinn í næsta nágrenni og Elliðavatn, en þarna er bæði um áhugaverða náttúru og sögu að ræða.

Að göngu lokinni verður boðið upp á reyktan engjasilung.
Fimmtudaginn 21. júní er þriðja ganga í röð gangna um „Græna trefilinn“. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hefur umsjón með þessari göngu.

Gamlir og nýrri skógarreitir upp með Varmá verða skoðaðir og einnig litið eftir breytingu á gróðurfari eftir að beit var hætt á svæðinu. Gengið verður frá hitaveituplaninu við Suður-Reyki. Ekið er eins og leið liggur eftir Vesturlandsvegi að hringtorgi (rétt hjá ...
Fimmtudaginn 3. maí, kl. 16-18, verður haldinn stjórnmálafundur um skógrækt á Elliðavatni í Heiðmörk. Þar mun fulltrúum stjórnmálaflokkanna gefast kostur á að skýra og kynna stefnu sína í skógræktarmálum og skiptast á skoðunum við áhugafólk um skógrækt.

Fundurinn verður haldinn í Elliðavatnsbænum sem stendur á eystri bakka Elliðavatns.

Að fundinum standa Landssamtök skógareigenda, Skógræktarfélag Íslands og Skógfræðingafélag Íslands ásamt fulltrúum ...

Nýtt efni:

Messages: