Þriðja Opna hús Skógræktarfélags Íslands á árinu verður þriðjudagskvöldið 6. maí og hefst kl. 19:30. Að þessu sinni er það haldið í fundarsal á jarðhæð Kaupþings, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og salurinn er svo á vinstri hönd.

Að þessu sinni mun Einar Ó. Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Fuglaverndarfélagi Íslands, flytja nýtt erindi, er mun fjalla um fuglana í garðinum. Fjallað verður um helstu fuglategundir sem er að vænta í góðum fuglagarði og hvernig er hægt að laða fugla að garðinum með vali og gróðursetningu á fuglavænum trjám og runnum, trjám sem skapa skjól og hreiðurstaði eða fæðu handa fuglunum.

Opið hús er hluti af fræðslusamstarfi Skógræktarfélags Íslands og Kaupþings.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Myndin er af Maríuerlu. Ljósmyn: Jóhann Óli Hilmarsson.
Birt:
May 5, 2008
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Fuglarnir í garðinum og skóginum “, Náttúran.is: May 5, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/05/fuglarnir-i-garoinum-og-skoginum/ [Skoðað:June 14, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: