Miðvikudaginn 9. mars kl 19:30 efna Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslufundar í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 Reykjavík (gengið inn af jarðhæð frá Ármúla).
Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Litadýrð og aðrir eiginleikar í bötun birkis til nota í skóga og garða“.
Kynbótastarf liðinna ára hefur skilað tveimur nýjum yrkjum sem nú gagnast í ...
Þann 14. október nk. kl. 19:30 flytur Þóra Hinriksdóttir erindið „Að hafa jörðina í öndvegi - Lífræn ræktun og skjólbeltagerð“ á fræðslufundi Garðyrkjufélags Íslands.
Fræðslufundurinn verður haldinn í sal félagsins í Síðumúla 1, 108 Reykjavík. Aðgangseyrir eru 750 kr.
Allir velkomnir!
Kúrbítum eða Succini [Cucurbita pepo pepo] sáði ég til þann 19. apríl 2015. Ég gróðursetti tvær kúrbítsjurtir í óupphituðu plastgróðurhúsi af einföldustu gerði þ. 8. júní.
Þann 30. júní er jurtin orðin stór og myndarleg og einn fallegur kúrbítur kemst á legg en fjöldi blóma blómstraði þó.
Kannski hefði ég átt að pota í blómin og frjóðva þau en það ...
Mandarínukassar frá liðnum jólum geta verið ágætis ræktunarílát fyrir jarðarber eða annað sem þarf að koma fyrir í hillum í gróðurhúsi. Nema auðvitað rótargrænmeti.
Í mínu heimatilbúna plastgróðurhúsi reyni ég það allavega. Ég fóðraði kassana fyrst með plasti en klippti smá göt á það í hornum svo vatn geti runnið af þeim.
Hitt ráðið hefði verið að nota venjulega potta ...
Allir geta haft sína skoðun á því hvernig best sé að reka sjálfbært smábú, og það er ólíklegt að tvö 1-ekru bú hafi sama skipulag eða fylgi sömu aðferðum né væru algerlega sammála um hvernig best sé að reka slíkt bú.
Sumir myndu vilja halda kýr; aðrir eru hræddir við þær. Sumir vilja hafa geitur; aðrir gætu ekki haft tök ...
Fáir eru færir um að skila reynslu af matjurtaræktun og jurtanotum til næstu kynslóðar, svo við verðum að styðjast að mestu við bækur. Það er sagt í Frakklandi að besti kennari vínræktarmannsins sé nágranninn því aðstæður eru staðbundnar, veðurlag og jarðvegur breytilegur frá einum stað til annars. Ræktun matjurta hér á landi krefst bæði þolinmæði og hugkvæmni.
Ófyrirsjáanlegir erfiðleikar eins ...
Málþing á vegum stjórnar Urtagarðsins í Nesi fimmtudaginn 28. ágúst 17:00 – 19:00 í sal Lyfjafræðisafnsins við Neströð.
Epli, ber og annað góðgæti. Ræktunartilraunir í Nesi á átjándu öld.
Dagskrá málþingsins:
- Urtagarður í Nesi – gömul saga og ný - Lilja SigrúnJónsdóttir læknir.
- Saga apótekara í Nesi - Kristín Einarsdóttir lyfjafræðingur.
- Eplatré og fleiri nytjajurtir í garði Björns apótekara í Nesi við ...
Í Seljahverfi hefur hópur fólks komið á laggirnar samfélagsreknu borgarbýli undir nafninu Seljagarður.
Seljagarður er skapaður í anda vistræktar og með þekkingu og getu samfélagsins má búast við miklu í framtíðinni. Verið er að reisa gróðurhús og garðræktin er komin vel á veg.
Í Seljagarði er einnig boðið upp á dagksrá en næstkomandi sunnudag þ. 17. ágúst kl 16:00 ...
Það er einfalt að láta engiferrót spíra og rækta upp af henni. Stingdu henni síðan í pott með góðri moltu og gróðurmold og haltu henni rakri við stofuhita.
Hún vex upp til að verða falleg jurt sem blómstar rauðum blómum.
Ljósmynd: Engiferrót farin að skjóta upp sprotum í potti. Ljósm. Paulo Bessa.
Það eru til margar tegundir af salati. Það borgar sig að sá mismunandi tegundum. Þá fáum við ekki bara fjölbreytt bragð heldur líka mismunandi litbrigði og áferð í salatskálinni og tegundirnar hafa mismunandi vaxtarskeið og verjast áreitum misjafnlega vel.
Þegar skrifað er um blaðsalat stendur ævinlega – þvoið svo vel eftir að það hefur verið tekið upp. Það er gaman að ...
Heil og sæl náttúruverndarsinnar og umbótafólk!
Miðgarður - borgarbýli er hópur aðgerðarsinna sem hefur hafið uppbyggingu á samfélagsreknum og sjálfbærum borgarbýlum (e. City Farm). Hópurinn var stofnaður í vor en hefur náð að koma langt á stuttum tíma. Við erum komin í samráð við Þjónustumiðstöð Breiðholts og garðyrkjustjóra borgarinnar og fengið lóð fyrir tilraunaverkefni í sumar. Garðurinn nefnist Seljagarður og er ...
Laugardaginn 24. maí kl. 2:30 verður fyrsti fundur samfélagsrekna grenndargarðsins í Seljahverfi.
Í sumar viljum við skapa fagran samfélagsgarð í matjurgörðunum í Jaðarsel. Garðurinn verður skapaður í anda vistræktar og með þekkingu og getu samfélagsins. Þessi fundur er ætlaður sem kynning bæði á vistrækt (e. permaculture) og á samfélagsgörðum (e. community gardens)
Þetta er tækifæri til að kynnast ...
Það er eins með garðáhöld og önnur mannanna verk að gæðin skipta meginmáli. Það er enginn sparnaður í því að kaupa drasl sem dettur í sundur eftir stuttan tíma og þurfa svo að kaupa ný garðáhöld á nokkurra ára fresti.
En það er jafn mikilvægt að fara vel með áhöldin sín svo þau grotni ekki niður. Passa að láta þau ...
Kamilla vex vel hér á landi. Lengi var haldið að baldursbráin kæmi í staðinn fyrir kamilluna og það var ágætt að halda það meðan ekki fengust kamillufræ. Ef við minnumst þess að frænka hennar, baldursbráin, getur látið 300.000 fræ þroskast á einu sumri er skiljanlegt að kamillan gefur heilmikið af sér, þó plönturnar séu ekki margar. Einhvers staðar las ...
Morgunfrú [Calendula officinalis] - þetta saklausu garðblóm, eins og skapað til að vera bara garðaprýði, býr yfir kyngikrafti sem nýttur er á ýmsa vegu.
Í bókinni Íslenskar lækningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur grasalækni segir svo um notkun morgunfrúar: „Morgunfrú er góð við bólgu og særindum í meltingarfærum, eitlum og vessakerfi. Blómin eru notuð fyrir og eftir uppskurð á krabbameinsæxlum til að ...
Okkur sem höfum litla garða hættir kannski til að geyma fræ of lengi. Nytsemd er góð en við verðum líka
að hafa í huga að eyða ekki tíma og kostnaði í að reyna að rækta upp af gömlum fræjum og verða óánægð
ef árangurinn er slæmur. Við erum líka misnatin við að geyma fræin vel.
Lífslíkur fræja eru mismunandi. Flest ...
Ráðstefna um samræktun „aquaponics“ fer fram á Sólheimum í Grímsnesi þ. 25. mars nk.
Dagskrá:
- 8:30-9:00 Skráning og kaffi
- 9:00-9:10 Velkomin að Sólheimum - Guðmundur Ármann Pétursson, Sólheimar
- 9:10-9:30 Kynning á aquaponics – Ragnheiður Þórarinsdóttir, Svinna-verkfræði ehf. / Háskóli Íslands
- 9:30-9:50 Breen - Aquaponics á Spáni – Fernando Sustaeta, Breen
- 9:50-10:10 Aquaponics í stórborginni Kaupmannahöfn ...
Vistrækt er heildrænt hönnunarkerfi sem líkir eftir náttúrunni með það að markmiði að skapa sjálfbært samfélag. Í því felst m.a. matvælaframleiðsla sem vinnur með náttúrulegu umhverfi. Vistrækt hefur að leiðarljósi sjálfbæra, umhverfisvæna landnotkun, uppbyggingu jarðvegs og stöðugra samfélaga manna, plantna og dýra.
Ein af megináherslum vistræktar er tengsl milli einstakra þátta og staðsetningu þeirra innan kerfis með það fyrir ...
Garðrækt hefur ekki langa sögu á Íslandi. Það var ekki fyrr en seint á 18. öld að farið var að gera tilraunir með kartöflurækt og ræktun annarra matjurta hér á landi. Hins vegar var því þannig háttað í Englandi og víða á meginlandi Evrópu fyrr á tímum, að enginn bóndi lét sér detta í hug að kaupa grænmeti, eða egg ...