Birki. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Miðvikudaginn 9. mars kl 19:30 efna Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslufundar í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 Reykjavík (gengið inn af jarðhæð frá Ármúla).

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Litadýrð og aðrir eiginleikar í bötun birkis til nota í skóga og garða“.

Kynbótastarf liðinna ára hefur skilað tveimur nýjum yrkjum sem nú gagnast í íslenskri trjárækt. Ný verkefni sem byggja m.a. á aðflutningi og erfðaefni úr áður óreyndum tegundum frá Evrópu og Asíu gefa fyrirheit um spennandi árangur varðandi vaxtarþrótt, vaxtarlag og liti á berki og laufi.

Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, hefur látið til sín taka á sviði plöntukynbóta á undanförnum áratugum. Hann hefur meðal annars til margra ára unnið að erfðafræði íslenska birkisins en þekktasta afurð kynbótastarfsins er birkiyrkið 'Embla' sem hefur skilað okkur einstaklega fallegu hvítstofna birki sem hefur breytt viðhorfum í ræktun birkis í skógi og borg. Nýtt og spennandi yrki, 'Kofoed', er komið á markað og hvítstofna, rauðblaða birki er í sjónmáli. Meðal nýmæla er tilgáta um áhrif birkifrjós sem berst með loftstraumum til landsins og þátt blendingsþrótts í kynbótastarfinu.

Það verður spennandi að sjá og heyra hvað Þorsteinn hefur fram að færa í erindi sínu á miðvikudaginn en eins og ræktunarfólk þekkir þá leitar hann stöðugt á ný mið.

Aðgangseyrir er krónur 750.

Allir velkomnir!


Birt:
8. mars 2016
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Fræðslufundur: Litadýrð og aðrir eiginleikar í bötun birkis til nota í skóga og garða“, Náttúran.is: 8. mars 2016 URL: http://nature.is/d/2016/03/08/fraedslufundur-litadyrd-og-adrir-eiginleikar-i-bot/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: