Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands 2007 eru nú komin út

Á kortinu er mynd af málverkinu „Haustlauf“ eftiri Ágúst Bjarnason. Sérstök hvatning er á kortinu, þar sem fram kemur að fyrir hvert selt kort gróðursetur félagið eitt tré. Kortin eru seld 10 saman í búnti með umslagi og kostar stykkið kr. 100. Búntið er því á einungis kr 1.000. Ef pöntuð eru 50 kort eða fleiri er veittur 25% afsláttur.

Hægt er að nálgast kortin á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands, í Skúlatúni 6 (á móti gamla Ræsishúsinu), 2. hæð (næsti inngangur við antikbúðina).

Þá er einnig hægt að panta kortin í síma 551-8150 eða með tölvupósti til skog@skog.is og fá þau póstsend en þá bætist við 250 kr. afgreiðslugjald.

Birt:
20. nóvember 2007
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Tré gróðusett fyrir hvert selt kort“, Náttúran.is: 20. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/20/tre-groousett-fyrir-hvert-selt-kort/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: